Skrautsteypan í stíl við húsin 25. apríl 2005 00:01 Fyrirtækið Steypustöðin ehf. hefur selt sérstaka skrautsteypu í mörg ár en fyrst núna er fólk að átta sig á kostum hennar. "Við erum eina fyrirtækið á Íslandi með þessa lausn á einni hendi en hugmyndin kemur upprunalega frá Bandaríkjunum. Steypuna er hægt að leggja hvar sem er, upp og niður brekkur eða í tröppur og er mikið úrval af litum til hjá okkur. Síðan eru sérstakar plastmottur með mynstrum sem er stimplað ofan á steypuna svo úr verður sérstakt mynstur á stéttinni," segir Ingi Þór Guðmundsson, deildarstjóri sölu- og markaðssviðs Steypustöðvarinnar. Skrautsteypan færir fólki vissulega marga kosti þar sem yfirborðið er slitþolið, gróður, olía og feiti ná ekki festu og mjög auðvelt er að þrífa steypuna. Fólk þarf því ekki að eyða heilu dögunum í það að skrapa mosa og annan gróður úr stéttinni. "Það hefur verið aukinn áhugi meðal viðskiptavina okkar á þessari lausn og fólk sér fyrir sér að losna algjörlega við mosann. Margir lakka stéttir þegar búið er að steypa eða helluleggja en mælt er með að lakka skrautsteypuna annað hvert ár svo hún haldist eins og ný. Síðan er ekkert mál að þrífa hana því það nægir að smúla yfir stéttina," segir Ingi. "Það vinsælasta í dag eru stórir fletir og minimalisminn ræður ríkjum. Grár og svartur eru tískulitirnir og margir hafa skrautsteypuna í stíl við litinn á húsinu. Fólk vill helst hafa mynstrin í steypunni eins og það hafi verið hellulagt en við bjóðum upp á fjölmarga möguleika í mynstrum," segir Ingi Þór en fólk er meira að segja farið að nota skrautsteypuna inni á heimilunum. "Það er sífellt vinsælla enda skrautsteypan mjög hentug í afmörkuð rými eins og forstofu, bílskúr, eldhús og þvottahús." Steypustöðin er með landslagsarkitekt á sínum böndum til að ráðleggja fólki við skipulag á garðinum. "Íburður í görðum er orðinn ansi mikill nú til dags en við erum með landslagsarkitekt sem tekur viðskiptavini okkar í fjörutíu mínútna ráðgjöf í sambandi við garðinn. Fólk kemur með mynd af garðinum og arkitektinn teiknar hann upp, bæði timbur, gróður og hellur," segir Ingi Þór en svipað verð er á skrautsteypunni og hefðbundinni hellulagningu. Hús og heimili Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Fyrirtækið Steypustöðin ehf. hefur selt sérstaka skrautsteypu í mörg ár en fyrst núna er fólk að átta sig á kostum hennar. "Við erum eina fyrirtækið á Íslandi með þessa lausn á einni hendi en hugmyndin kemur upprunalega frá Bandaríkjunum. Steypuna er hægt að leggja hvar sem er, upp og niður brekkur eða í tröppur og er mikið úrval af litum til hjá okkur. Síðan eru sérstakar plastmottur með mynstrum sem er stimplað ofan á steypuna svo úr verður sérstakt mynstur á stéttinni," segir Ingi Þór Guðmundsson, deildarstjóri sölu- og markaðssviðs Steypustöðvarinnar. Skrautsteypan færir fólki vissulega marga kosti þar sem yfirborðið er slitþolið, gróður, olía og feiti ná ekki festu og mjög auðvelt er að þrífa steypuna. Fólk þarf því ekki að eyða heilu dögunum í það að skrapa mosa og annan gróður úr stéttinni. "Það hefur verið aukinn áhugi meðal viðskiptavina okkar á þessari lausn og fólk sér fyrir sér að losna algjörlega við mosann. Margir lakka stéttir þegar búið er að steypa eða helluleggja en mælt er með að lakka skrautsteypuna annað hvert ár svo hún haldist eins og ný. Síðan er ekkert mál að þrífa hana því það nægir að smúla yfir stéttina," segir Ingi. "Það vinsælasta í dag eru stórir fletir og minimalisminn ræður ríkjum. Grár og svartur eru tískulitirnir og margir hafa skrautsteypuna í stíl við litinn á húsinu. Fólk vill helst hafa mynstrin í steypunni eins og það hafi verið hellulagt en við bjóðum upp á fjölmarga möguleika í mynstrum," segir Ingi Þór en fólk er meira að segja farið að nota skrautsteypuna inni á heimilunum. "Það er sífellt vinsælla enda skrautsteypan mjög hentug í afmörkuð rými eins og forstofu, bílskúr, eldhús og þvottahús." Steypustöðin er með landslagsarkitekt á sínum böndum til að ráðleggja fólki við skipulag á garðinum. "Íburður í görðum er orðinn ansi mikill nú til dags en við erum með landslagsarkitekt sem tekur viðskiptavini okkar í fjörutíu mínútna ráðgjöf í sambandi við garðinn. Fólk kemur með mynd af garðinum og arkitektinn teiknar hann upp, bæði timbur, gróður og hellur," segir Ingi Þór en svipað verð er á skrautsteypunni og hefðbundinni hellulagningu.
Hús og heimili Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira