Dallas 3 - Houston 3 6. maí 2005 00:01 Tracy McGrady fékk litla hjálp þegar hann lék með Orlando á sínum tíma, enda hefur hann aldrei komist í aðra umferð í úrslitakeppninni. Í Houston er hann með öllu betri leikmenn í kring um sig og þeir gerðu gæfumuninn í 101-83 sigri liðsins á Dallas í nótt. Houston vann nokkuð öruggan sigur á heimavelli sínum í nótt og hefur nú jafnað metin í einvíginu og oddaleikurinn fer fram í Dallas um helgina. Tracy McGrady fór hamförum eins og svo oft áður í leikjum liðanna og skoraði 37 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en það var þó ekki stórleikur hans sóknarlega sem gerði út um leikinn. McGrady gætti Þjóðverjans Dirk Nowitzki lengst af í vörninni, eins og hann hefur verið að gera í einvíginu og stóð sig frábærlega. Nowitzki hitti mjög illa í leiknum, eins og reyndar lengst af í seríunni og hefur nú mikið og margt að sanna í oddaleik liðanna á laugardagskvöldið. Mike James var líka mjög góður af bekknum hjá Houston og gamla brýnið Dikembe Mutombo var frábær í lokaleikhlutanum og var Dallas erfiður ljár í þúfu í varnarleiknum. "Þegar ég er að hitta, skiptir ekki máli hvar ég stend á vellinum og þeir eiga ekkert svar við því. Ég get ekki hugsað mér að tapa þessu einvígi og ég ætla að gera allt sem ég get til að drífa félaga mína áfram," sagði McGrady. Mikil umræða hefur verið í gangi vestra um dómgæslu í þessu einvígi og Jeff Van Gundy, þjálfari Houston fékk á dögunum 100 þúsund dollara sekt fyrir að gagnrýna dómarana. Avery Johnson, þjálfari Dallas hafði sitt að segja um dómgæsluna eftir leikinn. "Ég er orðinn dauðleiður á þessu væli utan vallar um dómgæsluna. Það sem skiptir máli er það sem gerist á vellinum. Ég ætti kannski að sleppa mér á þá og vita hver útkoman yrði. Það duga hinsvegar engar afsakanir í þessu, við töpuðum og verðum einfaldlega að vinna næsta leik," sagði hann reiður eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá Dallas:Jerry Stackhouse 21 stig, Dirk Nowitzki 19 stig (13 frák, 5 varin, hitti úr 5 af 22 skotum), Michael Finley 14 stig, Eric Dampier 8 stig (9 frák), Josh Howard 8 stig, Jason Terry 7 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 37 stig (8 frák, 7 stoðs), Mike James 22 stig, Jon Barry 14 stig, Yao Ming 8 stig (5 frák, lék 27 mínútur), Ryan Bowen 7 stig, David Wesley 6 stig. NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Tracy McGrady fékk litla hjálp þegar hann lék með Orlando á sínum tíma, enda hefur hann aldrei komist í aðra umferð í úrslitakeppninni. Í Houston er hann með öllu betri leikmenn í kring um sig og þeir gerðu gæfumuninn í 101-83 sigri liðsins á Dallas í nótt. Houston vann nokkuð öruggan sigur á heimavelli sínum í nótt og hefur nú jafnað metin í einvíginu og oddaleikurinn fer fram í Dallas um helgina. Tracy McGrady fór hamförum eins og svo oft áður í leikjum liðanna og skoraði 37 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en það var þó ekki stórleikur hans sóknarlega sem gerði út um leikinn. McGrady gætti Þjóðverjans Dirk Nowitzki lengst af í vörninni, eins og hann hefur verið að gera í einvíginu og stóð sig frábærlega. Nowitzki hitti mjög illa í leiknum, eins og reyndar lengst af í seríunni og hefur nú mikið og margt að sanna í oddaleik liðanna á laugardagskvöldið. Mike James var líka mjög góður af bekknum hjá Houston og gamla brýnið Dikembe Mutombo var frábær í lokaleikhlutanum og var Dallas erfiður ljár í þúfu í varnarleiknum. "Þegar ég er að hitta, skiptir ekki máli hvar ég stend á vellinum og þeir eiga ekkert svar við því. Ég get ekki hugsað mér að tapa þessu einvígi og ég ætla að gera allt sem ég get til að drífa félaga mína áfram," sagði McGrady. Mikil umræða hefur verið í gangi vestra um dómgæslu í þessu einvígi og Jeff Van Gundy, þjálfari Houston fékk á dögunum 100 þúsund dollara sekt fyrir að gagnrýna dómarana. Avery Johnson, þjálfari Dallas hafði sitt að segja um dómgæsluna eftir leikinn. "Ég er orðinn dauðleiður á þessu væli utan vallar um dómgæsluna. Það sem skiptir máli er það sem gerist á vellinum. Ég ætti kannski að sleppa mér á þá og vita hver útkoman yrði. Það duga hinsvegar engar afsakanir í þessu, við töpuðum og verðum einfaldlega að vinna næsta leik," sagði hann reiður eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá Dallas:Jerry Stackhouse 21 stig, Dirk Nowitzki 19 stig (13 frák, 5 varin, hitti úr 5 af 22 skotum), Michael Finley 14 stig, Eric Dampier 8 stig (9 frák), Josh Howard 8 stig, Jason Terry 7 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 37 stig (8 frák, 7 stoðs), Mike James 22 stig, Jon Barry 14 stig, Yao Ming 8 stig (5 frák, lék 27 mínútur), Ryan Bowen 7 stig, David Wesley 6 stig.
NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira