KR sigraði Stjörnuna

Keppni í Landsbankadeild kvenna hófst í gærkvöldi þegar KR sigraði Stjörnuna, 3-1. Vanja Stephanovic skoraði tvö mörk fyrir KR og Fjöla Dröfn Friðriksdóttir eitt. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði mark Stjörnunnar. Í kvöld keppa Breiðablik og Íslandsmeistarar Vals, Keflavík fær FH í heimsókn og ÍBV mætir ÍA. Allir leikirnir hefjast klukkan 20.