Krónan minnsta flotgengismyntin 31. mars 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á ársfundi Seðlabanka Íslands á miðvikudag að þegar gengissveiflur íslensku krónunnar væru brotnar til mergjar hlyti að koma til skoðunar hvort taka ætti upp evruna hér á landi. Með þessu vekur Halldór upp umræðu sem staðið hefur yfir með hléum í nær áratug, eða frá því fyrir lá að stór hluti utanríkisviðskipta Íslands yrði við lönd sem nota nýju Evrópumyntina. Halldór sagði í erindi sínu að Íslendingar gyldu þess hversu íslenski fjármálamarkaðurinn væri lítill í samanburði við alþjóðamarkaðinn. Tiltölulega litlar fjármagnshreyfingar inn og út úr landinu gætu skapað miklar sveiflur í gengi krónunnar. Skilar meiru en fast gengi Ísland er minnsta landið í heiminum með sjálfstætt fljótandi gjaldmiðil. Eins og Þórarinn G. Pétursson, staðgengill aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands, sagði í fyrirlestri 3. febrúar síðastliðinn er spurningin um kosti og galla þess að hafa sjálfstæða mynt eða taka upp mynt stærra efnahagssvæðis mjög þýðingarmikil fyrir Ísland. Vægi vöruviðskipta Íslands við evru-löndin tólf hafa verið að aukast. Þau námu tæplega 30 prósentum af heildarutanríkisviðskiptum árið 1970 og eru nú rúm 40 prósent. Ákveði ESB-ríkin þrjú sem standa utan evrunnar að ganga í myntbandalagið eykst hlutdeild viðskipta Íslands við evrusvæðið í yfir 60 af hundraði. Ef Noregur skyldi líka bætast í hóp evru-landa hækkar þetta hlutfall í tæp 70 prósent. Helstu hagfræðilegu rökin fyrir sameiginlegri mynt er að hún eyðir nafngengissveiflum innan myntsvæðisins, hún dregur úr viðskiptakostnaði í alþjóðaviðskiptum og eykur gagnsæi í viðskiptum milli landa. Hún gerir ennfremur alþjóðleg viðskipti við lönd utan myntsambandsins auðveldari með því að opna aðgang að dýpri og þróaðri innlendum fjármálamarkaði. Þannig segir Þórarinn að áhrif sameiginlegrar myntar séu líklega mun víðtækari en áhrif fasts gengis. Rannsóknir hafi sýnt að aðild að myntbandalagi auki viðskipti til muna, án þess að draga úr viðskiptum út fyrir sameiginlega myntsvæðið. Hagsveiflan ekki í takt Hagfræðingar hafa einnig bent á galla sem fylgt geta aðlögun lítils þjóðhagkerfis eins og þess íslenska að stóru myntsvæði eins og evrópska myntbandalaginu. Oftar en ekki sé hagsveiflan hér ekki í takt við hagsveifluna í stóru evru-löndunum. Peningamálastefnan á evrusvæðinu miðist þannig við aðrar aðstæður en hér ríki (þetta er gallinn við það sem kallað er á ensku "one-size-fits-all" á stóru sameiginlegu myntsvæði). Hins vegar hefur reynslan sýnt að eftir því sem viðskipti aukast milli landa innan myntsvæðisins eykst samleitni hagsveiflnanna. Stjórnun íslenskra peningamála er að mestu í höndum Seðlabanka Íslands. Helsta hagstjórnartækið sem Seðlabankinn ræður yfir er ákvörðun stýrivaxta. Bankinn hefur það yfirlýsta meginmarkmið að stuðla að stöðugleika í þróun verðlags. Stöðugleiki í þróun gengis er þannig ekki markmiðið, en þetta tvennt - verðbólgan og gengið - er nátengt. Verðbólga er spegilmynd af eigin verðmæti gjaldmiðilsins. Gengishækkanir, sem geta tengst hækkun stýrivaxta, geta komið þungt niður á útflutnings- og samkeppnisgreinum íslensks atvinnulífs. Eins og Jón Sigurðsson seðlabankastjóri benti á í erindi 3. mars síðastliðinn, er í umræðum um vexti og gengi ástæða til að minna á að sitt er hvað nafnvextir og raunvextir, nafngengi krónunnar eða þróun raungengis. Með þeim stjórntækjum sem Seðlabankinn hefur yfir að ráða getur hann lítið gert til jöfnunar gengissveiflna, enda er slík sveiflujöfnun strangt til tekið ekki í verkahring hans. Aðvörunarbjöllur Í áliti sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem heimsótti Ísland í lok október sem leið segir, að vaxandi eftirspurnarþrýstingur og versnandi verðbólguhorfur vegna hans kalli á hert aðhald í peningamálum í komandi tíð. Að reiða sig á skammtímavexti eingöngu til að sporna gegn eftirspurnarþrýstingnum og ná verðbólgumarkmiðinu eykur að sögn sendinefndarmanna líkurnar á hækkun raungengis - ef miklu hærri vextir eru á krónumarkaði en í helstu viðskiptalöndum ýtir það undir innstreymi gjaldeyris sem ýtir gengi krónunnar upp - en þetta muni draga úr samkeppnishæfni og ýta enn frekar undir ójafnvægið í hagkerfinu. Því meira ójafnvægi sem myndist, þeim mun harkalegri gæti aðlögun orðið. Sérstaklega eigi þetta við þegar innflæði fjármagns tengdu stóriðjuframkvæmdunum lýkur, en það gæti leitt til snarprar lækkunar á gengi krónunnar og mikils samdráttar í hagkerfinu. Þetta eru aðvörunarbjöllurnar sem urðu forsætisráðherra tilefni til að vekja máls á því á ársfundi Seðlabankans að Íslendingar skoðuðu möguleikana á upptöku evrunnar. Halldór tók þó fram að hann væri ekki að segja að upptaka evrunnar myndi leysa öll vandamál. Aðspurður bætti hann við, að hann teldi lítt fýsilegt fyrir Ísland að taka evruna upp einhliða; það væri ekki ráðlegt nema með því að ganga í Evrópusambandið, sem væri hins vegar ekki á stefnuskrá sitjandi ríkisstjórnar. Í einhliða upptöku evrunnar fælist í raun ekki mikið meira en að ákveða að fasttengja gengi íslensku krónunnar við evruna. Ísland ætti þá ekki aðild að Seðlabanka Evrópu, ECB, í Frankfurt og vaxtastig hér yrði áfram hærra. Danir fylgja í raun fastgengisstefnu gagnvart evrunni, og sum nýju ESB-aðildarríkjanna gera það einnig nú þegar. Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á ársfundi Seðlabanka Íslands á miðvikudag að þegar gengissveiflur íslensku krónunnar væru brotnar til mergjar hlyti að koma til skoðunar hvort taka ætti upp evruna hér á landi. Með þessu vekur Halldór upp umræðu sem staðið hefur yfir með hléum í nær áratug, eða frá því fyrir lá að stór hluti utanríkisviðskipta Íslands yrði við lönd sem nota nýju Evrópumyntina. Halldór sagði í erindi sínu að Íslendingar gyldu þess hversu íslenski fjármálamarkaðurinn væri lítill í samanburði við alþjóðamarkaðinn. Tiltölulega litlar fjármagnshreyfingar inn og út úr landinu gætu skapað miklar sveiflur í gengi krónunnar. Skilar meiru en fast gengi Ísland er minnsta landið í heiminum með sjálfstætt fljótandi gjaldmiðil. Eins og Þórarinn G. Pétursson, staðgengill aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands, sagði í fyrirlestri 3. febrúar síðastliðinn er spurningin um kosti og galla þess að hafa sjálfstæða mynt eða taka upp mynt stærra efnahagssvæðis mjög þýðingarmikil fyrir Ísland. Vægi vöruviðskipta Íslands við evru-löndin tólf hafa verið að aukast. Þau námu tæplega 30 prósentum af heildarutanríkisviðskiptum árið 1970 og eru nú rúm 40 prósent. Ákveði ESB-ríkin þrjú sem standa utan evrunnar að ganga í myntbandalagið eykst hlutdeild viðskipta Íslands við evrusvæðið í yfir 60 af hundraði. Ef Noregur skyldi líka bætast í hóp evru-landa hækkar þetta hlutfall í tæp 70 prósent. Helstu hagfræðilegu rökin fyrir sameiginlegri mynt er að hún eyðir nafngengissveiflum innan myntsvæðisins, hún dregur úr viðskiptakostnaði í alþjóðaviðskiptum og eykur gagnsæi í viðskiptum milli landa. Hún gerir ennfremur alþjóðleg viðskipti við lönd utan myntsambandsins auðveldari með því að opna aðgang að dýpri og þróaðri innlendum fjármálamarkaði. Þannig segir Þórarinn að áhrif sameiginlegrar myntar séu líklega mun víðtækari en áhrif fasts gengis. Rannsóknir hafi sýnt að aðild að myntbandalagi auki viðskipti til muna, án þess að draga úr viðskiptum út fyrir sameiginlega myntsvæðið. Hagsveiflan ekki í takt Hagfræðingar hafa einnig bent á galla sem fylgt geta aðlögun lítils þjóðhagkerfis eins og þess íslenska að stóru myntsvæði eins og evrópska myntbandalaginu. Oftar en ekki sé hagsveiflan hér ekki í takt við hagsveifluna í stóru evru-löndunum. Peningamálastefnan á evrusvæðinu miðist þannig við aðrar aðstæður en hér ríki (þetta er gallinn við það sem kallað er á ensku "one-size-fits-all" á stóru sameiginlegu myntsvæði). Hins vegar hefur reynslan sýnt að eftir því sem viðskipti aukast milli landa innan myntsvæðisins eykst samleitni hagsveiflnanna. Stjórnun íslenskra peningamála er að mestu í höndum Seðlabanka Íslands. Helsta hagstjórnartækið sem Seðlabankinn ræður yfir er ákvörðun stýrivaxta. Bankinn hefur það yfirlýsta meginmarkmið að stuðla að stöðugleika í þróun verðlags. Stöðugleiki í þróun gengis er þannig ekki markmiðið, en þetta tvennt - verðbólgan og gengið - er nátengt. Verðbólga er spegilmynd af eigin verðmæti gjaldmiðilsins. Gengishækkanir, sem geta tengst hækkun stýrivaxta, geta komið þungt niður á útflutnings- og samkeppnisgreinum íslensks atvinnulífs. Eins og Jón Sigurðsson seðlabankastjóri benti á í erindi 3. mars síðastliðinn, er í umræðum um vexti og gengi ástæða til að minna á að sitt er hvað nafnvextir og raunvextir, nafngengi krónunnar eða þróun raungengis. Með þeim stjórntækjum sem Seðlabankinn hefur yfir að ráða getur hann lítið gert til jöfnunar gengissveiflna, enda er slík sveiflujöfnun strangt til tekið ekki í verkahring hans. Aðvörunarbjöllur Í áliti sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem heimsótti Ísland í lok október sem leið segir, að vaxandi eftirspurnarþrýstingur og versnandi verðbólguhorfur vegna hans kalli á hert aðhald í peningamálum í komandi tíð. Að reiða sig á skammtímavexti eingöngu til að sporna gegn eftirspurnarþrýstingnum og ná verðbólgumarkmiðinu eykur að sögn sendinefndarmanna líkurnar á hækkun raungengis - ef miklu hærri vextir eru á krónumarkaði en í helstu viðskiptalöndum ýtir það undir innstreymi gjaldeyris sem ýtir gengi krónunnar upp - en þetta muni draga úr samkeppnishæfni og ýta enn frekar undir ójafnvægið í hagkerfinu. Því meira ójafnvægi sem myndist, þeim mun harkalegri gæti aðlögun orðið. Sérstaklega eigi þetta við þegar innflæði fjármagns tengdu stóriðjuframkvæmdunum lýkur, en það gæti leitt til snarprar lækkunar á gengi krónunnar og mikils samdráttar í hagkerfinu. Þetta eru aðvörunarbjöllurnar sem urðu forsætisráðherra tilefni til að vekja máls á því á ársfundi Seðlabankans að Íslendingar skoðuðu möguleikana á upptöku evrunnar. Halldór tók þó fram að hann væri ekki að segja að upptaka evrunnar myndi leysa öll vandamál. Aðspurður bætti hann við, að hann teldi lítt fýsilegt fyrir Ísland að taka evruna upp einhliða; það væri ekki ráðlegt nema með því að ganga í Evrópusambandið, sem væri hins vegar ekki á stefnuskrá sitjandi ríkisstjórnar. Í einhliða upptöku evrunnar fælist í raun ekki mikið meira en að ákveða að fasttengja gengi íslensku krónunnar við evruna. Ísland ætti þá ekki aðild að Seðlabanka Evrópu, ECB, í Frankfurt og vaxtastig hér yrði áfram hærra. Danir fylgja í raun fastgengisstefnu gagnvart evrunni, og sum nýju ESB-aðildarríkjanna gera það einnig nú þegar.
Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira