Hefur sálin gleymst? 5. maí 2005 00:01 Það er á margan hátt skrítinn veruleiki sem blasir við þegar bornar eru saman upplýsingar um mjög mikla fækkun slysa á íslenskum börnum annars vegar og stóraukna notkun geðlyfja fyrir börn hins vegar. Getur verið að nútíminn búi mjög vel að líkamlegu atlæti barna en gleymi sálinni? Í nýútkominni ársskýrslu Landspítala - háskólasjúkrahúss kemur fram sú gleðilega staðreynd að alvarlegum umferðarslysum meðal yngstu barna hefur fækkað um 90 prósent. Sú fækkun byggir fyrst og fremst á því að það heyrir sögunni til að börn séu höfð laus í bílum. Þau allra yngstu sitja í bílstólum og hin sem eldri eru nota öryggisbelti. Ekki skiptir minna máli að mjög hefur dregið úr því að foreldrar sendi lítil börn ein út að leika sér og notkun reiðhjólahjálma er orðin mjög útbreidd, en ekki eru mjög mörg ár frá því að slíkir gripir þóttu töluverð sérviska. Ýmis önnur vitundarvakning hefur orðið undanfarin ár í þá átt að taka meira tillit til barna í umhverfinu. Maður sér til dæmis nánast aldrei fullorðið fólk reykja inni í bílum þar sem börn eru. Á sama tíma og þessi gleðilega þróun hefur átt sér stað virðist hafa orðin einhver grundvallarbreyting á því hvernig búið er að sálarlífi barna hérlendis. Fyrir tæplega tuttugu árum notuðu innan við þrjátíu börn róandi lyfið ritalin hér á landi. Nú eru þau meira en þúsund. Það er hrikaleg tala. Og við erum ekki að tala um einhverja vandræðaunglinga því það er löngu kunn staðreynd í skólakerfinu að vandræðabörn nútímans koma úr hópi yngstu nemendanna. Þessi börn sem taka ritalin daglega eru yngri en fjórtán ára, þar af mjög mörg sex, sjö, eða átta ára gömul. Hvað veldur? Möguleikarnir eru tveir. Annaðhvort er verið að sjúkdómsgera hegðunarörðugleika og óþekkt eða samfélag okkar er á hraðri leið með að verða fjandsamlegt börnum. Líklegasta skýringin er þó sambland af þessu tvennu. Í viðtali Fréttablaðsins við Sigurð Guðmundsson landlækni kom fram að greining sjúkdómanna sem ritalin er notað gegn er háð frásögnum þeirra sem standa barninu næst og hann benti á að það getur stundum orðið til þess að börnin eru meðhöndluð þegar rót vandans er hugsanlega hjá foreldrunum. Foreldrar landsins þurfa að taka þessi orð landlæknis mjög alvarlega, líka þeir sem ekki eiga börn sem taka inn róandi lyf. Það þarf að sinna öllum börnum af áhuga.Þau þurfa tíma og samveru með foreldrum sínum, hvort sem það er yfir námsbókunum, við tómstundir eða bara fyrir framan sjónvarpið. Þetta telur allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Það er á margan hátt skrítinn veruleiki sem blasir við þegar bornar eru saman upplýsingar um mjög mikla fækkun slysa á íslenskum börnum annars vegar og stóraukna notkun geðlyfja fyrir börn hins vegar. Getur verið að nútíminn búi mjög vel að líkamlegu atlæti barna en gleymi sálinni? Í nýútkominni ársskýrslu Landspítala - háskólasjúkrahúss kemur fram sú gleðilega staðreynd að alvarlegum umferðarslysum meðal yngstu barna hefur fækkað um 90 prósent. Sú fækkun byggir fyrst og fremst á því að það heyrir sögunni til að börn séu höfð laus í bílum. Þau allra yngstu sitja í bílstólum og hin sem eldri eru nota öryggisbelti. Ekki skiptir minna máli að mjög hefur dregið úr því að foreldrar sendi lítil börn ein út að leika sér og notkun reiðhjólahjálma er orðin mjög útbreidd, en ekki eru mjög mörg ár frá því að slíkir gripir þóttu töluverð sérviska. Ýmis önnur vitundarvakning hefur orðið undanfarin ár í þá átt að taka meira tillit til barna í umhverfinu. Maður sér til dæmis nánast aldrei fullorðið fólk reykja inni í bílum þar sem börn eru. Á sama tíma og þessi gleðilega þróun hefur átt sér stað virðist hafa orðin einhver grundvallarbreyting á því hvernig búið er að sálarlífi barna hérlendis. Fyrir tæplega tuttugu árum notuðu innan við þrjátíu börn róandi lyfið ritalin hér á landi. Nú eru þau meira en þúsund. Það er hrikaleg tala. Og við erum ekki að tala um einhverja vandræðaunglinga því það er löngu kunn staðreynd í skólakerfinu að vandræðabörn nútímans koma úr hópi yngstu nemendanna. Þessi börn sem taka ritalin daglega eru yngri en fjórtán ára, þar af mjög mörg sex, sjö, eða átta ára gömul. Hvað veldur? Möguleikarnir eru tveir. Annaðhvort er verið að sjúkdómsgera hegðunarörðugleika og óþekkt eða samfélag okkar er á hraðri leið með að verða fjandsamlegt börnum. Líklegasta skýringin er þó sambland af þessu tvennu. Í viðtali Fréttablaðsins við Sigurð Guðmundsson landlækni kom fram að greining sjúkdómanna sem ritalin er notað gegn er háð frásögnum þeirra sem standa barninu næst og hann benti á að það getur stundum orðið til þess að börnin eru meðhöndluð þegar rót vandans er hugsanlega hjá foreldrunum. Foreldrar landsins þurfa að taka þessi orð landlæknis mjög alvarlega, líka þeir sem ekki eiga börn sem taka inn róandi lyf. Það þarf að sinna öllum börnum af áhuga.Þau þurfa tíma og samveru með foreldrum sínum, hvort sem það er yfir námsbókunum, við tómstundir eða bara fyrir framan sjónvarpið. Þetta telur allt.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun