Sigurinn sem reyndist skálkaskjól 14. maí 2005 00:01 Birtist í DV 14. maí 2005 Sendiherra Rússlands kom í sjónvarpsfréttir á mánudagskvöldið í tilefni af 60 ára stríðslokum. Sagði að Stalín hefði verið ýmsum kostum gæddur. Um kvöldið var haldið boð í rússneska sendiráðinu – þarna var fullt af íslenskum gestum. Sendiherrann notaði tækifærið til að úthúða Morgunblaðinu sem í leiðara hafði haldið því fram að rússnesk stjórnvöld þyrftu að gera yfirbót vegna glæpa Sovétríkjanna. Viðstaddir heyrðu sendiherrann segja eitthvað á þá leið að það kæmi ekki Rússum við hvað Sovétríkin hefðu gert. Á veggjunum sáu þeir myndir af sendiherranum með körlum á borð við Brésnev og Gromyko. Hin miklu SovétríkiÍ stríðslok voru milljónir Þjóðverja á flótta undan sovéska hernum. Sovétríkin voru sigurvegari, það var haldin fræg sigurhátíð í Moskvu þar sem gunnfánar þýska hersins voru lagðir að fótum Stalíns. Stalín var orðinn generalissimo; alls staðar voru reist minnismerki um hinn frækna sigur. Það var farið að tala um "hin miklu Sovétríki". Stalín notaði sigurinn til að ná stórveldismarkmiðum sínum; Vesturveldin gerðu afdrifarík mistök í Jalta þegar þau gáfu eftir Austur-Evrópu og stóra hluta Mið-Evrópu. Það upphófst ljót saga þar sem óvinir Stalíns voru framseldir í hendur hans – þetta þykir skammarlegur blettur á ferli Winstons Churchill. Hann hafði neyðst til að vinna með skrattanum en lét nú undan öllum kröfum hans. Ekki slakað á kúguninniSovétborgarar trúðu því um stund að slakað yrði á kúguninni; þannig myndu þeir uppskera fyrir fórnirnar í stríðinu. Þeim yrði jafnvel launað fyrir sigurinn. En það fór á annan veg. Ofsóknarbrjálæðið geisaði eins og áður. Stalín skildi manna best að kerfi hans myndi ekki standast ef opnað yrði á erlend áhrif eða slakað á klónni. Það hófst sá tími sem kenndur er við Zhadanov; ofsafengin herferð gegn "heimsborgurum. Fyrir barðinu urðu listamenn, menntamenn, sovéskir hermenn sem höfðu fengið pata af lífinu í vestri, fyrrverandi stríðsfangar og ekki síst gyðingar. Undir andlátið var Stalín að skipuleggja brottflutning allra sovéskra gyðinga langt austur í Asíu – það var meira að segja byrjað að reisa skálana. Íbúatala Gúlagsins náði nýju hámarki – 1953 er talið að hafi verið 2,8 milljónir fanga í þessu kerfi þrælabúða. Harðstjórinn var líka að undirbúa nýjar hreinsanir í kommúnistaflokknum; undanfarin ár hefur mikið verið ritað um þá kenningu að hann hafi viljað herða flokkinn til að geta hafið nýja heimstyrjöld - úrslitaorrustuna sem yrði háð með kjarnorkuvopnum. Gömlu félagarnir voru of linir fyrir það. Neistinn sem slokknaðiÞað er rétt að líta aðeins á ástandið í Sovétríkjunum áður en stríðið braust út – á þeim tíma þegar vinstri menn horfðu með miklum vonaraugum til þessa draumastaðar. Það er nefnilega merkilegt að í mörgum frásögnum er stríðinu lýst sem ákveðnum létti, þrátt fyrir allan hryllinginn og mannfórnirnar. Eftir kúgunina, blekkingarnar, sannleikann sem breyttist sífellt, fundu menn loks eitthvað sem hægt var að trúa á, sameinast um. Hjá almenningi og óbreyttum hermönnum var baráttan að sönnu hetjuleg. Þess vegna voru svikin eftir stríðið svo algjör. Þjóð sem hafði upplifað Stalíngrad og umsátrið um Leníngrad átti betra skilið. Í staðinn tók við enn eitt tímabil kúgunar og niðurlægingar. Það slokknaði einhver neisti. Rússar eru enn að gjalda fyrir það. Blóðvél bolsévismansNýlega var afstaðið það tímabil sem kennt er við Jésov, foringja öryggislögreglunnar, dverginn illgjarna. Þetta voru stórfelldar ofsóknir sem beindust aðallega gegn kommúnistum. Af 1996 flokksmönnum sem sátu flokksþingið 1934 – "þing sigurvegaranna" – voru aðeins 59 á flokksþinginu 1939. Stærstur hluti hafði verið handtekinn eða drepinn. Hámark þessa tímabils eru sýndarréttarhöldin 1936-38, þar sem Halldór Laxness var viðstaddur. Margir sem þar féllu voru böðlar sem féllu fyrir hendi böðla; að lokum var talið nauðsynlegt að drepa höfuðböðulinn, Jésov sjálfan. Hann vissi of mikið og var orðinn ruglaður af blóðvímunni. Það er engin sérstök ástæða til að syrgja þessa menn. Blóðvélin gleypti bolsévíkana sjálfa. Töffaralegt fasHins vegar er ástæða til að sýna meiri ræktarsemi öðrum fórnarlömbum sovétkommúnismans frá 1917. Á tíma rauða terrorsins 1918 tók það bolsévíka ekki nema fáa daga að drepa jafnmarga pólitíska óvini sína og keisarastjórnin hafði látið lífláta á undangengnum hundrað árum. Bolsévíkar tileinkuðu sér töffaralegt fas, gengu í leðurstígvélum og leðurjökkum; það þótti fínt að sýna skeytingarleysi fyrir mannslífum. Lenín talaði sjálfur um blóðugt útrýmingarstríð; nauðsyn þess að mola óvininn mélinu smærra og mola svo aftur. Öllum hömlum slepptÖllum hömlum var sleppt í borgarastríðinu og í rauðu ógnarstjórninni. Það upphófst tími skefjalausra manndrápa. Hungursneyðir gengu yfir þegar búfénaður og korn var gert upptækt hjá bændum. Í hungursneyðinni 1921 náðu erlendir hjálparstarfsmenn að troða sér inn í landið. Hungursneyðinni í Úkraínu 1932-33 var að mestu haldið leyndri – þá er talið að hátt í 10 milljónir hafi beðið bana. Sjálfur sagði Stalín við Churchill að heimstyrjöldin hefði verið leikur einn miðað við þetta. Ungir flokksmenn voru sendir út á þennan akur – tilgangurinn var brjóta niður gamla bændasamfélagið. Menn eins og Krútsjof og Brésnef hlutu þarna eldskírn sína. Á síðustu árum hafa komið fram heimildir um fjölda uppreisna sem voru bældar niður með ógurlegum blóðsúthellingum. Samhliða þessu stækkaði Gúlagið ört; þrælavinnuafl varð beinlínis hluti af efnahagskerfi ríkisins. Lögreglan fékk kvóta til að uppfylla – hún skyldi skaffa svo og svo mikið af fólki inn í kerfið. Í þeim tilgangi var refsirammanum breytt; börn niður í 12 ára aldur voru fangelsuð fyrir jafn litlar sakir og að stela lúku af korni. Hví treysti Stalín Hitler?Griðasáttmála Stalíns við Hitler árið 1939 má ef til vill rekja til dipómatískra afleikja Vesturveldanna. Það verður að segjast eins og er: þeir höfðu ekkert á móti því að einræðisríkin tortímdu hvort öðru. Stalín var líka hæstánægður með þennan samning; það er skrítið að Hitler virðist hafa verið einn af fáum mönnum sem hann treysti nokkurn tíma. Hitt er ráðgáta hvernig Stalín neitaði í lengstu lög að horfast í augu við yfirvofandi innrás Þjóðverja. Hann virðist hafa fundið til andlegs skyldleika við foringja Þriðja ríkisins. Sovétríkin notuðu sér griðasáttmálann til hins ítrasta. Þau lögðu undir sig Eystrasaltsríkin og Pólland; sovéskar sveitir ekki fyrr komnar þangað inn en þær byrjuðu stórfelldar ofsóknir, morð, gripdeildir og brottflutning meintra óvina. Talið er að hátt í 400 þúsund Pólverjar hátt í fluttir til Síberíu, Kasakstan og á heimskautasvæðin á þessum tíma. Stalín var sérstaklega uppsigað við Pólverja eftir ósigurinn í stríði við þá 1920. Morðin í KatynskógiÞetta náði hámarki í fjöldamorðum á pólskum liðsforingjum og embættismönnum. Hluti fórnarlambanna fannst í fjöldagröf í Katynskógi, þar voru meira en 4000 lík – bolsévíkar reyndu að kenna nasistum um. Í nýlegri bók, Stalin´s Hangmen eftir Donald Rayfield, er dregin upp mynd af Valerí Blokhín, yfirböðli Lubianka-fangelsisins. Yfirleitt eru dráparar sovétkerfisins nafnlausir, en nú þekkir maður Blokhín; hann notaði svuntu, hjálm og hanska við verk sitt. Það var hann sem stjórnaði drápunum í Katyn. Líklega eru fáir menn í mannkynssögunni sem hafa drepið fleiri menn með eigin hendi. Sigurinn breiðir yfir illvirkiSvona var ástatt í ríkinu sem háði hina hetjulegu baráttu gegn Hitler. Það er sífellt endurtekið hvað mannfórnirnar voru óskaplegar. Á sama tíma leiða menn ekki hugann að stjórnendum ríkisins sem umgengust mannslíf eins og skít. Magnað upphafsatriðið í kvikmyndinni Enemy at the Gate er ágæt lýsing á þessari herstjórnarlist. Það lýsir því þegar nýjar hersveitir eru sendar út í orrustuna í Stalíngrad. Þeirra bíður algjör slátrun. Svona var ungt fólk rekið út í stríðið, stundum án vopna. Bannað að gefast upp eða hörfa að viðlagðri dauðarefsingu sem var óspart beitt. Heilu herirnir töpuðust vegna þessarar geggjuðu herstjórnarlistar. Sigurinn var notaður sem skálkaskjól. Hann var afbakaður til að breiða yfir illvirki. Þeir sem voru sendir til að dæma nasistaböðlana í Nürnberg voru böðlar sjálfir. Kerfisbundið var farið að útbreiða lygar um Sovétríkinn sem boðbera friðar; það var sífellt verið að halda friðarhátíðir í Austur-Evrópu – þangað fór margt ungt fólk frá Íslandi. Sjálfur Picasso teiknaði friðardúfu fyrir Moskvuvaldið. Nýlendur stalínismansBakvið glitti í ófrýnilega ásjónu kommúnismans. Í Austur-Evrópu voru leppar Sovétríkjanna hvarvetna settir til valda, lítilsigldir menn sem hefðu verið felldir af stalli undireins ef Sovétríkjanna hefði ekki notið við. Stalín umgekkst ríkin sem rauði herinn hafði "frelsað" sem nýlendur sínar. Alls staðar skyldi farið eftir hinni stalínísku fyrirmynd. Borgarastéttin var ofsótt og eignir hennar gerðar upptækar, fyrirtæki voru þjóðnýtt, það hófst mikil iðnvæðing á kostnað annarra framleiðslugreina, bændur voru reknir á samyrkjubú. Svo var tekið til við aðgerðir gegn gömlum kommúnistum; það þurfti sífellt að hreinsa kommúnistaflokkana. Það var þó lán þessara ríkja að Stalín skyldi ekki lifa lengur. Möppudýrin sem tóku við af honum höfðu ekki kraft til að halda uppi svo háu stigi ofsókna. Þeir sendu samt heri til Ungverjalands og Tékkóslóvakíu þegar kerfinu þar var ógnað. Berlínarmúrinn er tákn þessa tíma; múr mannfyrirlitningar. En til lengdar gátu þessir spilltu karlar ekki haldið saman kerfi sem byggði á engu öðru en kúgun; það grotnaði innanfrá. Lygasögur um stríðiðSamhliða þessu voru búnar til alls kyns lygasögur um stríðið. Í Austur-Þýskalandi var það opinber söguskoðun að kommúnistar í Þýskalandi hefðu haldið uppi virkri andspyrnu gegn stjórn nasista með dyggri aðstoð Sovétríkjanna. Haldið var uppi sífelldum áróðri um þetta. Griðasáttmálinn var ekki nefndur á nafn. Gyðingaandúð var enn landlæg í Austur-Evrópu og frekar ýtt undir hana en hitt; samtök fanga úr útrýmingarbúðum nasista voru leyst upp. Víða voru búðir nasista notaðar til að geyma óvini verkalýðsstéttarinnar. Sovétmenn sem frelsarar?En það var ekki alltaf auðvelt að selja hugmyndina um Sovétmenn sem frelsara. 12 milljónir Þjóðverja hröktust undan þeim frá austurhéruðum Þýskalands, 2 milljónir komust ekki lífs af. Sovéskir hermenn stunduðu skipulagðar nauðganir; það var varla til sú þýsk kona sem varð á vegi þeirra sem ekki var nauðgað. Síðustu ár er loks farið að fjalla opinskátt um hörmungarnar sem dundu yfir þýskan almenning í stríðslok. Hefur til dæmis einhver heyrt um flóttamannaskipið Wilhelm Gustloff? Nei? Samt er þetta kannski mesta sjóslys sögunar. Skipið varð fyrir rússnesku tundurskeyti í Eystrasalti 31. janúar 1945. Um borð voru 10 þúsund flóttamenn, aðallega konur og börn. Aðeins um þúsund lifðu af. Þjóðir settar í gripavagnaÞá verður líka að nefna skipulagðar útrýmingarherferðir gegn þjóðum sem Stalín hafði ímugust á, einkum undir því yfirskini að þær hefðu verið auðsveipar Þjóðverjum. Mikið af þessu fólki var flutt nauðugt burt meðan stríðið stóð enn. Líkt og í Þýskalandi var alltaf hægt að finna járnbrautarvagna til að fara með fólk á fjarlæga staðið þar sem dauðinn beið; þarna reyndi aldeilis á skipulagshæfileika Berias. Af þessum þjóðum og þjóðarbrotum má nefna Tsétséna, Volgu-Þjóðverja og Kalmúka, Tartara, Grikki og Armena frá Krímskaga, Tyrki og Kúrda frá Georgíu. Svipaðar þjóðernishreinsanir fóru svo fram í Eystrasaltsríkjunum eftir stríðið. Tilgangurinn var að uppræta þjóðerniskennd. Í staðinn var troðið þangað inn Rússum. Morð sem pólitísk aðferðLíkt og ég skrifaði í grein um daginn er kannski ekki svo ýkja mikill munur á kommúnisma og nasisma. Þetta eru alræðiskerfi, áþekk hvað varðar hugmyndafræði og aðferðir. Heimspekingurinn Tsvetan Todorov segir að alræðið sé helsta uppfinning tuttugustu aldarinnar. Hitler og Stalín eru tvær hliðar á sama peningi. Kenningarnar sem þeir trúðu á mæltu fyrir um útrýmingu þjóðfélagshópa sem standa í vegi fyrir útópíunni. Þetta er hugmynd um þúsundáraríki þar sem einstaklingurinn skiptir engu máli; allt er beygt undir hagsmuni þeirra sem geyma í sér sjálfan tilgang mannkynssögunnar - hvort sem það er aríski kynstofninn eða öreigastéttin. Morð eru lögmæt aðferð til að ná pólitískum markmiðum. Viðhorf forseta RússlandsVið minnumst þess að sextíu ár eru liðin frá falli nasismans. En við eigum líka að muna að skelfingarsögunni var ekki lokið í Austur-Evrópu. Fyrir marga var þetta upphaf nýs hörmungaskeiðs. Það er ofbjóðanlegt þegar Vladimir Putín segir að hrun Sovétríkjanna sé eitt mesta slys tuttugustu aldarinnar. Einræðistilburðir hans, ritskoðun og leyndarhyggja eru til marks um að Pútín er eitt af möppudýrum Sovétsins og hugsar með hlýhug til gömlu daganna. Rússar í gömlu biðröðinniÞjóðverjar hafa gert upp við nasismann svo mörgum finnst nóg um. Ennþá er að finna í Þjóðverjum einhvers konar sjálfsóbeit – þjóðernishyggja er nánast óhugsandi í Þýskalandi. Hins vegar er dapurt hvað hefur illa tekist til með uppgjör við fortíðina í Rússlandi. Það er eins og menn hími þar enn í gömlu biðröðinni, samanbitnir á svip, þegjandi í hóp. Kommúnisminn olli ofboðslegum spjöllum á samfélaginu í Rússlandi. Margar kynslóðir ólust upp í lygi. Annað hvort þögðu menn eða voru sífellt að fara með tuggur sem þeir trúðu ekki á sjálfir. Siðmenningin var í raun brotin í mola; það tekur langan tíma að líma hana saman aftur. Homo Soveticus reyndist vera innantómt afskræmi. En það hjálpar ekki að neita að horfast í augu við fortíðina. Sú leið liggur fremur til áframhaldandi sjálfseyðingar en viðreisnar. Með því móti heldur Rússland áfram að vera draugabær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blaðagreinar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Birtist í DV 14. maí 2005 Sendiherra Rússlands kom í sjónvarpsfréttir á mánudagskvöldið í tilefni af 60 ára stríðslokum. Sagði að Stalín hefði verið ýmsum kostum gæddur. Um kvöldið var haldið boð í rússneska sendiráðinu – þarna var fullt af íslenskum gestum. Sendiherrann notaði tækifærið til að úthúða Morgunblaðinu sem í leiðara hafði haldið því fram að rússnesk stjórnvöld þyrftu að gera yfirbót vegna glæpa Sovétríkjanna. Viðstaddir heyrðu sendiherrann segja eitthvað á þá leið að það kæmi ekki Rússum við hvað Sovétríkin hefðu gert. Á veggjunum sáu þeir myndir af sendiherranum með körlum á borð við Brésnev og Gromyko. Hin miklu SovétríkiÍ stríðslok voru milljónir Þjóðverja á flótta undan sovéska hernum. Sovétríkin voru sigurvegari, það var haldin fræg sigurhátíð í Moskvu þar sem gunnfánar þýska hersins voru lagðir að fótum Stalíns. Stalín var orðinn generalissimo; alls staðar voru reist minnismerki um hinn frækna sigur. Það var farið að tala um "hin miklu Sovétríki". Stalín notaði sigurinn til að ná stórveldismarkmiðum sínum; Vesturveldin gerðu afdrifarík mistök í Jalta þegar þau gáfu eftir Austur-Evrópu og stóra hluta Mið-Evrópu. Það upphófst ljót saga þar sem óvinir Stalíns voru framseldir í hendur hans – þetta þykir skammarlegur blettur á ferli Winstons Churchill. Hann hafði neyðst til að vinna með skrattanum en lét nú undan öllum kröfum hans. Ekki slakað á kúguninniSovétborgarar trúðu því um stund að slakað yrði á kúguninni; þannig myndu þeir uppskera fyrir fórnirnar í stríðinu. Þeim yrði jafnvel launað fyrir sigurinn. En það fór á annan veg. Ofsóknarbrjálæðið geisaði eins og áður. Stalín skildi manna best að kerfi hans myndi ekki standast ef opnað yrði á erlend áhrif eða slakað á klónni. Það hófst sá tími sem kenndur er við Zhadanov; ofsafengin herferð gegn "heimsborgurum. Fyrir barðinu urðu listamenn, menntamenn, sovéskir hermenn sem höfðu fengið pata af lífinu í vestri, fyrrverandi stríðsfangar og ekki síst gyðingar. Undir andlátið var Stalín að skipuleggja brottflutning allra sovéskra gyðinga langt austur í Asíu – það var meira að segja byrjað að reisa skálana. Íbúatala Gúlagsins náði nýju hámarki – 1953 er talið að hafi verið 2,8 milljónir fanga í þessu kerfi þrælabúða. Harðstjórinn var líka að undirbúa nýjar hreinsanir í kommúnistaflokknum; undanfarin ár hefur mikið verið ritað um þá kenningu að hann hafi viljað herða flokkinn til að geta hafið nýja heimstyrjöld - úrslitaorrustuna sem yrði háð með kjarnorkuvopnum. Gömlu félagarnir voru of linir fyrir það. Neistinn sem slokknaðiÞað er rétt að líta aðeins á ástandið í Sovétríkjunum áður en stríðið braust út – á þeim tíma þegar vinstri menn horfðu með miklum vonaraugum til þessa draumastaðar. Það er nefnilega merkilegt að í mörgum frásögnum er stríðinu lýst sem ákveðnum létti, þrátt fyrir allan hryllinginn og mannfórnirnar. Eftir kúgunina, blekkingarnar, sannleikann sem breyttist sífellt, fundu menn loks eitthvað sem hægt var að trúa á, sameinast um. Hjá almenningi og óbreyttum hermönnum var baráttan að sönnu hetjuleg. Þess vegna voru svikin eftir stríðið svo algjör. Þjóð sem hafði upplifað Stalíngrad og umsátrið um Leníngrad átti betra skilið. Í staðinn tók við enn eitt tímabil kúgunar og niðurlægingar. Það slokknaði einhver neisti. Rússar eru enn að gjalda fyrir það. Blóðvél bolsévismansNýlega var afstaðið það tímabil sem kennt er við Jésov, foringja öryggislögreglunnar, dverginn illgjarna. Þetta voru stórfelldar ofsóknir sem beindust aðallega gegn kommúnistum. Af 1996 flokksmönnum sem sátu flokksþingið 1934 – "þing sigurvegaranna" – voru aðeins 59 á flokksþinginu 1939. Stærstur hluti hafði verið handtekinn eða drepinn. Hámark þessa tímabils eru sýndarréttarhöldin 1936-38, þar sem Halldór Laxness var viðstaddur. Margir sem þar féllu voru böðlar sem féllu fyrir hendi böðla; að lokum var talið nauðsynlegt að drepa höfuðböðulinn, Jésov sjálfan. Hann vissi of mikið og var orðinn ruglaður af blóðvímunni. Það er engin sérstök ástæða til að syrgja þessa menn. Blóðvélin gleypti bolsévíkana sjálfa. Töffaralegt fasHins vegar er ástæða til að sýna meiri ræktarsemi öðrum fórnarlömbum sovétkommúnismans frá 1917. Á tíma rauða terrorsins 1918 tók það bolsévíka ekki nema fáa daga að drepa jafnmarga pólitíska óvini sína og keisarastjórnin hafði látið lífláta á undangengnum hundrað árum. Bolsévíkar tileinkuðu sér töffaralegt fas, gengu í leðurstígvélum og leðurjökkum; það þótti fínt að sýna skeytingarleysi fyrir mannslífum. Lenín talaði sjálfur um blóðugt útrýmingarstríð; nauðsyn þess að mola óvininn mélinu smærra og mola svo aftur. Öllum hömlum slepptÖllum hömlum var sleppt í borgarastríðinu og í rauðu ógnarstjórninni. Það upphófst tími skefjalausra manndrápa. Hungursneyðir gengu yfir þegar búfénaður og korn var gert upptækt hjá bændum. Í hungursneyðinni 1921 náðu erlendir hjálparstarfsmenn að troða sér inn í landið. Hungursneyðinni í Úkraínu 1932-33 var að mestu haldið leyndri – þá er talið að hátt í 10 milljónir hafi beðið bana. Sjálfur sagði Stalín við Churchill að heimstyrjöldin hefði verið leikur einn miðað við þetta. Ungir flokksmenn voru sendir út á þennan akur – tilgangurinn var brjóta niður gamla bændasamfélagið. Menn eins og Krútsjof og Brésnef hlutu þarna eldskírn sína. Á síðustu árum hafa komið fram heimildir um fjölda uppreisna sem voru bældar niður með ógurlegum blóðsúthellingum. Samhliða þessu stækkaði Gúlagið ört; þrælavinnuafl varð beinlínis hluti af efnahagskerfi ríkisins. Lögreglan fékk kvóta til að uppfylla – hún skyldi skaffa svo og svo mikið af fólki inn í kerfið. Í þeim tilgangi var refsirammanum breytt; börn niður í 12 ára aldur voru fangelsuð fyrir jafn litlar sakir og að stela lúku af korni. Hví treysti Stalín Hitler?Griðasáttmála Stalíns við Hitler árið 1939 má ef til vill rekja til dipómatískra afleikja Vesturveldanna. Það verður að segjast eins og er: þeir höfðu ekkert á móti því að einræðisríkin tortímdu hvort öðru. Stalín var líka hæstánægður með þennan samning; það er skrítið að Hitler virðist hafa verið einn af fáum mönnum sem hann treysti nokkurn tíma. Hitt er ráðgáta hvernig Stalín neitaði í lengstu lög að horfast í augu við yfirvofandi innrás Þjóðverja. Hann virðist hafa fundið til andlegs skyldleika við foringja Þriðja ríkisins. Sovétríkin notuðu sér griðasáttmálann til hins ítrasta. Þau lögðu undir sig Eystrasaltsríkin og Pólland; sovéskar sveitir ekki fyrr komnar þangað inn en þær byrjuðu stórfelldar ofsóknir, morð, gripdeildir og brottflutning meintra óvina. Talið er að hátt í 400 þúsund Pólverjar hátt í fluttir til Síberíu, Kasakstan og á heimskautasvæðin á þessum tíma. Stalín var sérstaklega uppsigað við Pólverja eftir ósigurinn í stríði við þá 1920. Morðin í KatynskógiÞetta náði hámarki í fjöldamorðum á pólskum liðsforingjum og embættismönnum. Hluti fórnarlambanna fannst í fjöldagröf í Katynskógi, þar voru meira en 4000 lík – bolsévíkar reyndu að kenna nasistum um. Í nýlegri bók, Stalin´s Hangmen eftir Donald Rayfield, er dregin upp mynd af Valerí Blokhín, yfirböðli Lubianka-fangelsisins. Yfirleitt eru dráparar sovétkerfisins nafnlausir, en nú þekkir maður Blokhín; hann notaði svuntu, hjálm og hanska við verk sitt. Það var hann sem stjórnaði drápunum í Katyn. Líklega eru fáir menn í mannkynssögunni sem hafa drepið fleiri menn með eigin hendi. Sigurinn breiðir yfir illvirkiSvona var ástatt í ríkinu sem háði hina hetjulegu baráttu gegn Hitler. Það er sífellt endurtekið hvað mannfórnirnar voru óskaplegar. Á sama tíma leiða menn ekki hugann að stjórnendum ríkisins sem umgengust mannslíf eins og skít. Magnað upphafsatriðið í kvikmyndinni Enemy at the Gate er ágæt lýsing á þessari herstjórnarlist. Það lýsir því þegar nýjar hersveitir eru sendar út í orrustuna í Stalíngrad. Þeirra bíður algjör slátrun. Svona var ungt fólk rekið út í stríðið, stundum án vopna. Bannað að gefast upp eða hörfa að viðlagðri dauðarefsingu sem var óspart beitt. Heilu herirnir töpuðust vegna þessarar geggjuðu herstjórnarlistar. Sigurinn var notaður sem skálkaskjól. Hann var afbakaður til að breiða yfir illvirki. Þeir sem voru sendir til að dæma nasistaböðlana í Nürnberg voru böðlar sjálfir. Kerfisbundið var farið að útbreiða lygar um Sovétríkinn sem boðbera friðar; það var sífellt verið að halda friðarhátíðir í Austur-Evrópu – þangað fór margt ungt fólk frá Íslandi. Sjálfur Picasso teiknaði friðardúfu fyrir Moskvuvaldið. Nýlendur stalínismansBakvið glitti í ófrýnilega ásjónu kommúnismans. Í Austur-Evrópu voru leppar Sovétríkjanna hvarvetna settir til valda, lítilsigldir menn sem hefðu verið felldir af stalli undireins ef Sovétríkjanna hefði ekki notið við. Stalín umgekkst ríkin sem rauði herinn hafði "frelsað" sem nýlendur sínar. Alls staðar skyldi farið eftir hinni stalínísku fyrirmynd. Borgarastéttin var ofsótt og eignir hennar gerðar upptækar, fyrirtæki voru þjóðnýtt, það hófst mikil iðnvæðing á kostnað annarra framleiðslugreina, bændur voru reknir á samyrkjubú. Svo var tekið til við aðgerðir gegn gömlum kommúnistum; það þurfti sífellt að hreinsa kommúnistaflokkana. Það var þó lán þessara ríkja að Stalín skyldi ekki lifa lengur. Möppudýrin sem tóku við af honum höfðu ekki kraft til að halda uppi svo háu stigi ofsókna. Þeir sendu samt heri til Ungverjalands og Tékkóslóvakíu þegar kerfinu þar var ógnað. Berlínarmúrinn er tákn þessa tíma; múr mannfyrirlitningar. En til lengdar gátu þessir spilltu karlar ekki haldið saman kerfi sem byggði á engu öðru en kúgun; það grotnaði innanfrá. Lygasögur um stríðiðSamhliða þessu voru búnar til alls kyns lygasögur um stríðið. Í Austur-Þýskalandi var það opinber söguskoðun að kommúnistar í Þýskalandi hefðu haldið uppi virkri andspyrnu gegn stjórn nasista með dyggri aðstoð Sovétríkjanna. Haldið var uppi sífelldum áróðri um þetta. Griðasáttmálinn var ekki nefndur á nafn. Gyðingaandúð var enn landlæg í Austur-Evrópu og frekar ýtt undir hana en hitt; samtök fanga úr útrýmingarbúðum nasista voru leyst upp. Víða voru búðir nasista notaðar til að geyma óvini verkalýðsstéttarinnar. Sovétmenn sem frelsarar?En það var ekki alltaf auðvelt að selja hugmyndina um Sovétmenn sem frelsara. 12 milljónir Þjóðverja hröktust undan þeim frá austurhéruðum Þýskalands, 2 milljónir komust ekki lífs af. Sovéskir hermenn stunduðu skipulagðar nauðganir; það var varla til sú þýsk kona sem varð á vegi þeirra sem ekki var nauðgað. Síðustu ár er loks farið að fjalla opinskátt um hörmungarnar sem dundu yfir þýskan almenning í stríðslok. Hefur til dæmis einhver heyrt um flóttamannaskipið Wilhelm Gustloff? Nei? Samt er þetta kannski mesta sjóslys sögunar. Skipið varð fyrir rússnesku tundurskeyti í Eystrasalti 31. janúar 1945. Um borð voru 10 þúsund flóttamenn, aðallega konur og börn. Aðeins um þúsund lifðu af. Þjóðir settar í gripavagnaÞá verður líka að nefna skipulagðar útrýmingarherferðir gegn þjóðum sem Stalín hafði ímugust á, einkum undir því yfirskini að þær hefðu verið auðsveipar Þjóðverjum. Mikið af þessu fólki var flutt nauðugt burt meðan stríðið stóð enn. Líkt og í Þýskalandi var alltaf hægt að finna járnbrautarvagna til að fara með fólk á fjarlæga staðið þar sem dauðinn beið; þarna reyndi aldeilis á skipulagshæfileika Berias. Af þessum þjóðum og þjóðarbrotum má nefna Tsétséna, Volgu-Þjóðverja og Kalmúka, Tartara, Grikki og Armena frá Krímskaga, Tyrki og Kúrda frá Georgíu. Svipaðar þjóðernishreinsanir fóru svo fram í Eystrasaltsríkjunum eftir stríðið. Tilgangurinn var að uppræta þjóðerniskennd. Í staðinn var troðið þangað inn Rússum. Morð sem pólitísk aðferðLíkt og ég skrifaði í grein um daginn er kannski ekki svo ýkja mikill munur á kommúnisma og nasisma. Þetta eru alræðiskerfi, áþekk hvað varðar hugmyndafræði og aðferðir. Heimspekingurinn Tsvetan Todorov segir að alræðið sé helsta uppfinning tuttugustu aldarinnar. Hitler og Stalín eru tvær hliðar á sama peningi. Kenningarnar sem þeir trúðu á mæltu fyrir um útrýmingu þjóðfélagshópa sem standa í vegi fyrir útópíunni. Þetta er hugmynd um þúsundáraríki þar sem einstaklingurinn skiptir engu máli; allt er beygt undir hagsmuni þeirra sem geyma í sér sjálfan tilgang mannkynssögunnar - hvort sem það er aríski kynstofninn eða öreigastéttin. Morð eru lögmæt aðferð til að ná pólitískum markmiðum. Viðhorf forseta RússlandsVið minnumst þess að sextíu ár eru liðin frá falli nasismans. En við eigum líka að muna að skelfingarsögunni var ekki lokið í Austur-Evrópu. Fyrir marga var þetta upphaf nýs hörmungaskeiðs. Það er ofbjóðanlegt þegar Vladimir Putín segir að hrun Sovétríkjanna sé eitt mesta slys tuttugustu aldarinnar. Einræðistilburðir hans, ritskoðun og leyndarhyggja eru til marks um að Pútín er eitt af möppudýrum Sovétsins og hugsar með hlýhug til gömlu daganna. Rússar í gömlu biðröðinniÞjóðverjar hafa gert upp við nasismann svo mörgum finnst nóg um. Ennþá er að finna í Þjóðverjum einhvers konar sjálfsóbeit – þjóðernishyggja er nánast óhugsandi í Þýskalandi. Hins vegar er dapurt hvað hefur illa tekist til með uppgjör við fortíðina í Rússlandi. Það er eins og menn hími þar enn í gömlu biðröðinni, samanbitnir á svip, þegjandi í hóp. Kommúnisminn olli ofboðslegum spjöllum á samfélaginu í Rússlandi. Margar kynslóðir ólust upp í lygi. Annað hvort þögðu menn eða voru sífellt að fara með tuggur sem þeir trúðu ekki á sjálfir. Siðmenningin var í raun brotin í mola; það tekur langan tíma að líma hana saman aftur. Homo Soveticus reyndist vera innantómt afskræmi. En það hjálpar ekki að neita að horfast í augu við fortíðina. Sú leið liggur fremur til áframhaldandi sjálfseyðingar en viðreisnar. Með því móti heldur Rússland áfram að vera draugabær.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun