Lítil stelpa á litlum bíl 1. apríl 2005 00:01 "Ég á svartan Kia Picanto sem ég keypti mér í október á síðasta ári. Þetta er nýi smábíllinn frá Kia og voðalega sætur," segir Alma en það voru margir þættir sem spiluðu inn í val hennar á bílnum. "Hann var búinn að fá mjög gott úr alls kyns erlendum prófunum og könnunum og hann var valinn smábíll ársins hér á Íslandi á síðasta ári. Þannig að þetta er mjög öruggur bíll og það spilaði tvímælalaust stórt hlutverk í þessum kaupum mínum. Hann er líka lítill og penn og eiginlega algjör stelpubíll og auðvitað skipti það líka máli að hann er voðalega flottur. Hann er sjálfskiptur þannig að það er einnig afskaplega gott að keyra hann." Ölmu þykir vissulega vænt um smábílinn sinn en hún gæti samt alveg komist af án hans ef hún ætti annan. "Ég veit alveg að ég er ekki á flottasta bílnum í bænum og mér er alveg sama. Ég legg ekki mikið upp úr því að vera á flottum bíl enda er bíllinn bara til að koma mér á milli staða." "Áður en ég eignaðist þennan smábíl átti ég hvíta Nissan Micru," segir Alma og hlær dátt þegar blaðamaður spyr hana út í ást hennar á smábílum. "Já, ég er voðalega mikið fyrir smábíla enda er ég ekki mjög stór. En ég hef alls ekki mikið vit á bílum og er ekki týpan sem er með alla bílahlutina á hreinu eins og álfelgur og eitthvað í þeim dúr." En á Nylon-dísin sér draumabíl? "Já, það er svartur Lexus. Alltaf þegar ég sé þannig bíl á götunni þá finnst mér hann gjörsamlega geðveikur. Það er eitthvað heillandi við hann. En hann er örugglega fokdýr þannig að það er ekkert á dagskránni hjá mér að festa kaup á honum. Kannski þegar ég verð stærri," segir Alma og hlær, enda Lexus bílar engin smásmíði miðað við smábílana. Bílar Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég á svartan Kia Picanto sem ég keypti mér í október á síðasta ári. Þetta er nýi smábíllinn frá Kia og voðalega sætur," segir Alma en það voru margir þættir sem spiluðu inn í val hennar á bílnum. "Hann var búinn að fá mjög gott úr alls kyns erlendum prófunum og könnunum og hann var valinn smábíll ársins hér á Íslandi á síðasta ári. Þannig að þetta er mjög öruggur bíll og það spilaði tvímælalaust stórt hlutverk í þessum kaupum mínum. Hann er líka lítill og penn og eiginlega algjör stelpubíll og auðvitað skipti það líka máli að hann er voðalega flottur. Hann er sjálfskiptur þannig að það er einnig afskaplega gott að keyra hann." Ölmu þykir vissulega vænt um smábílinn sinn en hún gæti samt alveg komist af án hans ef hún ætti annan. "Ég veit alveg að ég er ekki á flottasta bílnum í bænum og mér er alveg sama. Ég legg ekki mikið upp úr því að vera á flottum bíl enda er bíllinn bara til að koma mér á milli staða." "Áður en ég eignaðist þennan smábíl átti ég hvíta Nissan Micru," segir Alma og hlær dátt þegar blaðamaður spyr hana út í ást hennar á smábílum. "Já, ég er voðalega mikið fyrir smábíla enda er ég ekki mjög stór. En ég hef alls ekki mikið vit á bílum og er ekki týpan sem er með alla bílahlutina á hreinu eins og álfelgur og eitthvað í þeim dúr." En á Nylon-dísin sér draumabíl? "Já, það er svartur Lexus. Alltaf þegar ég sé þannig bíl á götunni þá finnst mér hann gjörsamlega geðveikur. Það er eitthvað heillandi við hann. En hann er örugglega fokdýr þannig að það er ekkert á dagskránni hjá mér að festa kaup á honum. Kannski þegar ég verð stærri," segir Alma og hlær, enda Lexus bílar engin smásmíði miðað við smábílana.
Bílar Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira