Þrátt fyrir að vera með fimm vill Newcastle einn markvörð til viðbótar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2025 09:30 Eddie Howe vill fá Trafford í markið hjá sér þrátt fyrir að vera með fimm aðra markverði. James Gill/Getty Images Enska knattspyrnufélagið Newcastle United vill fá James Trafford, markvörð Burnley, í sínar raðir. Það vekur athygli þar sem nú þegar eru fimm markverðir á launaskrá aðalliðs félagsins. The Athletic greinir frá að ekkert lið ensku úrvalsdeildarinnar hafi haft fleiri markverði á sínum snærum heldur en Newcastle á liðinni leiktíð. Það vekur því enn meiri athygli hversu annt liðinu er um að festa kaup á Trafford sem átti magnað tímabil í ensku B-deildinni. Hinn 22 ára gamli Trafford spilaði 45 leiki, hélt 29 sinnum hreinu, fékk aðeins á sig 16 mörk og nældi sér í 7 gul spjöld. Trafford átti því risastóran þátt í að Burnley mun leika í ensku úrvalsdeildinni á ný á næstu leiktíð. Hann verður þó ef til vill ekki þar. Ef til vill verður hann í Newcastle að berjast við Nick Pope, sem lék einnig með Burnley á sínum tíma, um stöðu aðalmarkvarðar. Hinn 33 ára gamli Pope missti af 10 deildarleikjum vegna meiðsla. Í Trafford væri Newcastle komið með verðugan arftaka Pope en hvað með hina markverðinu. Martin Dúbravka (36 ára) hefur spilað 179 leiki fyrir Newcastle. Á að baki 53 A-landsleiki fyrir Slóvakíu. Odysseas Vlachodimos (31 árs). Á að baki 48 A-landsleiki fyrir Grikkland. Kostaði Newcastle 20 milljónir punda síðasta sumar þegar hann var keyptur frá Nottingham Forest. Hann kom einu sinni við sögu á síðasta tímabili, sem varamaður gegn AFC Wimbledon í deildarbikarnum. John Ruddy (38 ára). Kom einnig síðasta sumar. Hefur spilað fyrir Norwich City, Birmingham City og Úlfana. Mark Gillespie (33 ára). Á að baki 241 deildarleik með Carlisle United, Walsall og Motherwell í Skotlandi. Er uppalinn hjá Newcastle og mikill stuðningsmaður félagsins. Vegna fjárhagsreglna ensku úrvalsdeildarinnar þá eru allar líkur á að Newcastle þurfi að taka til í markmannsmálum hjá sér. Það er allavega ljóst að félagið gæti selt þrjá og enn verið með þrjá til taks komi Trafford frá Burnley. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjá meira
The Athletic greinir frá að ekkert lið ensku úrvalsdeildarinnar hafi haft fleiri markverði á sínum snærum heldur en Newcastle á liðinni leiktíð. Það vekur því enn meiri athygli hversu annt liðinu er um að festa kaup á Trafford sem átti magnað tímabil í ensku B-deildinni. Hinn 22 ára gamli Trafford spilaði 45 leiki, hélt 29 sinnum hreinu, fékk aðeins á sig 16 mörk og nældi sér í 7 gul spjöld. Trafford átti því risastóran þátt í að Burnley mun leika í ensku úrvalsdeildinni á ný á næstu leiktíð. Hann verður þó ef til vill ekki þar. Ef til vill verður hann í Newcastle að berjast við Nick Pope, sem lék einnig með Burnley á sínum tíma, um stöðu aðalmarkvarðar. Hinn 33 ára gamli Pope missti af 10 deildarleikjum vegna meiðsla. Í Trafford væri Newcastle komið með verðugan arftaka Pope en hvað með hina markverðinu. Martin Dúbravka (36 ára) hefur spilað 179 leiki fyrir Newcastle. Á að baki 53 A-landsleiki fyrir Slóvakíu. Odysseas Vlachodimos (31 árs). Á að baki 48 A-landsleiki fyrir Grikkland. Kostaði Newcastle 20 milljónir punda síðasta sumar þegar hann var keyptur frá Nottingham Forest. Hann kom einu sinni við sögu á síðasta tímabili, sem varamaður gegn AFC Wimbledon í deildarbikarnum. John Ruddy (38 ára). Kom einnig síðasta sumar. Hefur spilað fyrir Norwich City, Birmingham City og Úlfana. Mark Gillespie (33 ára). Á að baki 241 deildarleik með Carlisle United, Walsall og Motherwell í Skotlandi. Er uppalinn hjá Newcastle og mikill stuðningsmaður félagsins. Vegna fjárhagsreglna ensku úrvalsdeildarinnar þá eru allar líkur á að Newcastle þurfi að taka til í markmannsmálum hjá sér. Það er allavega ljóst að félagið gæti selt þrjá og enn verið með þrjá til taks komi Trafford frá Burnley.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjá meira