Ekkert land eins flott í laginu 13. apríl 2005 00:01 "Ég sá keppnina auglýsta í Fréttablaðinu og DV og fannst þetta sniðugt. Verðlaunin voru líka það freistandi að það var þess virði að eyða smátíma í að láta sér detta eitthvað í hug. Hugmyndin fæddist á Reykjanesbrautinni, eins og flestar textahugmyndir fyrir hljómsveitina mína, Breiðbandið, en ég bý við þann lúxus að keyra brautina á hverjum degi og nota tímann til að láta hugann reika. Það var lítið mál að koma þessu á blað með góðri hjálp banjóleikara Breiðbandsins, Magga Sig, og kann ég honum bestu þakkir fyrir," segir Rúnar en Ísland er í aðalhlutverki á bolnum. Rúnar hefur líka búið til armbandsúr með eyjunni okkar sagaða út í verkið en Ísland er Rúnari ansi kært. "Eftir að hafa búið erlendis hef ég lært að meta landið okkar mun betur. Svo er ég á því að það er ekkert land í heimi eins flott í laginu og einstök lögun Vestfjarða setur glæsilegan svip á Ísland. Það má segja að hönnunin á úraskífunni hafi verið í undimeðvitundinni þegar ég fór að hugsa um bolinn. Ég notaði Ísland mikið við að skreyta úr og klukkur í skólanum út í Danmörku og var orðinn vanur að saga út útlínur landsins. Það má segja að ég hafi ferðast marga hringi í kringum landið með söginni en ég á ennþá eftir að fara hringinn akandi. Bekkjafélagar mínir eiga líka sinn þátt í þessu, því þeir voru alltaf að mana mig í að saga minna og minna ísland. Ég byrjaði á að saga Ísland sem var um það bil sex sentímetrar í þvermál og endaði með að saga út Ísland sem er um níu millímetrar í þvermál og er inni í úri." En ætlar Rúnar ekki að leggja hönnunina fyrir sig, leggja úrsmíði á hilluna og stofna fataverslun -- kannski inn í Úr að ofan? "Nei það er engin hætta á því. Það eru meiri líkur á því að ég gauki einhverjum hugmyndum að þeim sem eru í framleiðslu og sölu á bolum. Það eru góðar bolabúðir hér í næsta nágrenni við mig á Laugaveginum, Dogma og Ósóma, og ætla ég mér ekkert í samkeppni við þessa vini mína," segir Rúnar en vinningsbolurinn fer í framleiðslu um næstu mánaðarmót. "Ég vona bara að bolurinn verði seldur sem víðast og að ég eigi eftir að sjá fólk á gangi á Laugaveginum í minni hönnun og í raun hvar sem er," segir Rúnar sem vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Henson og styrktaraðilum keppninnar; Tæknival og Iceland Express. Úrsmiður, skemmtikraftur, hönnuður, hvað er næst? "Góð spurning, ætli ég slái þessu ekki bara uppí kæruleysi og fari á þing. Mér skilst að það sé þægileg innivinna." Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
"Ég sá keppnina auglýsta í Fréttablaðinu og DV og fannst þetta sniðugt. Verðlaunin voru líka það freistandi að það var þess virði að eyða smátíma í að láta sér detta eitthvað í hug. Hugmyndin fæddist á Reykjanesbrautinni, eins og flestar textahugmyndir fyrir hljómsveitina mína, Breiðbandið, en ég bý við þann lúxus að keyra brautina á hverjum degi og nota tímann til að láta hugann reika. Það var lítið mál að koma þessu á blað með góðri hjálp banjóleikara Breiðbandsins, Magga Sig, og kann ég honum bestu þakkir fyrir," segir Rúnar en Ísland er í aðalhlutverki á bolnum. Rúnar hefur líka búið til armbandsúr með eyjunni okkar sagaða út í verkið en Ísland er Rúnari ansi kært. "Eftir að hafa búið erlendis hef ég lært að meta landið okkar mun betur. Svo er ég á því að það er ekkert land í heimi eins flott í laginu og einstök lögun Vestfjarða setur glæsilegan svip á Ísland. Það má segja að hönnunin á úraskífunni hafi verið í undimeðvitundinni þegar ég fór að hugsa um bolinn. Ég notaði Ísland mikið við að skreyta úr og klukkur í skólanum út í Danmörku og var orðinn vanur að saga út útlínur landsins. Það má segja að ég hafi ferðast marga hringi í kringum landið með söginni en ég á ennþá eftir að fara hringinn akandi. Bekkjafélagar mínir eiga líka sinn þátt í þessu, því þeir voru alltaf að mana mig í að saga minna og minna ísland. Ég byrjaði á að saga Ísland sem var um það bil sex sentímetrar í þvermál og endaði með að saga út Ísland sem er um níu millímetrar í þvermál og er inni í úri." En ætlar Rúnar ekki að leggja hönnunina fyrir sig, leggja úrsmíði á hilluna og stofna fataverslun -- kannski inn í Úr að ofan? "Nei það er engin hætta á því. Það eru meiri líkur á því að ég gauki einhverjum hugmyndum að þeim sem eru í framleiðslu og sölu á bolum. Það eru góðar bolabúðir hér í næsta nágrenni við mig á Laugaveginum, Dogma og Ósóma, og ætla ég mér ekkert í samkeppni við þessa vini mína," segir Rúnar en vinningsbolurinn fer í framleiðslu um næstu mánaðarmót. "Ég vona bara að bolurinn verði seldur sem víðast og að ég eigi eftir að sjá fólk á gangi á Laugaveginum í minni hönnun og í raun hvar sem er," segir Rúnar sem vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Henson og styrktaraðilum keppninnar; Tæknival og Iceland Express. Úrsmiður, skemmtikraftur, hönnuður, hvað er næst? "Góð spurning, ætli ég slái þessu ekki bara uppí kæruleysi og fari á þing. Mér skilst að það sé þægileg innivinna."
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira