Bíll nr. 100 seldur á næstu vikum 1. apríl 2005 00:01 Bílaumboðið Askja sem tekið hefur við umboði á Mercedes Benz hefur nú starfað í einn mánuð. "Við erum staðráðin í að veita góða og örugga þjónustu fyrir eigendur Mercdes Benz bifreiða," segir Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri. "Starfsmennirnir hafa verið samtals meira en 100 daga hjá Mercedes Benz í Þýskalandi og hér voru menn frá verksmiðjunum frá janúar og fram að opnun." Undirbúningurinn undir stofnun Öskju hefur staðið hálft annað ár. Askja er systurfélag Heklu, með sömu eigendur en rekstur umboðanna er aðskilinn. Starfsmenn Öskju eru nú 20 talsins. "Reksturinn fer mjög vel af stað. Þegar hafa verið skráðir um 20 fólksbílar það sem af er og nokkrir vinnubílar og á leiðinni eru nokkrir tugir bíla, vinnubílar, fólksbílar, vörubílar og meira að segja einn öskubíll. Við gerum ráð fyrir að selja Mercedes Benz númer 100 núna í apríl eða maí. Við viljum hins vegar líka leggja áherslu á þjónustu okkar, fullkomið viðgerðarverkstæði þar sem boðið er upp á allar almennar viðgerðir, smurþjónustu, hraðþjónustu og bílavarahluti." Meðal þess sem boðið er upp á eru ástandsskoðanir sem hentar til dæmis þeim sem hyggja á kaup á Mercedes Benz bifreiðum. Í apríl og maí verður eigendum Mercedes Benz boðin ókeypis prófun á hemlabúnaði og höggdeyfum alla laugardaga á viðgerðar- og viðhaldsverkstæðinu við Laugaveg. Með þessu gefst eigendum kostur á að bregðast við sé komið að viðhaldi eða viðgerð. Nýr A-Class bíl, sem er smábíllinn frá Mercedes Benz, hefur verið mest áberandi hjá Öskju þennan fyrsta mánuð. Bíllinn kom á þessu ári töluvert breyttur, bæði stærri og kraftmeiri en fyrirrennarinn. "Meðal þess er fram undan má nefna nýjan M-Class sem kynntur verður í sumar. Hann verður í boði með öflugum vélum og miklum búnaði. Í haust kynnum við svo nýjan Mercedes Benz B-Class sem er í stærðarflokknum á milli A og C-Class." Jón Trausti hafði starfað hjá Heklu í sjö ár áður en hann tók við starfi framkvæmdastjóra Öskju. "Þetta er skemmtilegt verkefni. Við erum að koma Mercedes Benz aftur á kortið og höfum fengið frábærar viðtökur. Stefna okkur er að veita fyrsta flokks þjónustu og um leið að bjóða hagstætt verð."Verkstæði Öskju er afar vel búið. Bílar Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Bílaumboðið Askja sem tekið hefur við umboði á Mercedes Benz hefur nú starfað í einn mánuð. "Við erum staðráðin í að veita góða og örugga þjónustu fyrir eigendur Mercdes Benz bifreiða," segir Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri. "Starfsmennirnir hafa verið samtals meira en 100 daga hjá Mercedes Benz í Þýskalandi og hér voru menn frá verksmiðjunum frá janúar og fram að opnun." Undirbúningurinn undir stofnun Öskju hefur staðið hálft annað ár. Askja er systurfélag Heklu, með sömu eigendur en rekstur umboðanna er aðskilinn. Starfsmenn Öskju eru nú 20 talsins. "Reksturinn fer mjög vel af stað. Þegar hafa verið skráðir um 20 fólksbílar það sem af er og nokkrir vinnubílar og á leiðinni eru nokkrir tugir bíla, vinnubílar, fólksbílar, vörubílar og meira að segja einn öskubíll. Við gerum ráð fyrir að selja Mercedes Benz númer 100 núna í apríl eða maí. Við viljum hins vegar líka leggja áherslu á þjónustu okkar, fullkomið viðgerðarverkstæði þar sem boðið er upp á allar almennar viðgerðir, smurþjónustu, hraðþjónustu og bílavarahluti." Meðal þess sem boðið er upp á eru ástandsskoðanir sem hentar til dæmis þeim sem hyggja á kaup á Mercedes Benz bifreiðum. Í apríl og maí verður eigendum Mercedes Benz boðin ókeypis prófun á hemlabúnaði og höggdeyfum alla laugardaga á viðgerðar- og viðhaldsverkstæðinu við Laugaveg. Með þessu gefst eigendum kostur á að bregðast við sé komið að viðhaldi eða viðgerð. Nýr A-Class bíl, sem er smábíllinn frá Mercedes Benz, hefur verið mest áberandi hjá Öskju þennan fyrsta mánuð. Bíllinn kom á þessu ári töluvert breyttur, bæði stærri og kraftmeiri en fyrirrennarinn. "Meðal þess er fram undan má nefna nýjan M-Class sem kynntur verður í sumar. Hann verður í boði með öflugum vélum og miklum búnaði. Í haust kynnum við svo nýjan Mercedes Benz B-Class sem er í stærðarflokknum á milli A og C-Class." Jón Trausti hafði starfað hjá Heklu í sjö ár áður en hann tók við starfi framkvæmdastjóra Öskju. "Þetta er skemmtilegt verkefni. Við erum að koma Mercedes Benz aftur á kortið og höfum fengið frábærar viðtökur. Stefna okkur er að veita fyrsta flokks þjónustu og um leið að bjóða hagstætt verð."Verkstæði Öskju er afar vel búið.
Bílar Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira