Erlent

De Gaulle notaður í ESB-rimmunni

Charles de Gaulle, fyrrverandi forseti Frakklands, er nú notaður beggja vegna borðsins í baráttunni um kjör Frakka á stjórnarskrá Evrópusambandsins. De Gaulle, sem er mjög vinsæll meðal almennings, átti enga heitari ósk í lifanda lífi en stóra sameinaða Evrópu, segja þeir sem vilja að Frakkar samþykki stjórnarskrána. Þeir sem harðast berjast gegn stjórnarskránni segja hins vegar að de Gaulle hafi verið harður andstæðingur yfirþjóðlegra stofnana og því sé rétt að segja nei við stjórnarskránni til þess að heiðra minningu hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×