Snaggaralegur í borgarumferðinni 15. apríl 2005 00:01 Nýr Mercedes-Benz A-Class hefur stækkað talsvert frá fyrirrennaranum. Því er hér á ferðinni afar rúmgóður bíll að innan þótt hann sé nettur á velli. Pláss fyrir ökumann og framsætisfarþega er yfirdrifið og aftur í er líka nóg pláss fyrir fætur fullorðinna þótt framsætin séu í góðri stöðu fyrir þá sem þau verma. Reynsluekið var fimm dyra beinskiptum A150-bíl sem er með 95 hestafla 1.500 vél og reyndist hann einstaklega lipur og skemmtilegur. Hann liggur vel á vegi og í raun er alls engin smábílatilfinning yfir því að aka honum, fyrir utan auðvitað þægindin sem felast í að vera á nettum bíl í innanbæjarakstri. Aflið í bílnum var einnig ágætt. Einn kostur bílsins er hversu hátt er setið í honum. Útsýni verður því gott og stórir gluggar gera það að verkum að birtan er góð í bílnum, jafnvel þótt hann sé ekki með gler í toppnum. Ýmsir hlutir eru til þæginda í bílnum, svo sem stillingar fyrir útvarp í stýri og ágæt geymsluhólf. Eins og gefur að skilja er farangursrýmið ekki mjög stórt í bílnum. Ef aðeins tveir eru á ferð má hins vegar leggja niður aftursætin, sem jafnast þá við gólfhæð, og fá prýðilegt farangursrými. Bíllinn getur því verið ágætur ferðabíll fyrir tvo. Afturhlerinn opnast líka vel, þannig að gott er að ganga um farangursrýmið. Til að auka enn frekar flutningsgetuna má svo leggja fram farþegasætið við hlið bílstjórasætisins. Öryggisbúnaður bílsins er einnig góður. Hann er búinn ESP-stöðugleikastýringu, svo einhvers sé getið, og athygli vekur að við högg framan á bílinn dettur vélin niður í rými undir gólfi bílsins í stað þess að þrýstast inn í bílinn. Þegar nýja A-Class bílnum er ekið finnur maður fyrir því að vera að aka hágæðabíl. Og verðið er auðvitað í hærri kantinum miðað við stærð bílsins en þó alls ekki í skýjunum. Bílar Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Nýr Mercedes-Benz A-Class hefur stækkað talsvert frá fyrirrennaranum. Því er hér á ferðinni afar rúmgóður bíll að innan þótt hann sé nettur á velli. Pláss fyrir ökumann og framsætisfarþega er yfirdrifið og aftur í er líka nóg pláss fyrir fætur fullorðinna þótt framsætin séu í góðri stöðu fyrir þá sem þau verma. Reynsluekið var fimm dyra beinskiptum A150-bíl sem er með 95 hestafla 1.500 vél og reyndist hann einstaklega lipur og skemmtilegur. Hann liggur vel á vegi og í raun er alls engin smábílatilfinning yfir því að aka honum, fyrir utan auðvitað þægindin sem felast í að vera á nettum bíl í innanbæjarakstri. Aflið í bílnum var einnig ágætt. Einn kostur bílsins er hversu hátt er setið í honum. Útsýni verður því gott og stórir gluggar gera það að verkum að birtan er góð í bílnum, jafnvel þótt hann sé ekki með gler í toppnum. Ýmsir hlutir eru til þæginda í bílnum, svo sem stillingar fyrir útvarp í stýri og ágæt geymsluhólf. Eins og gefur að skilja er farangursrýmið ekki mjög stórt í bílnum. Ef aðeins tveir eru á ferð má hins vegar leggja niður aftursætin, sem jafnast þá við gólfhæð, og fá prýðilegt farangursrými. Bíllinn getur því verið ágætur ferðabíll fyrir tvo. Afturhlerinn opnast líka vel, þannig að gott er að ganga um farangursrýmið. Til að auka enn frekar flutningsgetuna má svo leggja fram farþegasætið við hlið bílstjórasætisins. Öryggisbúnaður bílsins er einnig góður. Hann er búinn ESP-stöðugleikastýringu, svo einhvers sé getið, og athygli vekur að við högg framan á bílinn dettur vélin niður í rými undir gólfi bílsins í stað þess að þrýstast inn í bílinn. Þegar nýja A-Class bílnum er ekið finnur maður fyrir því að vera að aka hágæðabíl. Og verðið er auðvitað í hærri kantinum miðað við stærð bílsins en þó alls ekki í skýjunum.
Bílar Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira