Rússar minnast stríðslokanna 19. apríl 2005 00:01 Rússnesk stjórnvöld undirbúa nú mikil hátíðarhöld í tilefni af því að í næsta mánuði eru liðin 60 ár frá því að síðari heimsstyrjöldinni lauk. Þessi hátíðarhöld teygja anga sína til Íslands því á mánudag heiðraði rússneski sendiherrann hér Alexander Rannikh tvo íslenska sjómenn sem tóku þátt í siglingum til Rússlands í stríðinu. Það voru þeir Pétur Ólafsson og Guðbjörn E. Guðjónsson sem Rússar heiðruðu af þessu tilefni. Þeir voru hásetar á erlendum skipum sem sigldu með vistir og vopn á ýmsu tagi til Sovétríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni. Rússneski sendiherrann, sagði við þetta tækifæri að án aðstoðarinnar um Norður-Atlantshafið hefði sovéska þjóðin hvorki lifað af né hefði stríðið unnist. Um 27 milljónir Sovétmanna hefðu látið lífið í stríðinu, sem Rússar kalli Stóra föðurlandsstríðið. Hann sagði að íslensku sjómennirnir væru hetjur hryllilegs stríðs. Guðbjörn rifjaði upp veru sína í Rússlandi í átt mánuði í viðtali í Fréttablaðinu í gær: "Fátæktin þarna var mikil og eymdin. Fólkið fékk hvert sinn súpuskammtinn, einn disk af súpu á dag. Það var líka minn skammtur," Pétur H. Ólafsson á svipaðar minningar frá þessum tíma, en hann dvaldi í Murmansk í nokkrar vikur: "Maður minnist þessa tíma með hálfgerðum hryllingi og vorkunnsemi og gráti yfir þeim sjómönnum sem lentu í sjónum. Þeir frusu í hel eða misstu hendur og fætur þegar þeir lentu í sjónum eða þurftu að fara í björgunarbáta," segir Pétur: "Við misstum 27 menn um borð hjá okkur. Ég var einn af þessum heppnu. Minn tími hefur ekki verið kominn." Það er greinilegt að íslensku sjómennirnir sem lentu í þessu hafa upplifað margt skelfilegt, sem vert er fyrir núlifandi kynslóð sem er að vaxa úr grasi að kynna sér. Rússar ætla greinilega að gera mikið úr stríðslokaafmælinu því efnt verður til mikilla hátíðarhalda í Moskvu og víðar í Rússlandi í tilefni af því . Undirbúningur afmælisins hefur ekki gengið alveg átakalaust fyrir sig hvað varðar Eystrasaltslöndin . Ætlun Rússa var að þjóðhöfðingjar þeirra allra þriggja yrðu við aðalhátíðarhöldin í Moskvu, en þegar til kom þáði aðeins forseti Lettlands Vaira Vike-Freiberga boð um að vera þar. Forsetar Eistlands og Litháen þekktust hinsvegar ekki boðið, og hefur það valdið nokkrum pólitískum titringi milli landanna. Freiberga hefur líka verið gagnrýnd í heimalandi sínu fyrir að ætla til Moskvu. Íbúum Eystrasaltslandanna mörgum hverjum er enn ofarlega í minni sambúðin við Sovétmenn og eru ekki sáttir við hvernig með þá var farið á sínum tíma. Rússar vilja ekki gera mikið úr þessu máli , ef marka má skrif í rússneskum blöðum, og einbeita sér nú að því að hátíðarhöldin verði sem veglegust og ekki aðeins bundin við heimalandið heldur er þessara tímamóta minnst víða af hálfu Rússa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Rússnesk stjórnvöld undirbúa nú mikil hátíðarhöld í tilefni af því að í næsta mánuði eru liðin 60 ár frá því að síðari heimsstyrjöldinni lauk. Þessi hátíðarhöld teygja anga sína til Íslands því á mánudag heiðraði rússneski sendiherrann hér Alexander Rannikh tvo íslenska sjómenn sem tóku þátt í siglingum til Rússlands í stríðinu. Það voru þeir Pétur Ólafsson og Guðbjörn E. Guðjónsson sem Rússar heiðruðu af þessu tilefni. Þeir voru hásetar á erlendum skipum sem sigldu með vistir og vopn á ýmsu tagi til Sovétríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni. Rússneski sendiherrann, sagði við þetta tækifæri að án aðstoðarinnar um Norður-Atlantshafið hefði sovéska þjóðin hvorki lifað af né hefði stríðið unnist. Um 27 milljónir Sovétmanna hefðu látið lífið í stríðinu, sem Rússar kalli Stóra föðurlandsstríðið. Hann sagði að íslensku sjómennirnir væru hetjur hryllilegs stríðs. Guðbjörn rifjaði upp veru sína í Rússlandi í átt mánuði í viðtali í Fréttablaðinu í gær: "Fátæktin þarna var mikil og eymdin. Fólkið fékk hvert sinn súpuskammtinn, einn disk af súpu á dag. Það var líka minn skammtur," Pétur H. Ólafsson á svipaðar minningar frá þessum tíma, en hann dvaldi í Murmansk í nokkrar vikur: "Maður minnist þessa tíma með hálfgerðum hryllingi og vorkunnsemi og gráti yfir þeim sjómönnum sem lentu í sjónum. Þeir frusu í hel eða misstu hendur og fætur þegar þeir lentu í sjónum eða þurftu að fara í björgunarbáta," segir Pétur: "Við misstum 27 menn um borð hjá okkur. Ég var einn af þessum heppnu. Minn tími hefur ekki verið kominn." Það er greinilegt að íslensku sjómennirnir sem lentu í þessu hafa upplifað margt skelfilegt, sem vert er fyrir núlifandi kynslóð sem er að vaxa úr grasi að kynna sér. Rússar ætla greinilega að gera mikið úr stríðslokaafmælinu því efnt verður til mikilla hátíðarhalda í Moskvu og víðar í Rússlandi í tilefni af því . Undirbúningur afmælisins hefur ekki gengið alveg átakalaust fyrir sig hvað varðar Eystrasaltslöndin . Ætlun Rússa var að þjóðhöfðingjar þeirra allra þriggja yrðu við aðalhátíðarhöldin í Moskvu, en þegar til kom þáði aðeins forseti Lettlands Vaira Vike-Freiberga boð um að vera þar. Forsetar Eistlands og Litháen þekktust hinsvegar ekki boðið, og hefur það valdið nokkrum pólitískum titringi milli landanna. Freiberga hefur líka verið gagnrýnd í heimalandi sínu fyrir að ætla til Moskvu. Íbúum Eystrasaltslandanna mörgum hverjum er enn ofarlega í minni sambúðin við Sovétmenn og eru ekki sáttir við hvernig með þá var farið á sínum tíma. Rússar vilja ekki gera mikið úr þessu máli , ef marka má skrif í rússneskum blöðum, og einbeita sér nú að því að hátíðarhöldin verði sem veglegust og ekki aðeins bundin við heimalandið heldur er þessara tímamóta minnst víða af hálfu Rússa.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun