Kvenkyns stjórnendur einangraðir 1. apríl 2005 00:01 "Stefnumótunarvinna fór í gang á síðasta ári og við þurfum að skoða hvað hefur áunnist," segir Sigrún. "Félagið var stofnað í fyrra í kjölfar þess að verkefninu Auður í krafti kvenna var lokið, en það var þriggja ára verkefni Nýsköpunarsjóðs. Þátttakendur sjálfir, sérstaklega þeir sem höfðu tekið þátt í Frumkvöðla-Auði, stóðu að stofnun þessa félags, en síðan var félagið opnað öllum konum sem hafa áhuga á stofnun og rekstri eigin fyrirtækja. Áherslan var alltaf á frumkvöðlastarfsemi, en Félag kvenna í atvinnurekstri hefur einblínt á þær konur sem nú þegar eiga fyrirtæki. Það sem mér finnst vanta, sem stjórnandi í fyrirtæki sem ég á ekki sjálf, er vettvangur fyrir konur í stjórnendastöðum og við munum leitast við að þær konur finni vettvang í þessu félagi." Sigrún segir að þar sé mikilvægast hið margumtalaða tengslanet milli kvenna og svo auðvitað líka milli karla og kvenna. "Konur sem hafa komist í stjórnendastöður eru oft einar á báti því þær hafa hvorki átt heima í Auðar-félaginu né í Félagi kvenna í atvinnurekstri." Starfsemi félagsins Auðs er margþætt en innan félagsins er starfandi skemmtinefnd og fræðslunefnd. "Skemmtinefndin er meira til að þjappa hópnum saman í ferð einu sinni til tvisvar á ári, en fræðslunefndin sér um að fá þekkta fyrirlesara á fundi til okkar. Við hittumst einu sinni í mánuði á kaffihúsi og allar konur sem hafa áhuga á þessum málefnum eru velkomnar. Við leggjum þó áherslu á að við erum ekki "saumaklúbbur" heldur á starfið að vera markvisst og leiða til þess að konur verði virkari í atvinnulífinu." Nánari upplýsingar um félagið er að finna á felagid-audur.is. Atvinna Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Stefnumótunarvinna fór í gang á síðasta ári og við þurfum að skoða hvað hefur áunnist," segir Sigrún. "Félagið var stofnað í fyrra í kjölfar þess að verkefninu Auður í krafti kvenna var lokið, en það var þriggja ára verkefni Nýsköpunarsjóðs. Þátttakendur sjálfir, sérstaklega þeir sem höfðu tekið þátt í Frumkvöðla-Auði, stóðu að stofnun þessa félags, en síðan var félagið opnað öllum konum sem hafa áhuga á stofnun og rekstri eigin fyrirtækja. Áherslan var alltaf á frumkvöðlastarfsemi, en Félag kvenna í atvinnurekstri hefur einblínt á þær konur sem nú þegar eiga fyrirtæki. Það sem mér finnst vanta, sem stjórnandi í fyrirtæki sem ég á ekki sjálf, er vettvangur fyrir konur í stjórnendastöðum og við munum leitast við að þær konur finni vettvang í þessu félagi." Sigrún segir að þar sé mikilvægast hið margumtalaða tengslanet milli kvenna og svo auðvitað líka milli karla og kvenna. "Konur sem hafa komist í stjórnendastöður eru oft einar á báti því þær hafa hvorki átt heima í Auðar-félaginu né í Félagi kvenna í atvinnurekstri." Starfsemi félagsins Auðs er margþætt en innan félagsins er starfandi skemmtinefnd og fræðslunefnd. "Skemmtinefndin er meira til að þjappa hópnum saman í ferð einu sinni til tvisvar á ári, en fræðslunefndin sér um að fá þekkta fyrirlesara á fundi til okkar. Við hittumst einu sinni í mánuði á kaffihúsi og allar konur sem hafa áhuga á þessum málefnum eru velkomnar. Við leggjum þó áherslu á að við erum ekki "saumaklúbbur" heldur á starfið að vera markvisst og leiða til þess að konur verði virkari í atvinnulífinu." Nánari upplýsingar um félagið er að finna á felagid-audur.is.
Atvinna Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira