Erlent

Pútín of valdamikill

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa of mikil völd. Rice hefur verið í heimsókn í Rússlandi undanfarið en er nú á heimleið. Hún segir að réttarhöldin yfir Mikhail Khodorkovsky, aðaleiganda Yukos-olíufélagsins, séu afar vafasöm og stjórnvöld í Washington fylgist grannt með þeim. Khodorkovsky er ásakaður um stórfelld skattsvik og misferli í viðskiptum, en margir túlka handtöku hans svo að Pútín forseti hafi einfaldlega verið að binda enda á pólitísk áhrif hans í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×