Menning

Of margir undir fátækramörkum

Einn af hverjum sjö Lundúnabúum fær greidd laun sem eru fyrir neðan fátæktarmörk samkvæmt nýrri rannsókn sem sagt er frá á heimasíðu BBC. Bæjarstjóri Lundúna, Ken Livingstone, setti á stokk nefnd árið 2004 sem átti að kanna framfærslukostnað. Laun á fátæktarmörkum eru 5,80 pund á tímann í Lundúnum en til að manneskja getið vel við unað í Lundúnum þarf hún að þéna að minnsta kosti 6,70 pund á tímann. Nýju lágmarkslaunin í landinu eru 5,05 pund sem ganga í gildi í október næstkomandi. Verkalýðsfélög í landinu segja þetta ástand algjört hneyksli þar sem þetta sé höfuðborg fjórðu ríkustu þjóðar í heimi. Nú þurfa þeir sem fá laun undir fátæktarmörkum að treysta á ríkisbætur til að lifa af.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×