Boston 2 - Indiana 3 4. maí 2005 00:01 Indiana Pacers fengu óvænta hjálp í nótt þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Boston Celtics á þeirra heimavelli, 90-85 og geta nú komist áfram í átta liða úrslitin með sigri í Indiana í næsta leik. Það var ekki kunngert fyrr en um fjórum klukkustundum fyrir leikinn í gær, að Jamaal Tinsley, leikstjórnandi Indiana gæti leikið með liði sínu, en hann hefur veri meiddur síðan í febrúar með brákaðan fót. Tinsley var eins og himnasending fyrir lið sitt, sem hafði verið í miklum vandræðum gegn pressuvörn Boston, enda var Indiana að nota Anthony Johnson sem byrjunarleikstjórnanda, en það er hlutverk sem hann veldur ekki til fulls. Það varð því Indiana mikill fengur að endurheimta Tinsley og voru leikmenn liðsins allir mikið ákveðnari í sínum aðgerðum meðan hann var inni á vellinum. Nú getur lið Boston svo sannarlega nagað sig í handabökin að hafa ekki nýtt sér það að vera með heimavallarréttinn í einvíginu og að hafa komist yfir 2-1, því nú þurfa þeir að fara til Indiana með bakið uppi að vegg í seríunni. Rick Carlisle var yfir sig ánægður með að endurheimta Tinsley. "Hann hjálpaði okkur gríðarlega, ekki síst bara andlega, held ég," sagði hann eftir leikinn. Antoine Walker lék með Boston á ný eftir eins leiks bann, en það hjálpaði Boston lítið. Tinsley spilaði uppi félaga sína á lokakaflanum og leiddi Indiana til sigursins. "Ég veit að það var mikil pressa á mér, en ég reyndi að hugsa bara um að klára leikkerfin og var ekkert að hugsa út í neitt annað," sagði Tinsley, sem bjóst við að verða eitthvað aumur eftir fyrsta leik sinn í tvo og hálfan mánuð. "Það lið sem stendur vaktina betur í vörninni, vinnur þetta einvígi," sagði Jermaine O´Neal. Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 19 stig (10 frák), Stephen Jackson 15 stig, Dale Davis 13 stig (8 frák), Reggie Miller 12, James Jones 10, Anthony Johnson 7, Jamaal Tinsley 6 (7 stoðs, 5 stolnir).Atkvæðamestir hjá Boston:Paul Pierce 27 stig (7 frák), Ricky Davis 19 stig (7 frák), Antoine Walker 10 stig (7 frák), Gary Payton 10 stig, Raef LaFrenz 6 stig, Al Jefferson 6 stig. NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Indiana Pacers fengu óvænta hjálp í nótt þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Boston Celtics á þeirra heimavelli, 90-85 og geta nú komist áfram í átta liða úrslitin með sigri í Indiana í næsta leik. Það var ekki kunngert fyrr en um fjórum klukkustundum fyrir leikinn í gær, að Jamaal Tinsley, leikstjórnandi Indiana gæti leikið með liði sínu, en hann hefur veri meiddur síðan í febrúar með brákaðan fót. Tinsley var eins og himnasending fyrir lið sitt, sem hafði verið í miklum vandræðum gegn pressuvörn Boston, enda var Indiana að nota Anthony Johnson sem byrjunarleikstjórnanda, en það er hlutverk sem hann veldur ekki til fulls. Það varð því Indiana mikill fengur að endurheimta Tinsley og voru leikmenn liðsins allir mikið ákveðnari í sínum aðgerðum meðan hann var inni á vellinum. Nú getur lið Boston svo sannarlega nagað sig í handabökin að hafa ekki nýtt sér það að vera með heimavallarréttinn í einvíginu og að hafa komist yfir 2-1, því nú þurfa þeir að fara til Indiana með bakið uppi að vegg í seríunni. Rick Carlisle var yfir sig ánægður með að endurheimta Tinsley. "Hann hjálpaði okkur gríðarlega, ekki síst bara andlega, held ég," sagði hann eftir leikinn. Antoine Walker lék með Boston á ný eftir eins leiks bann, en það hjálpaði Boston lítið. Tinsley spilaði uppi félaga sína á lokakaflanum og leiddi Indiana til sigursins. "Ég veit að það var mikil pressa á mér, en ég reyndi að hugsa bara um að klára leikkerfin og var ekkert að hugsa út í neitt annað," sagði Tinsley, sem bjóst við að verða eitthvað aumur eftir fyrsta leik sinn í tvo og hálfan mánuð. "Það lið sem stendur vaktina betur í vörninni, vinnur þetta einvígi," sagði Jermaine O´Neal. Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 19 stig (10 frák), Stephen Jackson 15 stig, Dale Davis 13 stig (8 frák), Reggie Miller 12, James Jones 10, Anthony Johnson 7, Jamaal Tinsley 6 (7 stoðs, 5 stolnir).Atkvæðamestir hjá Boston:Paul Pierce 27 stig (7 frák), Ricky Davis 19 stig (7 frák), Antoine Walker 10 stig (7 frák), Gary Payton 10 stig, Raef LaFrenz 6 stig, Al Jefferson 6 stig.
NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira