Safna undirskriftum gegn lögum
Undirskriftasöfnun gegn fjarskiptalögunum er hafin á Netinu á síðunni hagsmuna.net. Þeir sem að henni standa segja að breytingar sem kveða á um að skráning netumferðar og símanotkun verði lögbundin og opin lögreglu skerði persónufresli allra undir því yfirskyni að hafa hendur í hári fárra. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar segja þetta grófa aðför að lýðræðinu í landinu.