Systirin einskonar einkaþjálfari 12. apríl 2005 00:01 "Ég reyni að mæta í ræktina en ég æfi í Hreyfingu. Fyrir áramót var ég voðalega duglegur og mætti fjórum til fimm sinnum í viku. Núna eftir áramót hefur verið meira að gera í skólanum og ræðumennskan byrjaði aftur þannig að ég hef haft minni tíma. Því hefur ræktin fengið að sitja á hakanum, sem mér þykir miður því hreyfing er ekki bara mikilvæg fyrir líkamlega heilsu heldur líka andlega. Nú er mesta álagið liðið hjá þótt ég sé að fara í próf en það er voða gott að mæta í ræktina samfara þeim og hreinsa hugann," segir Björn Bragi. Björn Bragi fer í ræktina til að lyfta og brenna og er svo heppinn að geta átt skemmtilega fjölskyldustund í ræktinni. "Ég og systir mín förum alltaf saman og hún er eiginlega einkaþjálfarinn minn. Hún hefur verið lengi í líkamsrækt og veit sínu viti. Hún hefur kennt mér mjög mikið en ég var alltaf í fótbolta þegar ég var yngri og ekkert að spá í lyftingar eða neitt þannig. Systir mín er eins og ég, mikil félagsvera og hefur alltaf nóg að gera -- þannig að okkar tími er í ræktinni," segir Björn, sem reynir líka aðeins að hugsa um mataræðið. "Þegar ég sökkvi mér mest ofan í líkamsrækt kemur betra mataræði af sjálfu sér en ég er ekki í neinu svakalegu prógrammi. Ég reyni að fá mér skyr og ávexti og grænmeti. En eins og einhver benti mér á má líkamsrækt ekki vera of leiðinleg. Maður verður að leyfa sér eitthvað." Heilsa Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég reyni að mæta í ræktina en ég æfi í Hreyfingu. Fyrir áramót var ég voðalega duglegur og mætti fjórum til fimm sinnum í viku. Núna eftir áramót hefur verið meira að gera í skólanum og ræðumennskan byrjaði aftur þannig að ég hef haft minni tíma. Því hefur ræktin fengið að sitja á hakanum, sem mér þykir miður því hreyfing er ekki bara mikilvæg fyrir líkamlega heilsu heldur líka andlega. Nú er mesta álagið liðið hjá þótt ég sé að fara í próf en það er voða gott að mæta í ræktina samfara þeim og hreinsa hugann," segir Björn Bragi. Björn Bragi fer í ræktina til að lyfta og brenna og er svo heppinn að geta átt skemmtilega fjölskyldustund í ræktinni. "Ég og systir mín förum alltaf saman og hún er eiginlega einkaþjálfarinn minn. Hún hefur verið lengi í líkamsrækt og veit sínu viti. Hún hefur kennt mér mjög mikið en ég var alltaf í fótbolta þegar ég var yngri og ekkert að spá í lyftingar eða neitt þannig. Systir mín er eins og ég, mikil félagsvera og hefur alltaf nóg að gera -- þannig að okkar tími er í ræktinni," segir Björn, sem reynir líka aðeins að hugsa um mataræðið. "Þegar ég sökkvi mér mest ofan í líkamsrækt kemur betra mataræði af sjálfu sér en ég er ekki í neinu svakalegu prógrammi. Ég reyni að fá mér skyr og ávexti og grænmeti. En eins og einhver benti mér á má líkamsrækt ekki vera of leiðinleg. Maður verður að leyfa sér eitthvað."
Heilsa Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira