Allir í áskrift 13. október 2005 19:12 Á hverjum degi lesa að meðaltali um 150 þúsund Íslendingar Fréttablaðið. Það er um það bil fimmtán þúsund fleiri en horfa að jafnaði á Ríkissjónvarpið hvern dag, en sjónvarpið er í öðru sæti á fjölmiðlavinsældalista landsmanna. Þetta kemur fram í nýrri fjölmiðlakönnun IMG Gallup sem birt var í gær. Fréttablaðið ætlar hins vegar ekki að láta hér við sitja því næstu daga stækkar dreifingarsvæði blaðsins verulega þegar íbúar fjögurra bæja bætast í hóp þeirra sem fá blaðið borið heim til sín á hverjum morgni. Formleg dreifing blaðsins hófst á Selfossi í morgun og í næstu viku hefja blaðberar útburð á hvert heimili á Akranesi, í Borgarnesi og í Hveragerði. Þar með munu níu af hverjum tíu landsmönnum fá Fréttablaðið heim til sín. Þessi gríðarlega dreifing dagblaðs er einsdæmi í heiminum. Í því samhengi er hægt að hafa til samanburðar að upplag Fréttablaðsins er um tíundi hluti af upplagi stórblaðsins New York Times, sem er gefið út á hundrað sinnum stærri markaði. Oft er rætt um Fréttablaðið í sömu andrá og önnur fríblöð úti í heimi, eins og til dæmis Metro-blöðin sem hafa farið sigurför um heiminn og margir kannast við. Fréttablaðið er þó í eðli sínu ólíkt þessum blöðum sem er dreift á fjölförnum stöðum, oftast lestarstöðvum. Dreifingu Fréttablaðsins má líkja við sjónvarps- eða útvarpsútsendingu sem nær inn á hvert heimili. Aldrei áður hefur slík hugsun verið að baki dreifingu á dagblaði og í raun jafngildir slík dreifing því að nánast allir landsmenn séu í áskrift að blaðinu. Efnistök og uppbygging Fréttablaðsins er líka allfrábrugðin Metro-blöðunum, sem byggja gjarnan á hraðsoðnu efni og greinum frá öðrum fréttastofum en sínum eigin. Fréttablaðið sækir aftur á móti í hefð klassískra morgun- og fréttablaða eins og eru þekkt í nágrannalöndum okkar og rekur eina öflugustu ritstjórn landsins. Þetta sambland af gríðarlegri dreifingu og metnaðarfullu blaði fellur þjóðinni vel í geð, eins og kemur fram í fjölmiðlakönnunum Gallup. Í könnuninni sem birtist í gær sést að Fréttablaðið hefur aukið verulega forskot sitt á næsta keppinautinn, Ríkissjónvarpið. Í þriðja sæti er Stöð 2 og í því fjórða Morgunblaðið með um þrjátíu þúsund færri lesendur en Fréttablaðið hvern dag, en það er álíka og samanlagður íbúafjöldi Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Fréttablaðið býður íbúa Selfoss, Hveragerðis, Akraness og Borgarness velkomna í hóp þeirra sem fá blaðið heim til sín á hverjum morgni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Á hverjum degi lesa að meðaltali um 150 þúsund Íslendingar Fréttablaðið. Það er um það bil fimmtán þúsund fleiri en horfa að jafnaði á Ríkissjónvarpið hvern dag, en sjónvarpið er í öðru sæti á fjölmiðlavinsældalista landsmanna. Þetta kemur fram í nýrri fjölmiðlakönnun IMG Gallup sem birt var í gær. Fréttablaðið ætlar hins vegar ekki að láta hér við sitja því næstu daga stækkar dreifingarsvæði blaðsins verulega þegar íbúar fjögurra bæja bætast í hóp þeirra sem fá blaðið borið heim til sín á hverjum morgni. Formleg dreifing blaðsins hófst á Selfossi í morgun og í næstu viku hefja blaðberar útburð á hvert heimili á Akranesi, í Borgarnesi og í Hveragerði. Þar með munu níu af hverjum tíu landsmönnum fá Fréttablaðið heim til sín. Þessi gríðarlega dreifing dagblaðs er einsdæmi í heiminum. Í því samhengi er hægt að hafa til samanburðar að upplag Fréttablaðsins er um tíundi hluti af upplagi stórblaðsins New York Times, sem er gefið út á hundrað sinnum stærri markaði. Oft er rætt um Fréttablaðið í sömu andrá og önnur fríblöð úti í heimi, eins og til dæmis Metro-blöðin sem hafa farið sigurför um heiminn og margir kannast við. Fréttablaðið er þó í eðli sínu ólíkt þessum blöðum sem er dreift á fjölförnum stöðum, oftast lestarstöðvum. Dreifingu Fréttablaðsins má líkja við sjónvarps- eða útvarpsútsendingu sem nær inn á hvert heimili. Aldrei áður hefur slík hugsun verið að baki dreifingu á dagblaði og í raun jafngildir slík dreifing því að nánast allir landsmenn séu í áskrift að blaðinu. Efnistök og uppbygging Fréttablaðsins er líka allfrábrugðin Metro-blöðunum, sem byggja gjarnan á hraðsoðnu efni og greinum frá öðrum fréttastofum en sínum eigin. Fréttablaðið sækir aftur á móti í hefð klassískra morgun- og fréttablaða eins og eru þekkt í nágrannalöndum okkar og rekur eina öflugustu ritstjórn landsins. Þetta sambland af gríðarlegri dreifingu og metnaðarfullu blaði fellur þjóðinni vel í geð, eins og kemur fram í fjölmiðlakönnunum Gallup. Í könnuninni sem birtist í gær sést að Fréttablaðið hefur aukið verulega forskot sitt á næsta keppinautinn, Ríkissjónvarpið. Í þriðja sæti er Stöð 2 og í því fjórða Morgunblaðið með um þrjátíu þúsund færri lesendur en Fréttablaðið hvern dag, en það er álíka og samanlagður íbúafjöldi Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Fréttablaðið býður íbúa Selfoss, Hveragerðis, Akraness og Borgarness velkomna í hóp þeirra sem fá blaðið heim til sín á hverjum morgni.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun