Detroit 4 - Philadelphia 1 4. maí 2005 00:01 Þegar mest liggur við, eru NBA meistararnir bestir. Sú varð að minnsta kosti raunin í nótt, þegar Detroit sló Philadelphia út úr úrslitakeppninni. Eftir að hafa leikið illa í þriðja leikfjórðungi í gær, stigu þeir á bensínið í lokaleikhlutanum og kláruðu dæmið. Pistons mæta annað hvort Indiana eða Boston í næstu umferð. Það sama var uppi á teningnum í leiknum í nótt og í öllum hinum fjórum. Lið Philadelphia barðist eins og ljón með litla stríðsmanninn Allen Iverson fremstan í flokki eins og endranær, en hafði einfaldlega ekki það sem til þurfti til að leggja meistarana. Munurinn á liðunum var bara of mikill. "Þeir eru meistaralið, þegar þeir þurfa geta þeir skrúað upp leik sinn og klárað dæmið," sagði Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia. "Við vildum ekki missa forystu okkar niður í leiknum og allir vita að fjórði leikhlutinn er okkar leikhluti," sagði Richard Hamilton, sem skoraði 10 af 23 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Allen Iverson tognaði illa á ökkla í fjórða leikhlutanum og haltraði af leikvelli. Hann var þó ekki lengi að láta tjasla sér saman aftur og mætti strax í baráttuna aftur, en hann skoraði 34 stig fyrir Philadelphia í leiknum. "Mér fannst það hetjulegt af honum að koma aftur inn á völlinn meiddur," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons, sem þjálfaði Iverson hjá Philadelphia einmitt í 6 ár."Hann er hugrakkur." LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, sem naumlega missti af úrslitakeppninni, var staddur á leiknum í nótt sem áhorfandi og spjallaði meðal annars við Allen Iverson á meðan Detroit tóku tvö af vítaskotum sínum í leiknum. Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 34 stig (7 stoðs), Samuel Dalembert 11 stig (10 frák), Chris Webber 11 stig (8 frák), Andre Iguodala 9 stig (9 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 23 stig (7 stoðs), Richard Hamilton 23 stig (5 stoðs, 5 frák), Tayshaun Prince 14 stig (9 frák), Ben Wallace 11 stig (13 frák), Rasheed Wallace 9 stig (9 frák), Antoinio McDyess 8 stig. NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
Þegar mest liggur við, eru NBA meistararnir bestir. Sú varð að minnsta kosti raunin í nótt, þegar Detroit sló Philadelphia út úr úrslitakeppninni. Eftir að hafa leikið illa í þriðja leikfjórðungi í gær, stigu þeir á bensínið í lokaleikhlutanum og kláruðu dæmið. Pistons mæta annað hvort Indiana eða Boston í næstu umferð. Það sama var uppi á teningnum í leiknum í nótt og í öllum hinum fjórum. Lið Philadelphia barðist eins og ljón með litla stríðsmanninn Allen Iverson fremstan í flokki eins og endranær, en hafði einfaldlega ekki það sem til þurfti til að leggja meistarana. Munurinn á liðunum var bara of mikill. "Þeir eru meistaralið, þegar þeir þurfa geta þeir skrúað upp leik sinn og klárað dæmið," sagði Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia. "Við vildum ekki missa forystu okkar niður í leiknum og allir vita að fjórði leikhlutinn er okkar leikhluti," sagði Richard Hamilton, sem skoraði 10 af 23 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Allen Iverson tognaði illa á ökkla í fjórða leikhlutanum og haltraði af leikvelli. Hann var þó ekki lengi að láta tjasla sér saman aftur og mætti strax í baráttuna aftur, en hann skoraði 34 stig fyrir Philadelphia í leiknum. "Mér fannst það hetjulegt af honum að koma aftur inn á völlinn meiddur," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons, sem þjálfaði Iverson hjá Philadelphia einmitt í 6 ár."Hann er hugrakkur." LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, sem naumlega missti af úrslitakeppninni, var staddur á leiknum í nótt sem áhorfandi og spjallaði meðal annars við Allen Iverson á meðan Detroit tóku tvö af vítaskotum sínum í leiknum. Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 34 stig (7 stoðs), Samuel Dalembert 11 stig (10 frák), Chris Webber 11 stig (8 frák), Andre Iguodala 9 stig (9 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 23 stig (7 stoðs), Richard Hamilton 23 stig (5 stoðs, 5 frák), Tayshaun Prince 14 stig (9 frák), Ben Wallace 11 stig (13 frák), Rasheed Wallace 9 stig (9 frák), Antoinio McDyess 8 stig.
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira