Endurbætt Lara Croft 7. apríl 2005 00:01 Eidos fyrirtækið hefur lekið út upplýsingum um nýja Tomb Raider leikinn, þar á meðal nafni hans, persónum, breytingum á áherslum og fleira. Í Lara Croft Tomb Raider: Legend er farið aftur í rætur seríunnar þar sem Lara var að leita að fornmunum í hinum og þessum grafhýsum. “Þegar við vorum að setja stefnuna sem Tomb Raider serían ætti að taka, ákváðum við að skoða hvað það var sem gerði Tomb Raider leikina vinsæla og hvernig við gætum tekið þá hugsun áfram,” segir Chip Blundell, Markaðsstjóri Eidos. “Hver er Lara Croft ? Hvað heldur henni gangandi ? Hvernig passar hún inní leikjaheiminn í dag ? Aðeins þegar við höfðum svarað þessum spurningum gátum við tryggt að upplifunin í næsta leik verði í takt við persónuna sem aðdáendur Löru Croft þekkja.” Fyrir 18 mánuðum síðan, ákváðu framleiðendur leiksins, Crystal Dynamics, að endurskapa Löru Croft. Til að ná því skoðuðu þeir eldri athugasemdir frá aðdáendum, gerðu nýjar kannanir, lásu alla eldri leikjadóma og hlustuðu á margar bónir og skoðanir leikmanna, ásamt því að spila í gegnum alla gömlu leikina. Út frá þessum niðurstöðum og opnum hug fæddist Tomb Raider: Legend. Niðurstaðan er sú að Eidos ætlar að þróa seríuna, en byggja á upphaflegu hugsuninni, sem er spennandi persónusköpun og hasarfull spilun. Crystal Dynamics hefur sett saman stærsta og fjölbreyttasta hóp sem unnið hefur að Tomb Raider leik og ráðið til sín upphaflegan höfund Löru Croft, Toby Gard, til að stýra verkinu. “Jafnvel áður en fyrsti leikurinn var gerður, var mikil áskorun að gera Löru Croft að leikjapersónu, þar sem flestar þeirra voru karlkyns,” segir Gard. “Persónan Lara Croft er hörð af sér og gersamlega óstöðvandi. Í Tomb Raider: Legend, höfum við rannsakað þessa helstu persónu eiginleika og byggt aftur upp þá Löru Croft sem leikmenn þekkja og hafa beðið eftir.” Tomb Raider. Legend endurlífgar hina fimu, gáfuðu og skemmtilegu ævintýrapersónu sem vann hjörtu og hug leikmanna um heim allan. Lara lifnar við með mögnuðum andlitshreyfingum, nýjum hæfileikum og brögðum. Heilt vopnabúr sem inniheldur helstu græjur nútímans á borð við gripkróka, kíki, handsprengjur, vasaljós og samskiptabúnað hefur verið búið til, sem gerir leikmönnum kleift að skoða grafhýsi á glænýjan hátt. Eidos og Crystal Dynamics hafa breytt útliti Löru og hreyfingum til að koma á framfæri nýjum hæfileikum hennar, drifkrafti og persónuleika. Karaktermódel Löru er gríðarlega nákvæmt til að ná að gera hreyfingar hennar sem eðlilegastar, augun hreyfast í takt við það sem er að gerast í umhverfinu og er hún hluti af mjög lifandi umhverfi leiksins. Nýtt stjórkerfi leiksins sér til þess að leikmenn geta stýrt Löru af nákvæmni þar sem hún rannsakar heim leiksins og leysir hin ýmsu verkefni. Tomb Raider: Legend verður gefinn út fyrir PC, PlayStation 2 og Xbox. Frekari upplýsingar um leikinn og útgáfudaga verður að finna á vefsíðunni www.tombraider.com. Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Eidos fyrirtækið hefur lekið út upplýsingum um nýja Tomb Raider leikinn, þar á meðal nafni hans, persónum, breytingum á áherslum og fleira. Í Lara Croft Tomb Raider: Legend er farið aftur í rætur seríunnar þar sem Lara var að leita að fornmunum í hinum og þessum grafhýsum. “Þegar við vorum að setja stefnuna sem Tomb Raider serían ætti að taka, ákváðum við að skoða hvað það var sem gerði Tomb Raider leikina vinsæla og hvernig við gætum tekið þá hugsun áfram,” segir Chip Blundell, Markaðsstjóri Eidos. “Hver er Lara Croft ? Hvað heldur henni gangandi ? Hvernig passar hún inní leikjaheiminn í dag ? Aðeins þegar við höfðum svarað þessum spurningum gátum við tryggt að upplifunin í næsta leik verði í takt við persónuna sem aðdáendur Löru Croft þekkja.” Fyrir 18 mánuðum síðan, ákváðu framleiðendur leiksins, Crystal Dynamics, að endurskapa Löru Croft. Til að ná því skoðuðu þeir eldri athugasemdir frá aðdáendum, gerðu nýjar kannanir, lásu alla eldri leikjadóma og hlustuðu á margar bónir og skoðanir leikmanna, ásamt því að spila í gegnum alla gömlu leikina. Út frá þessum niðurstöðum og opnum hug fæddist Tomb Raider: Legend. Niðurstaðan er sú að Eidos ætlar að þróa seríuna, en byggja á upphaflegu hugsuninni, sem er spennandi persónusköpun og hasarfull spilun. Crystal Dynamics hefur sett saman stærsta og fjölbreyttasta hóp sem unnið hefur að Tomb Raider leik og ráðið til sín upphaflegan höfund Löru Croft, Toby Gard, til að stýra verkinu. “Jafnvel áður en fyrsti leikurinn var gerður, var mikil áskorun að gera Löru Croft að leikjapersónu, þar sem flestar þeirra voru karlkyns,” segir Gard. “Persónan Lara Croft er hörð af sér og gersamlega óstöðvandi. Í Tomb Raider: Legend, höfum við rannsakað þessa helstu persónu eiginleika og byggt aftur upp þá Löru Croft sem leikmenn þekkja og hafa beðið eftir.” Tomb Raider. Legend endurlífgar hina fimu, gáfuðu og skemmtilegu ævintýrapersónu sem vann hjörtu og hug leikmanna um heim allan. Lara lifnar við með mögnuðum andlitshreyfingum, nýjum hæfileikum og brögðum. Heilt vopnabúr sem inniheldur helstu græjur nútímans á borð við gripkróka, kíki, handsprengjur, vasaljós og samskiptabúnað hefur verið búið til, sem gerir leikmönnum kleift að skoða grafhýsi á glænýjan hátt. Eidos og Crystal Dynamics hafa breytt útliti Löru og hreyfingum til að koma á framfæri nýjum hæfileikum hennar, drifkrafti og persónuleika. Karaktermódel Löru er gríðarlega nákvæmt til að ná að gera hreyfingar hennar sem eðlilegastar, augun hreyfast í takt við það sem er að gerast í umhverfinu og er hún hluti af mjög lifandi umhverfi leiksins. Nýtt stjórkerfi leiksins sér til þess að leikmenn geta stýrt Löru af nákvæmni þar sem hún rannsakar heim leiksins og leysir hin ýmsu verkefni. Tomb Raider: Legend verður gefinn út fyrir PC, PlayStation 2 og Xbox. Frekari upplýsingar um leikinn og útgáfudaga verður að finna á vefsíðunni www.tombraider.com.
Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira