Sögðu Blair hryðjverkamann 4. maí 2005 00:01 Íraksstríðið tröllríður umræðunni síðustu stundirnar fyrir kosningarnar og gæti því haft áhrif á þessa óákveðnu og óvissu kjósendur. Það skapaðist uppnám í breskum smábæ þegar Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 ræddi Íraksmálið við reiða og herskáa breska múslíma, sem lýstu Blair sem morðóðum hryðjuverkamanni. Herstöðin í Catterick er stærsta herstöð Bretlands og þeir eru ófáir bresku hermennirnir sem hafa haldið þaðan til að berjast í Írak, í einhverju óvinsælasta stríði sem Bretar hafa nokkurn tíma tekið þátt í. Nú tveimur árum eftir innrásina hefur stríðið veruleg áhrif á kosningabaráttuna í Bretlandi. Íraksstríðið er nánast eina málið sem hefur hrist upp í kosningabaráttunni og fengið frambjóðendur og almenning til að skipta skapi. Bresku dagblöðin hafa síðustu daga verið full af fréttum um það hvernig Blair hafði að engu upphaflegar ráðleggingar breska saksóknarans um að innrás væri ólögleg og hinn annars dagfarsprúði Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur ítrekað kallað Blair lygara vegna þessa. Það bætti ekki úr skák að ekkja síðasta breska hermannsins, sem lést í Írak á mánudaginn var, kennir Blair um dauða eiginmannsins. Þetta getur allt haft áhrif á kosningarnar á morgun enda benda nýjar kannanir til þess að 11 prósent kjósenda hafi þegar hætt við að kjósa Verkamannaflokkinn vegna Íraksmálsins. Eitt er víst, flestir breskir kjósendur hafa skoðun á Íraksstríðinu, ekki síst breskir múslímar eins og þeir sem Stöð 2 hitti að máli í Manningham í Mið-Englandi. Abdul Rehman Saleem, trúarlegur leiðtogi Al Ghurabaa hópsins, segir að hópurinn telji að Tony Blair sé krossfari, morðingi og hryðjuverkamaður. Hendur hans séu ataðar blóði múslíma í Írak og Afganistan vegna sprengjuárásanna á löndin og árása á moskur múslíma og vegna nýju laganna gegn hryðjuverkum. Saleem segir Breta handtaka presta múslíma og ógna múslímum í Evrópu og vegna þess sé ungt fólk að verða róttækara en Bretar muni ekki hafa sigur í stríðinu gegn hryðjuverkum. Það varð reyndar nokkuð uppnám í hverfinu þegar Stöð 2 mætti á staðinn því það er ekki það sama múslími og múslími. Í ljós kom að hópurinn sem fréttamaður ræddi við var herskár hópur manna frá Birmingham og múslímarnir í moskunni á staðnum voru ekki par hrifnir af því að svo öfgafullar skoðanir tengdust þeirra hverfi og þeirra mosku og létu fréttamann heyra það. Þeir spurðu hvort taka ætti viðtölin fyrir utan moskuna þeirra og sögðu að ef þau birtust í sjónvarpinu eða blöðum þar sem moskan væri í bakgrunni færu þeir í mál við stöðina. Í kjölfarið svörðu þeir öll pólitísk tengsl af sér. Lögreglan fylgdist grannt með þessari uppákomu allri en skipti sér ekki af málinu sem leystist farsællega á endanum. Það er ekki víst að pólitískur frami Blairs jafni sig jafn farsællega á Íraksmálinu en það kemur í ljós þegar talið verður upp úr kjörkössunum á morgun. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira
Íraksstríðið tröllríður umræðunni síðustu stundirnar fyrir kosningarnar og gæti því haft áhrif á þessa óákveðnu og óvissu kjósendur. Það skapaðist uppnám í breskum smábæ þegar Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 ræddi Íraksmálið við reiða og herskáa breska múslíma, sem lýstu Blair sem morðóðum hryðjuverkamanni. Herstöðin í Catterick er stærsta herstöð Bretlands og þeir eru ófáir bresku hermennirnir sem hafa haldið þaðan til að berjast í Írak, í einhverju óvinsælasta stríði sem Bretar hafa nokkurn tíma tekið þátt í. Nú tveimur árum eftir innrásina hefur stríðið veruleg áhrif á kosningabaráttuna í Bretlandi. Íraksstríðið er nánast eina málið sem hefur hrist upp í kosningabaráttunni og fengið frambjóðendur og almenning til að skipta skapi. Bresku dagblöðin hafa síðustu daga verið full af fréttum um það hvernig Blair hafði að engu upphaflegar ráðleggingar breska saksóknarans um að innrás væri ólögleg og hinn annars dagfarsprúði Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur ítrekað kallað Blair lygara vegna þessa. Það bætti ekki úr skák að ekkja síðasta breska hermannsins, sem lést í Írak á mánudaginn var, kennir Blair um dauða eiginmannsins. Þetta getur allt haft áhrif á kosningarnar á morgun enda benda nýjar kannanir til þess að 11 prósent kjósenda hafi þegar hætt við að kjósa Verkamannaflokkinn vegna Íraksmálsins. Eitt er víst, flestir breskir kjósendur hafa skoðun á Íraksstríðinu, ekki síst breskir múslímar eins og þeir sem Stöð 2 hitti að máli í Manningham í Mið-Englandi. Abdul Rehman Saleem, trúarlegur leiðtogi Al Ghurabaa hópsins, segir að hópurinn telji að Tony Blair sé krossfari, morðingi og hryðjuverkamaður. Hendur hans séu ataðar blóði múslíma í Írak og Afganistan vegna sprengjuárásanna á löndin og árása á moskur múslíma og vegna nýju laganna gegn hryðjuverkum. Saleem segir Breta handtaka presta múslíma og ógna múslímum í Evrópu og vegna þess sé ungt fólk að verða róttækara en Bretar muni ekki hafa sigur í stríðinu gegn hryðjuverkum. Það varð reyndar nokkuð uppnám í hverfinu þegar Stöð 2 mætti á staðinn því það er ekki það sama múslími og múslími. Í ljós kom að hópurinn sem fréttamaður ræddi við var herskár hópur manna frá Birmingham og múslímarnir í moskunni á staðnum voru ekki par hrifnir af því að svo öfgafullar skoðanir tengdust þeirra hverfi og þeirra mosku og létu fréttamann heyra það. Þeir spurðu hvort taka ætti viðtölin fyrir utan moskuna þeirra og sögðu að ef þau birtust í sjónvarpinu eða blöðum þar sem moskan væri í bakgrunni færu þeir í mál við stöðina. Í kjölfarið svörðu þeir öll pólitísk tengsl af sér. Lögreglan fylgdist grannt með þessari uppákomu allri en skipti sér ekki af málinu sem leystist farsællega á endanum. Það er ekki víst að pólitískur frami Blairs jafni sig jafn farsællega á Íraksmálinu en það kemur í ljós þegar talið verður upp úr kjörkössunum á morgun.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira