Dallas 3 - Houston 3 6. maí 2005 00:01 Tracy McGrady fékk litla hjálp þegar hann lék með Orlando á sínum tíma, enda hefur hann aldrei komist í aðra umferð í úrslitakeppninni. Í Houston er hann með öllu betri leikmenn í kring um sig og þeir gerðu gæfumuninn í 101-83 sigri liðsins á Dallas í nótt. Houston vann nokkuð öruggan sigur á heimavelli sínum í nótt og hefur nú jafnað metin í einvíginu og oddaleikurinn fer fram í Dallas um helgina. Tracy McGrady fór hamförum eins og svo oft áður í leikjum liðanna og skoraði 37 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en það var þó ekki stórleikur hans sóknarlega sem gerði út um leikinn. McGrady gætti Þjóðverjans Dirk Nowitzki lengst af í vörninni, eins og hann hefur verið að gera í einvíginu og stóð sig frábærlega. Nowitzki hitti mjög illa í leiknum, eins og reyndar lengst af í seríunni og hefur nú mikið og margt að sanna í oddaleik liðanna á laugardagskvöldið. Mike James var líka mjög góður af bekknum hjá Houston og gamla brýnið Dikembe Mutombo var frábær í lokaleikhlutanum og var Dallas erfiður ljár í þúfu í varnarleiknum. "Þegar ég er að hitta, skiptir ekki máli hvar ég stend á vellinum og þeir eiga ekkert svar við því. Ég get ekki hugsað mér að tapa þessu einvígi og ég ætla að gera allt sem ég get til að drífa félaga mína áfram," sagði McGrady. Mikil umræða hefur verið í gangi vestra um dómgæslu í þessu einvígi og Jeff Van Gundy, þjálfari Houston fékk á dögunum 100 þúsund dollara sekt fyrir að gagnrýna dómarana. Avery Johnson, þjálfari Dallas hafði sitt að segja um dómgæsluna eftir leikinn. "Ég er orðinn dauðleiður á þessu væli utan vallar um dómgæsluna. Það sem skiptir máli er það sem gerist á vellinum. Ég ætti kannski að sleppa mér á þá og vita hver útkoman yrði. Það duga hinsvegar engar afsakanir í þessu, við töpuðum og verðum einfaldlega að vinna næsta leik," sagði hann reiður eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá Dallas:Jerry Stackhouse 21 stig, Dirk Nowitzki 19 stig (13 frák, 5 varin, hitti úr 5 af 22 skotum), Michael Finley 14 stig, Eric Dampier 8 stig (9 frák), Josh Howard 8 stig, Jason Terry 7 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 37 stig (8 frák, 7 stoðs), Mike James 22 stig, Jon Barry 14 stig, Yao Ming 8 stig (5 frák, lék 27 mínútur), Ryan Bowen 7 stig, David Wesley 6 stig. NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
Tracy McGrady fékk litla hjálp þegar hann lék með Orlando á sínum tíma, enda hefur hann aldrei komist í aðra umferð í úrslitakeppninni. Í Houston er hann með öllu betri leikmenn í kring um sig og þeir gerðu gæfumuninn í 101-83 sigri liðsins á Dallas í nótt. Houston vann nokkuð öruggan sigur á heimavelli sínum í nótt og hefur nú jafnað metin í einvíginu og oddaleikurinn fer fram í Dallas um helgina. Tracy McGrady fór hamförum eins og svo oft áður í leikjum liðanna og skoraði 37 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en það var þó ekki stórleikur hans sóknarlega sem gerði út um leikinn. McGrady gætti Þjóðverjans Dirk Nowitzki lengst af í vörninni, eins og hann hefur verið að gera í einvíginu og stóð sig frábærlega. Nowitzki hitti mjög illa í leiknum, eins og reyndar lengst af í seríunni og hefur nú mikið og margt að sanna í oddaleik liðanna á laugardagskvöldið. Mike James var líka mjög góður af bekknum hjá Houston og gamla brýnið Dikembe Mutombo var frábær í lokaleikhlutanum og var Dallas erfiður ljár í þúfu í varnarleiknum. "Þegar ég er að hitta, skiptir ekki máli hvar ég stend á vellinum og þeir eiga ekkert svar við því. Ég get ekki hugsað mér að tapa þessu einvígi og ég ætla að gera allt sem ég get til að drífa félaga mína áfram," sagði McGrady. Mikil umræða hefur verið í gangi vestra um dómgæslu í þessu einvígi og Jeff Van Gundy, þjálfari Houston fékk á dögunum 100 þúsund dollara sekt fyrir að gagnrýna dómarana. Avery Johnson, þjálfari Dallas hafði sitt að segja um dómgæsluna eftir leikinn. "Ég er orðinn dauðleiður á þessu væli utan vallar um dómgæsluna. Það sem skiptir máli er það sem gerist á vellinum. Ég ætti kannski að sleppa mér á þá og vita hver útkoman yrði. Það duga hinsvegar engar afsakanir í þessu, við töpuðum og verðum einfaldlega að vinna næsta leik," sagði hann reiður eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá Dallas:Jerry Stackhouse 21 stig, Dirk Nowitzki 19 stig (13 frák, 5 varin, hitti úr 5 af 22 skotum), Michael Finley 14 stig, Eric Dampier 8 stig (9 frák), Josh Howard 8 stig, Jason Terry 7 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 37 stig (8 frák, 7 stoðs), Mike James 22 stig, Jon Barry 14 stig, Yao Ming 8 stig (5 frák, lék 27 mínútur), Ryan Bowen 7 stig, David Wesley 6 stig.
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira