Ný verslun með leðurfatnað 13. apríl 2005 00:01 Nýlega var opnuð á Laugavegi 66 verslunin Mona, en eigendur hennar eru fjórar íslenskar konur og ein frá Serbíu, Gordana Ristic, sem kom til Íslands sem flóttamaður fyrir fimm árum og hefur búið á Íslandi síðan með eiginmanni og tveimur dætrum. Það var Gordana sem kynnti tískufyrirtækið Monu fyrir hinum eigendunum en Mona var stofnað árið 1989 í Belgrad í fyrrum Júgóslavíu. Helstu framleiðsluvörur eru fatnaður og töskur úr sérvöldu leðri frá Ítalíu. Fyrirtækið framleiðir einnig fatnað úr öðrum efnum. "Starfsmenn Monu eru um 500 talsins og vörur fyrirtækisins eru seldar í fjörutíu Mona-verslunum í Serbíu & Svartfjallalandi, Bosníu-Hersegóvínu, Króatíu, Rússlandi, Tékklandi, Þýskalandi - og nú á Íslandi," segir Unnur Ágústsdóttir, einn eigenda verslunarinnar. "Mona tekur líka þátt í tískusýningum í París, Róm og Mílanó en helstu einkenni hönnunar Monu eru blöndun menningarlegs arfs og nútímastrauma í hönnun tískufatnaðar. Markmiðið er að bjóða upp á vandaðan fatnað og fallega og óvenjulega fylgihluti og við erum vissar um að þessar vörur uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina," segir Unnur. „Við erum með fatnað bæði á konur og karla og sérstaðan felst í miklum gæðum efnisins og hönnuninni." Verslunin er hönnuð af Sigríði Elfu Sigurðardóttur en innréttingar eru úr smíðajárni og gleri og lýsing að hluta skreytt með ull. Tjöldin fyrir búningsklefunum eru einnig sérhönnuð og saumuð af Sigríði og Guðmundu Kristinsdóttur. Í versluninni eru einnig til sölu vörur eftir íslenska hönnuði, en þeir eru SESdesign, Dýrfinna Traustadóttur, AGLA og Snúlla-design. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Nýlega var opnuð á Laugavegi 66 verslunin Mona, en eigendur hennar eru fjórar íslenskar konur og ein frá Serbíu, Gordana Ristic, sem kom til Íslands sem flóttamaður fyrir fimm árum og hefur búið á Íslandi síðan með eiginmanni og tveimur dætrum. Það var Gordana sem kynnti tískufyrirtækið Monu fyrir hinum eigendunum en Mona var stofnað árið 1989 í Belgrad í fyrrum Júgóslavíu. Helstu framleiðsluvörur eru fatnaður og töskur úr sérvöldu leðri frá Ítalíu. Fyrirtækið framleiðir einnig fatnað úr öðrum efnum. "Starfsmenn Monu eru um 500 talsins og vörur fyrirtækisins eru seldar í fjörutíu Mona-verslunum í Serbíu & Svartfjallalandi, Bosníu-Hersegóvínu, Króatíu, Rússlandi, Tékklandi, Þýskalandi - og nú á Íslandi," segir Unnur Ágústsdóttir, einn eigenda verslunarinnar. "Mona tekur líka þátt í tískusýningum í París, Róm og Mílanó en helstu einkenni hönnunar Monu eru blöndun menningarlegs arfs og nútímastrauma í hönnun tískufatnaðar. Markmiðið er að bjóða upp á vandaðan fatnað og fallega og óvenjulega fylgihluti og við erum vissar um að þessar vörur uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina," segir Unnur. „Við erum með fatnað bæði á konur og karla og sérstaðan felst í miklum gæðum efnisins og hönnuninni." Verslunin er hönnuð af Sigríði Elfu Sigurðardóttur en innréttingar eru úr smíðajárni og gleri og lýsing að hluta skreytt með ull. Tjöldin fyrir búningsklefunum eru einnig sérhönnuð og saumuð af Sigríði og Guðmundu Kristinsdóttur. Í versluninni eru einnig til sölu vörur eftir íslenska hönnuði, en þeir eru SESdesign, Dýrfinna Traustadóttur, AGLA og Snúlla-design.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira