Erlent

Verkamannaflokkurinn með forystu

Verkamannaflokkurinn mælist með sjö til tíu prósentum meira fylgi en Íhaldsflokkurinn samkvæmt tveimur nýjum könnunum í aðdraganda kosninganna í Bretlandi. Sé aðeins tekið tillit til þeirra sem segjast vissir um hvern þeir ætla að kjósa er munurinn hins vegar aðeins tvö prósent. Leiðtogar þriggja stærstu stjórnmálaflokkanna í Bretlandi koma í dag fram saman í sjónvarpi í eina skiptið í aðdraganda kosninganna. Þeir munu þó ekki leiða saman hesta sína beint heldur munu þeir hver fyrir sig svara spurningum áhorfenda í sjónvarpssal.  Íhaldsflokkurinn reynir nú allt hvað hann getur til þess að gera innrásina í Írak að aðal kosningamálinu. Tony Blair notar hins vegar hvert tækifæri til þess að ræða um sterkt efnahagsástand Bretlands og fyrirhugaðar umbætur í velferðarkerfinu. Kosningarnar fara fram 5. maí nk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×