Best að fara upp á fjall 19. apríl 2005 00:01 "Ég er sek -- ég er óneitanlega svokallað heilsufrík," er það fyrsta sem Ragnhildur segir við blaðakonu er hún forvitnast um hvernig hún heldur sér í formi. Brátt kemur á daginn að Ragnhildur er algjör orkubolti. "Ég er fyrrum langhlaupari. Ég bjó lengi í Ameríku og keppti fyrir San Francisco State University háskólann frá 1994 til 1998 á meðan ég var að læra stjórnmálafræði. Ég keppti í 1500 metra, 800 metra og upp í 3000 metra hlaupi en í víðavangshlaupi hljóp ég fimm til tíu kílómetra hlaup," segir Ragnhildur sem fer líka um það bil fimm sinnum í viku í ræktina. "Ég hleyp ennþá en keppi ekki. Fyrir mér er hreyfing bráðnauðsynleg og órjúfanlegur partur af mínum lífsstíl. Mér líður svo vel þegar ég er að æfa og hreyfa mig." Það nægir Ragnhildi ekki að hlaupa og lyfta í ræktinni heldur fer hún líka reglulega í sund og elskar að fara upp um fjöll og firnindi. "Það besta sem ég geri er að fara á fjöll. Það er ekkert betra," segir hún og flissar, enda eitilhress þegar blaðakona hittir á hana. "Ég er í mjög góðum gír þessa dagana, meðal annars vegna þess að ég fer líka reglulega til höfuðbeina- og spjaldhryggs-þerapista og vinn í líkamanum. Þetta tekur á gömlum hlaupameiðslum og langvarandi líkamsstreitu." "Ég hugsa líka um mataræðið og ég er mikil grænmetiskerling. Ég borða hvorki mjólkurvörur né sykur. Reyndar er ég með mjólkuróþol," segir Ragnhildur og hlær. "Ég ólst upp í Kaliforníu og bjó þar í átján ár meira eða minna. Þar vandist ég ekki á að borða kjöt og kartöflur með rjómasósu. Ég kann ekkert á þann mat og hann umturnast í maganum á mér. Ég er rosalega mikið fyrir salöt, grænmeti og asískan mat. Allt sem er létt í maga." Ragnhildur var að kenna box í hitteðfyrra en ætlar, ótrúlegt en satt, að sleppa því í ár. "Mér líður lang best ómálaðri og í jogginggalla. Líkamsrækt er það sem ég geri til að rækta sjálfa mig. Ég viðurkenni það alveg að ég er ofvirk og hreyfing er heilbrigð útrás fyrir ofvirkni." Heilsa Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég er sek -- ég er óneitanlega svokallað heilsufrík," er það fyrsta sem Ragnhildur segir við blaðakonu er hún forvitnast um hvernig hún heldur sér í formi. Brátt kemur á daginn að Ragnhildur er algjör orkubolti. "Ég er fyrrum langhlaupari. Ég bjó lengi í Ameríku og keppti fyrir San Francisco State University háskólann frá 1994 til 1998 á meðan ég var að læra stjórnmálafræði. Ég keppti í 1500 metra, 800 metra og upp í 3000 metra hlaupi en í víðavangshlaupi hljóp ég fimm til tíu kílómetra hlaup," segir Ragnhildur sem fer líka um það bil fimm sinnum í viku í ræktina. "Ég hleyp ennþá en keppi ekki. Fyrir mér er hreyfing bráðnauðsynleg og órjúfanlegur partur af mínum lífsstíl. Mér líður svo vel þegar ég er að æfa og hreyfa mig." Það nægir Ragnhildi ekki að hlaupa og lyfta í ræktinni heldur fer hún líka reglulega í sund og elskar að fara upp um fjöll og firnindi. "Það besta sem ég geri er að fara á fjöll. Það er ekkert betra," segir hún og flissar, enda eitilhress þegar blaðakona hittir á hana. "Ég er í mjög góðum gír þessa dagana, meðal annars vegna þess að ég fer líka reglulega til höfuðbeina- og spjaldhryggs-þerapista og vinn í líkamanum. Þetta tekur á gömlum hlaupameiðslum og langvarandi líkamsstreitu." "Ég hugsa líka um mataræðið og ég er mikil grænmetiskerling. Ég borða hvorki mjólkurvörur né sykur. Reyndar er ég með mjólkuróþol," segir Ragnhildur og hlær. "Ég ólst upp í Kaliforníu og bjó þar í átján ár meira eða minna. Þar vandist ég ekki á að borða kjöt og kartöflur með rjómasósu. Ég kann ekkert á þann mat og hann umturnast í maganum á mér. Ég er rosalega mikið fyrir salöt, grænmeti og asískan mat. Allt sem er létt í maga." Ragnhildur var að kenna box í hitteðfyrra en ætlar, ótrúlegt en satt, að sleppa því í ár. "Mér líður lang best ómálaðri og í jogginggalla. Líkamsrækt er það sem ég geri til að rækta sjálfa mig. Ég viðurkenni það alveg að ég er ofvirk og hreyfing er heilbrigð útrás fyrir ofvirkni."
Heilsa Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira