Erlent

Í olíuviðskiptum við Saddam?

Bandarísk þingnefnd sakar tvo þekkta stjórnmálamenn frá Bretlandi og Frakklandi um að hafa átt í vafasömum olíuviðskiptum við Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Þetta eru þingmennirnir George Galloway, fyrrverandi þingmaður Verkamannaflokksins, sem nú er óháður á breska þinginu og Charles Pasqua, sem er fyrrverandi innanríkisráðherra Frakklands. Í skýrslu bandarísku þingnefndarinnar er því haldið fram að Saddam hafi skipað þessa tvo menn sem nokkurs konar milligöngumenn í olíusöluáætlun Íraks og gefið er í skyn að þeir hafi hagnast á öllu saman. Galloway vísar þessu öllu á bug og segist ekki einu sinni hafa fengið tækifæri til að kynna sitt mál fyrir þingnefndinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×