Bíll fyrir fagurkera 1. apríl 2005 00:01 Citroën er þekkt fyrir flest annað en að fara troðnar slóðir í hönnun bíla. Hver man ekki eftir gömlu bröggunum sem ekki áttu neina sína líka á götunum eða fínu drossíunum með glussakerfinu sem lyfti bílnum tígulega upp um leið og honum var startað. Þótt Citroën-bílar dagsins í dag skeri sig kannski ekki eins mikið úr og þessir fyrirrennarar eru þetta þó bílar sem tekið er eftir, reyndar ekki síður þegar inn í bílinn er komið. Citroën C4 Saloon er þarna engin undantekning. Þetta er bíll sem sker sig úr þótt útlitið á Coupé bílnum sé raunar enn sérstakara. Sérkenni innréttingarinnar er kannski fyrst og fremst fólgin í staðsetningu mælaborðsins. Fyrir ofan stýrið er eingöngu að finna snúningsmæli, allt annað er í borði fyrir miðju þannig að farþegar hafa að því jafngóðan aðgang og bílstjórinn sjálfur. Af skemmtilegum búnaði í þessum bíl má nefna ljós í mælaborði sem sýna hvort belti eru spennt, líka belti í aftursæti, stýri með fastri miðju og hraðastilli og stillanlegan hraðatakmarkara sem er staðalbúnaður. Bíllinn er ágætlega búinn geymsluhólfum og snögum og sætin eru þægileg. Citroën C4 Saloon er aðgengilegur í allri umgengni og lipur og þægilegur í akstri, ekki síst í innanbæjarakstri þar sem nettleikinn kemur sér vel. Bíllin er búinn öllum helsta öryggisbúnaði. Má þar nefna hemlajöfnun og neyðarhemlunarbúnað og rétt er að geta þess að C4 Saloon fékk hæstu einkunn frá upphafi í sínum stærðarflokki í hinu þekkta öryggisprófi EuroNCAP eða 35 stig. Citroën C4 Saloon er bíll fyrir fagurkera. Þeir sem hafa gaman af frumlegri og fallegir hönnun munu sannarlega njóta þess að setjast inn í þennan bíl. Um leið er C4 ljúfur og skemmmtilegur fjölskyldubíll af minna meðallagi, þægilegur í umgengni bæði fyrir bílstjóra og farþega, lipur í akstri og síðast en ekki síst öruggur.Mynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVA Bílar Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Citroën er þekkt fyrir flest annað en að fara troðnar slóðir í hönnun bíla. Hver man ekki eftir gömlu bröggunum sem ekki áttu neina sína líka á götunum eða fínu drossíunum með glussakerfinu sem lyfti bílnum tígulega upp um leið og honum var startað. Þótt Citroën-bílar dagsins í dag skeri sig kannski ekki eins mikið úr og þessir fyrirrennarar eru þetta þó bílar sem tekið er eftir, reyndar ekki síður þegar inn í bílinn er komið. Citroën C4 Saloon er þarna engin undantekning. Þetta er bíll sem sker sig úr þótt útlitið á Coupé bílnum sé raunar enn sérstakara. Sérkenni innréttingarinnar er kannski fyrst og fremst fólgin í staðsetningu mælaborðsins. Fyrir ofan stýrið er eingöngu að finna snúningsmæli, allt annað er í borði fyrir miðju þannig að farþegar hafa að því jafngóðan aðgang og bílstjórinn sjálfur. Af skemmtilegum búnaði í þessum bíl má nefna ljós í mælaborði sem sýna hvort belti eru spennt, líka belti í aftursæti, stýri með fastri miðju og hraðastilli og stillanlegan hraðatakmarkara sem er staðalbúnaður. Bíllinn er ágætlega búinn geymsluhólfum og snögum og sætin eru þægileg. Citroën C4 Saloon er aðgengilegur í allri umgengni og lipur og þægilegur í akstri, ekki síst í innanbæjarakstri þar sem nettleikinn kemur sér vel. Bíllin er búinn öllum helsta öryggisbúnaði. Má þar nefna hemlajöfnun og neyðarhemlunarbúnað og rétt er að geta þess að C4 Saloon fékk hæstu einkunn frá upphafi í sínum stærðarflokki í hinu þekkta öryggisprófi EuroNCAP eða 35 stig. Citroën C4 Saloon er bíll fyrir fagurkera. Þeir sem hafa gaman af frumlegri og fallegir hönnun munu sannarlega njóta þess að setjast inn í þennan bíl. Um leið er C4 ljúfur og skemmmtilegur fjölskyldubíll af minna meðallagi, þægilegur í umgengni bæði fyrir bílstjóra og farþega, lipur í akstri og síðast en ekki síst öruggur.Mynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVA
Bílar Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira