Menning

Vaktavinna hefur áhrif á heilsuna

Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, VR, býður upp á klukkutíma hádegisfyrirlestra um þessar mundir þar sem sérfræðingar segja frá nýjum bókum, rannsóknum eða sérþekkingu sinni á hinum ýmsu atriðum sem varða vinnu, vinnuumhverfi og vinnulag. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn næstkomandi fimmtudag, 14. apríl, um vaktavinnu og heilsu. Fjallað verður um áhrif vaktavinnu á líkamlega og andlega heilsu og rætt um þær leiðir sem hægt er að fara til að lágmarka neikvæð áhrif slíks vinnufyrirkomulags. Fyrirlesari er Halla Jónsdóttir, M. Sc. í vinnusálfræði og ráðgjafi hjá IMG Deloitte.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×