Ný verslun með leðurfatnað 13. apríl 2005 00:01 Nýlega var opnuð á Laugavegi 66 verslunin Mona, en eigendur hennar eru fjórar íslenskar konur og ein frá Serbíu, Gordana Ristic, sem kom til Íslands sem flóttamaður fyrir fimm árum og hefur búið á Íslandi síðan með eiginmanni og tveimur dætrum. Það var Gordana sem kynnti tískufyrirtækið Monu fyrir hinum eigendunum en Mona var stofnað árið 1989 í Belgrad í fyrrum Júgóslavíu. Helstu framleiðsluvörur eru fatnaður og töskur úr sérvöldu leðri frá Ítalíu. Fyrirtækið framleiðir einnig fatnað úr öðrum efnum. "Starfsmenn Monu eru um 500 talsins og vörur fyrirtækisins eru seldar í fjörutíu Mona-verslunum í Serbíu & Svartfjallalandi, Bosníu-Hersegóvínu, Króatíu, Rússlandi, Tékklandi, Þýskalandi - og nú á Íslandi," segir Unnur Ágústsdóttir, einn eigenda verslunarinnar. "Mona tekur líka þátt í tískusýningum í París, Róm og Mílanó en helstu einkenni hönnunar Monu eru blöndun menningarlegs arfs og nútímastrauma í hönnun tískufatnaðar. Markmiðið er að bjóða upp á vandaðan fatnað og fallega og óvenjulega fylgihluti og við erum vissar um að þessar vörur uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina," segir Unnur. „Við erum með fatnað bæði á konur og karla og sérstaðan felst í miklum gæðum efnisins og hönnuninni." Verslunin er hönnuð af Sigríði Elfu Sigurðardóttur en innréttingar eru úr smíðajárni og gleri og lýsing að hluta skreytt með ull. Tjöldin fyrir búningsklefunum eru einnig sérhönnuð og saumuð af Sigríði og Guðmundu Kristinsdóttur. Í versluninni eru einnig til sölu vörur eftir íslenska hönnuði, en þeir eru SESdesign, Dýrfinna Traustadóttur, AGLA og Snúlla-design. Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Nýlega var opnuð á Laugavegi 66 verslunin Mona, en eigendur hennar eru fjórar íslenskar konur og ein frá Serbíu, Gordana Ristic, sem kom til Íslands sem flóttamaður fyrir fimm árum og hefur búið á Íslandi síðan með eiginmanni og tveimur dætrum. Það var Gordana sem kynnti tískufyrirtækið Monu fyrir hinum eigendunum en Mona var stofnað árið 1989 í Belgrad í fyrrum Júgóslavíu. Helstu framleiðsluvörur eru fatnaður og töskur úr sérvöldu leðri frá Ítalíu. Fyrirtækið framleiðir einnig fatnað úr öðrum efnum. "Starfsmenn Monu eru um 500 talsins og vörur fyrirtækisins eru seldar í fjörutíu Mona-verslunum í Serbíu & Svartfjallalandi, Bosníu-Hersegóvínu, Króatíu, Rússlandi, Tékklandi, Þýskalandi - og nú á Íslandi," segir Unnur Ágústsdóttir, einn eigenda verslunarinnar. "Mona tekur líka þátt í tískusýningum í París, Róm og Mílanó en helstu einkenni hönnunar Monu eru blöndun menningarlegs arfs og nútímastrauma í hönnun tískufatnaðar. Markmiðið er að bjóða upp á vandaðan fatnað og fallega og óvenjulega fylgihluti og við erum vissar um að þessar vörur uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina," segir Unnur. „Við erum með fatnað bæði á konur og karla og sérstaðan felst í miklum gæðum efnisins og hönnuninni." Verslunin er hönnuð af Sigríði Elfu Sigurðardóttur en innréttingar eru úr smíðajárni og gleri og lýsing að hluta skreytt með ull. Tjöldin fyrir búningsklefunum eru einnig sérhönnuð og saumuð af Sigríði og Guðmundu Kristinsdóttur. Í versluninni eru einnig til sölu vörur eftir íslenska hönnuði, en þeir eru SESdesign, Dýrfinna Traustadóttur, AGLA og Snúlla-design.
Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira