Ný ríkisstjórn samþykkt
Írakska þingið samþykkti fyrir stundu nýja ríkisstjórn landsins, þá fyrstu sem er lýðræðislega kjörin í meira en hálfa öld, með miklum meirihluta atkvæða. Ibrahim Al Jaafari, forsætisráðherra Íraks, afhenti forsetaráði landsins lista með væntanlegri ríkisstjórn landsins í gærkvöldi. Samkvæmt fjölmiðlum í Írak mun bandalag sjíta fá sautján ráðuneyti í nýrri ríkisstjórn, Kúrdar fá níu, m.a. utanríkisráðuneytið, og súnnítar fá sjö ráðuneyti, þ.á m. dómsmálaráðuneytið. Þá muni flokkar Túrkmena og kristinna manna í Írak fá hvor sitt ráðuneytið í hinni nýju ríkisstjórn.