Ráðhúsið hefur sín leynivopn 19. apríl 2005 00:01 Ólöf Ingólfsdóttir danshöfundur á ekki erfitt með að nefna falleg hús í miðbæ Reykjavíkur. "Það eru mörg flott hús í miðbænum þar sem ég bý, til dæmis Borgarbókasafnið og Fríkirkjuvegur 11. En það hús sem kom fyrst upp í hugann þegar ég var beðin um að nefna uppáhaldshús er Ráðhúsið við tjörnina. Ekki endilega af því að það sé allt svo fallegt við þetta hús heldur eru ákveðnir hlutir við það sem mér finnst mjög skemmtilegir og þá kannski frekar utan á húsinu en inni í því. Til dæmis staðsetningin. Það að húsið sé byggt út í vatnið gefur kost á brúnni, sem mér finnst alveg æðislegt að ganga yfir og fylgjast með vatninu og fuglunum undir. Handriðið á brúnni er skemmtilega formað og fer svo vel í hendi. Ef maður er heppinn slást snúrurnar á flaggstöngunum mishratt í rokinu og þá fær maður lítið tónverk í leiðinni." Ólöf segir Ráðhúsið hafa sín leynivopn og bendir á fleiri. "Eitt annað sem er skemmtilegt er ljósin í tjörninni sem lýsa upp húsið í gegnum vatnið. Þá kemur gárumunstur á húsið og ég hef tekið eftir því að stundum sitja endur á ljósunum, einkum á veturna. Kannski eru þær að hlýja sér á tánum. Svo er það líka mosinn utan á húsinu Vonarstrætismegin og vatnið sem seytlar niður hann. Upplifun mín af húsinu er mjög tengd vatninu, maður gengur yfir vatnið, sér ljósið í gegnum vatnið og svo er það mosinn sem er þarna út af þessu vatni." Ólöf hefur einu sinni dansað inni í Ráðhúsinu og einu sinni fyrir utan það, á tjörninni miðri. Á sumardaginn fyrsta dansar hún hins vegar í Borgarleikhúsinu. "Dansleikhúsið frumsýnir þá fjögur ný íslensk verk og eitt þeirra er eftir mig. Það heitir Hetkinen - minningarbrot frá Finnlandi en Hetkinen þýðir augnablik á finnsku. Verkið er samið út frá ýmsum minningarbrotum en ég hef oft dvalið í Finnlandi í lengri eða skemmri tíma." Dansverkið Augnablik í Ráðhúsinu virðist samt líka vera í burðarliðnum... Hús og heimili Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Ólöf Ingólfsdóttir danshöfundur á ekki erfitt með að nefna falleg hús í miðbæ Reykjavíkur. "Það eru mörg flott hús í miðbænum þar sem ég bý, til dæmis Borgarbókasafnið og Fríkirkjuvegur 11. En það hús sem kom fyrst upp í hugann þegar ég var beðin um að nefna uppáhaldshús er Ráðhúsið við tjörnina. Ekki endilega af því að það sé allt svo fallegt við þetta hús heldur eru ákveðnir hlutir við það sem mér finnst mjög skemmtilegir og þá kannski frekar utan á húsinu en inni í því. Til dæmis staðsetningin. Það að húsið sé byggt út í vatnið gefur kost á brúnni, sem mér finnst alveg æðislegt að ganga yfir og fylgjast með vatninu og fuglunum undir. Handriðið á brúnni er skemmtilega formað og fer svo vel í hendi. Ef maður er heppinn slást snúrurnar á flaggstöngunum mishratt í rokinu og þá fær maður lítið tónverk í leiðinni." Ólöf segir Ráðhúsið hafa sín leynivopn og bendir á fleiri. "Eitt annað sem er skemmtilegt er ljósin í tjörninni sem lýsa upp húsið í gegnum vatnið. Þá kemur gárumunstur á húsið og ég hef tekið eftir því að stundum sitja endur á ljósunum, einkum á veturna. Kannski eru þær að hlýja sér á tánum. Svo er það líka mosinn utan á húsinu Vonarstrætismegin og vatnið sem seytlar niður hann. Upplifun mín af húsinu er mjög tengd vatninu, maður gengur yfir vatnið, sér ljósið í gegnum vatnið og svo er það mosinn sem er þarna út af þessu vatni." Ólöf hefur einu sinni dansað inni í Ráðhúsinu og einu sinni fyrir utan það, á tjörninni miðri. Á sumardaginn fyrsta dansar hún hins vegar í Borgarleikhúsinu. "Dansleikhúsið frumsýnir þá fjögur ný íslensk verk og eitt þeirra er eftir mig. Það heitir Hetkinen - minningarbrot frá Finnlandi en Hetkinen þýðir augnablik á finnsku. Verkið er samið út frá ýmsum minningarbrotum en ég hef oft dvalið í Finnlandi í lengri eða skemmri tíma." Dansverkið Augnablik í Ráðhúsinu virðist samt líka vera í burðarliðnum...
Hús og heimili Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira