Skemmtilegt þegar tónlistin fæðist 10. maí 2005 00:01 "Starf mitt felst fyrst og fremst í því að semja tónlist, en það geri ég oftast við píanóið þar sem ég sem texta og melódíur samtímis," segir Margrét Kristín Sigurðardóttir tónlistarkona, betur þekkt sem Fabúla. "Ég á tvö börn og get því ekki alltaf stokkið til þegar mig langar að semja þannig að ég hef lært að vera skipulögð og tek til dæmis alltaf föstudaga frá til að sinna tónlistinni eingöngu," segir Margrét Kristín sem sinnir einnig sérkennslu því hún segir fáa tónlistarmenn lifa á tónlistinni einni saman. "Tónlistarlífinu fylgir viss óvissa og aldrei hægt að treysta á fastar tekjur þannig að margir verða að sinna öðru starfi samhliða," segir Margrét Kristín. Starfið felst þó ekki aðeins í því að sitja við píanóið og semja því tónlistina þarf að flytja. "Ég er með hljómsveit þannig að ég er nú ekki alveg ein í þessu og við vinnum tónlistina mikið saman auk þess sem við spilum út um allt," segir Margrét Kristín. "Tónlist hefur alltaf togað í mig ásamt leiklistinni, nema tónlistin togaði kannski aðeins sterkar," segir Margrét Kristín og kveðst ekki hafa tekið neina meðvitaða ákvörðun um það að starfa á því sviði. "Á unglingsárunum var ég alltaf að spila eitthvað með vinum mínum, spilaði á píanó og fór svo að læra á trommur og hlutirnir þróuðust í þá átt að þetta er starfið mitt í dag," segir Margrét Kristín sem finnst svo sannarlega gaman að vakna á morgnana og fara í vinnuna þó það sé oft ekki lengra en að píanóinu. "Tónlistarstarfið er algerlega mitt draumastarf og skemmtilegast þykir mér þegar tónlistin er að fæðast, það er stóra augnablikið í ferlinu, þó auðvitað sé flutningurinn skemmtilegur líka," segir Margrét Kristín sem heldur tónleika í Borgarleikhúsinu í vikunni og í framhaldi af því mun hún hefja vinnu að nýrri plötu. Atvinna Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
"Starf mitt felst fyrst og fremst í því að semja tónlist, en það geri ég oftast við píanóið þar sem ég sem texta og melódíur samtímis," segir Margrét Kristín Sigurðardóttir tónlistarkona, betur þekkt sem Fabúla. "Ég á tvö börn og get því ekki alltaf stokkið til þegar mig langar að semja þannig að ég hef lært að vera skipulögð og tek til dæmis alltaf föstudaga frá til að sinna tónlistinni eingöngu," segir Margrét Kristín sem sinnir einnig sérkennslu því hún segir fáa tónlistarmenn lifa á tónlistinni einni saman. "Tónlistarlífinu fylgir viss óvissa og aldrei hægt að treysta á fastar tekjur þannig að margir verða að sinna öðru starfi samhliða," segir Margrét Kristín. Starfið felst þó ekki aðeins í því að sitja við píanóið og semja því tónlistina þarf að flytja. "Ég er með hljómsveit þannig að ég er nú ekki alveg ein í þessu og við vinnum tónlistina mikið saman auk þess sem við spilum út um allt," segir Margrét Kristín. "Tónlist hefur alltaf togað í mig ásamt leiklistinni, nema tónlistin togaði kannski aðeins sterkar," segir Margrét Kristín og kveðst ekki hafa tekið neina meðvitaða ákvörðun um það að starfa á því sviði. "Á unglingsárunum var ég alltaf að spila eitthvað með vinum mínum, spilaði á píanó og fór svo að læra á trommur og hlutirnir þróuðust í þá átt að þetta er starfið mitt í dag," segir Margrét Kristín sem finnst svo sannarlega gaman að vakna á morgnana og fara í vinnuna þó það sé oft ekki lengra en að píanóinu. "Tónlistarstarfið er algerlega mitt draumastarf og skemmtilegast þykir mér þegar tónlistin er að fæðast, það er stóra augnablikið í ferlinu, þó auðvitað sé flutningurinn skemmtilegur líka," segir Margrét Kristín sem heldur tónleika í Borgarleikhúsinu í vikunni og í framhaldi af því mun hún hefja vinnu að nýrri plötu.
Atvinna Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira