Flestir brúa bilið með bílaláni 15. apríl 2005 00:01 "Mjög mikil aukning hefur verið í bílalánum, rekstraleigu og einkaleigu á síðstu árum," segir Björgvin Harðarson, eigandi og sölumaður hjá Bílasölu Íslands. Hann segir lánakjör á bílum í dag hafa breyst mikið, hægt sé orðið að fá 100% lán á eldri bílum og margir farnir að nýta sér það. "Ég tel það góða þróun því fólk er farið að horfa frekar á bíla á því verði sem það ræður við í stað þess að íþyngja sér með greiðslubyrði af nýjum bíl," segir Björgvin. Hann segir að flestir bílar í dag séu keyptir á bílalánum en bílar í ódýrasta verðflokknum á bilinu 100 til 300 þúsund séu alltaf staðgreiddir og það sé fín sala í þeim auk þess fólk sem er 40 ára og eldra borgi bílana án þess að taka lán. "Viss hluti fólks vill aka um á nýjum bíl og skiptir reglulega með því að setja eldri bílinn upp í og greiða mismuninn," segir Björgvin. "Margir sem kaupa bílana á lánum eru fyrst og fremst að horfa í upphæð mánaðarlegra afborgana og kaupa því jafnvel dýrari bíl og nýlegan svo hægt sé að fá lengra lán," segir Björgvin, en eftir því sem bílarnir eru eldri er lánað út á þá í styttri tíma. Helga Guðrún Jónasdóttir, kynningarstjóri hjá B&L, tekur að nokkru leyti undir orð Björgvins. "Á fyrstu þremur mánuðum ársins voru hlutföllin þannig að helmingur þeirra sem keyptu bíla hjá okkur staðgreiddi þá eða greiddi með hefðbundnum bankalánum," segir Helga Guðrún. Hún segir fátítt að bíll sé staðgreiddur en eins sé það fátítt að bíll sé tekinn á 100% láni. "Langflestir kaupa bílana sína með því að setja þann eldri upp í, borga hluta og taka afganginn á hefðbundu bílaláni," segir Helga Guðrún. Hún segir að helst sé aukningin í bílasamningum, sem er nýjung á markaðinum. Með slíkum samningi er hægt að taka lán sem nemur 80% af verði bílsins án þinglýsingarkostnaðar en lánveitandi er skráður eigandi bifreiðarinnar þangað til lánið er uppgreitt. "Ástæðan fyrir vinsældum bílasamninganna er líklega sú að þeir þykja hagstæðir, hægt er að áframselja bílinn með bílasamninginn áhvílandi og fólk getur stýrt mánaðarlegu greiðslunni nokkuð með innborgunarhlutfalli," segir Helga Guðrún Bílar Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
"Mjög mikil aukning hefur verið í bílalánum, rekstraleigu og einkaleigu á síðstu árum," segir Björgvin Harðarson, eigandi og sölumaður hjá Bílasölu Íslands. Hann segir lánakjör á bílum í dag hafa breyst mikið, hægt sé orðið að fá 100% lán á eldri bílum og margir farnir að nýta sér það. "Ég tel það góða þróun því fólk er farið að horfa frekar á bíla á því verði sem það ræður við í stað þess að íþyngja sér með greiðslubyrði af nýjum bíl," segir Björgvin. Hann segir að flestir bílar í dag séu keyptir á bílalánum en bílar í ódýrasta verðflokknum á bilinu 100 til 300 þúsund séu alltaf staðgreiddir og það sé fín sala í þeim auk þess fólk sem er 40 ára og eldra borgi bílana án þess að taka lán. "Viss hluti fólks vill aka um á nýjum bíl og skiptir reglulega með því að setja eldri bílinn upp í og greiða mismuninn," segir Björgvin. "Margir sem kaupa bílana á lánum eru fyrst og fremst að horfa í upphæð mánaðarlegra afborgana og kaupa því jafnvel dýrari bíl og nýlegan svo hægt sé að fá lengra lán," segir Björgvin, en eftir því sem bílarnir eru eldri er lánað út á þá í styttri tíma. Helga Guðrún Jónasdóttir, kynningarstjóri hjá B&L, tekur að nokkru leyti undir orð Björgvins. "Á fyrstu þremur mánuðum ársins voru hlutföllin þannig að helmingur þeirra sem keyptu bíla hjá okkur staðgreiddi þá eða greiddi með hefðbundnum bankalánum," segir Helga Guðrún. Hún segir fátítt að bíll sé staðgreiddur en eins sé það fátítt að bíll sé tekinn á 100% láni. "Langflestir kaupa bílana sína með því að setja þann eldri upp í, borga hluta og taka afganginn á hefðbundu bílaláni," segir Helga Guðrún. Hún segir að helst sé aukningin í bílasamningum, sem er nýjung á markaðinum. Með slíkum samningi er hægt að taka lán sem nemur 80% af verði bílsins án þinglýsingarkostnaðar en lánveitandi er skráður eigandi bifreiðarinnar þangað til lánið er uppgreitt. "Ástæðan fyrir vinsældum bílasamninganna er líklega sú að þeir þykja hagstæðir, hægt er að áframselja bílinn með bílasamninginn áhvílandi og fólk getur stýrt mánaðarlegu greiðslunni nokkuð með innborgunarhlutfalli," segir Helga Guðrún
Bílar Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira