Ford með nýtt fyrirtæki 20. apríl 2005 00:01 Fatahönnuðurinn Tom Ford, ásamt félaga sínum Domenico De Sole, eru risnir úr öskustónni eftir dramatíska uppsögn hjá tískurisanum Gucci fyrir ári. Þeir félagar hafa stofnað nýtt fyrirtæki sem ber það frumlega heiti Tom Ford. Vörur fyrirtækisins verða í tveimur flokkum og munu koma á markað á næsta ári. Annars vegar verður fyrirtækið með snyrtivörur, framleiddar í samvinnu með Estee Lauder, og hins vegar mun það framleiða gleraugu í samvinnu við Marcolin. Tom Ford er best þekktur fyrir að blása nýju lífi í Gucci-fyrirtækið en eftir ósætti við nýjan eiganda Gucci í fyrra, Pinault-Printemps-Redoute, tók hann sér frí frá hönnun, fluttist til Los Angeles og reyndi að gerast kvikmyndaleikstjóri. Ford verður forstjóri Tom Ford en De Sole stjórnarformaður. Fyrirtækið verður í Los Angeles og hönnunarstúdíó í London en fyrirtækið verður fjármagnað með þeim mörgu milljónum sem félagarnir Ford og De Sole þénuðu hjá Gucci. Tom Ford fæddist árið 1962 í Austin í Texas en eyddi barnæskunni í Santa Fe í Nýju-Mexíkó. Um leið og hann hafði vit fyrir sér flutti hann til stóra eplisins, New York, og skráði sig í listasögu við New York-háskóla. En námsleiðin tók sveig þar sem hann ákvað að læra arkitektúr í Parsons hönnunarskólanum í New York og hann kláraði námið þar í París í Frakklandi. Þegar námi lauk flutti hann aftur til New York og árið 1986 gekk hann til liðs við hönnunarteymi fatahönnuðarins Cathy Hardwick. Árið 1988 kom stóra fyrirtækið þegar hann varð hönnunarstjóri hjá Perry Ellis. Tveimur árum seinna fluttist hann til Mílanó á Ítalíu þar sem hann gekk til liðs við kvenmannsfataútibú Gucci. Árið 1992 færði hann sig upp á við og var enn og aftur orðinn hönnunarstjóri. Frægustu hönnuðir heims sáu strax að hér var um náttúruhæfileika að ræða og varð hann fljótt einn af þeim. Ford hefur unnið til margra verðlauna síðan hann byrjaði í bransanum, þar á meðal var hann valinn alþjóðlegur hönnuður ársins 1996, hefur hlotið fern VH-1 tískuverðlaun, var valinn kvenfatahönnuður ársins 1999 og hlaut Elle Style Icon verðlaunin árið 1999.Tom Ford er einn vinsælasti fatahönnuður heims og hefur gert garðinn frægan með fágaðri, stílhreinni en jafnframt ögrandi hönnun. Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Fleiri fréttir Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Fatahönnuðurinn Tom Ford, ásamt félaga sínum Domenico De Sole, eru risnir úr öskustónni eftir dramatíska uppsögn hjá tískurisanum Gucci fyrir ári. Þeir félagar hafa stofnað nýtt fyrirtæki sem ber það frumlega heiti Tom Ford. Vörur fyrirtækisins verða í tveimur flokkum og munu koma á markað á næsta ári. Annars vegar verður fyrirtækið með snyrtivörur, framleiddar í samvinnu með Estee Lauder, og hins vegar mun það framleiða gleraugu í samvinnu við Marcolin. Tom Ford er best þekktur fyrir að blása nýju lífi í Gucci-fyrirtækið en eftir ósætti við nýjan eiganda Gucci í fyrra, Pinault-Printemps-Redoute, tók hann sér frí frá hönnun, fluttist til Los Angeles og reyndi að gerast kvikmyndaleikstjóri. Ford verður forstjóri Tom Ford en De Sole stjórnarformaður. Fyrirtækið verður í Los Angeles og hönnunarstúdíó í London en fyrirtækið verður fjármagnað með þeim mörgu milljónum sem félagarnir Ford og De Sole þénuðu hjá Gucci. Tom Ford fæddist árið 1962 í Austin í Texas en eyddi barnæskunni í Santa Fe í Nýju-Mexíkó. Um leið og hann hafði vit fyrir sér flutti hann til stóra eplisins, New York, og skráði sig í listasögu við New York-háskóla. En námsleiðin tók sveig þar sem hann ákvað að læra arkitektúr í Parsons hönnunarskólanum í New York og hann kláraði námið þar í París í Frakklandi. Þegar námi lauk flutti hann aftur til New York og árið 1986 gekk hann til liðs við hönnunarteymi fatahönnuðarins Cathy Hardwick. Árið 1988 kom stóra fyrirtækið þegar hann varð hönnunarstjóri hjá Perry Ellis. Tveimur árum seinna fluttist hann til Mílanó á Ítalíu þar sem hann gekk til liðs við kvenmannsfataútibú Gucci. Árið 1992 færði hann sig upp á við og var enn og aftur orðinn hönnunarstjóri. Frægustu hönnuðir heims sáu strax að hér var um náttúruhæfileika að ræða og varð hann fljótt einn af þeim. Ford hefur unnið til margra verðlauna síðan hann byrjaði í bransanum, þar á meðal var hann valinn alþjóðlegur hönnuður ársins 1996, hefur hlotið fern VH-1 tískuverðlaun, var valinn kvenfatahönnuður ársins 1999 og hlaut Elle Style Icon verðlaunin árið 1999.Tom Ford er einn vinsælasti fatahönnuður heims og hefur gert garðinn frægan með fágaðri, stílhreinni en jafnframt ögrandi hönnun.
Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Fleiri fréttir Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira