Fastir pennar

Um Ólaf kristniboða

Fyrir stuttu tók ég þátt í dagskrá um Kína á vegum Listvinafélags Seltjarnarneskirkju. Framlag mitt var að fjalla um afa minn, Ólaf Ólafsson kristniboða, en hann starfaði í Kína um 14 ára skeið á árunum 1921 til 1937. Lifði mjög viðburðaríka ævi og var einn víðförlasti Íslendingurinn á sinni tíð, eins og ég sagði frá í sjónvarpsmyndinni 14 ár í Kína sem ég gerði um afa minn og var sýnd árið 1993. Eftir fundinn var mér boðið í viðtal um afa í þætti Kolbrúnar Bergþórsdóttur á Útvarpi Sögu. Þetta er langt og ítarlegt spjall sem ég er nokkuð ánægður med. Hef því fengið leyfi til að birta það hér.





×