Gott útspil Kristjáns Þórs 13. október 2005 19:15 Umræðan um ný álver á Íslandi er stöðug, og nú er þetta ekki orðin spurning um keppni innan landshluta heldur keppni mili landshluta. Undirritun viljayfirlýsingar um álver í Helguvík kom mörgum á óvart, og í þeim hópi var sjálfur iðnaðarráðherrann Valgerður Sverrisdóttir. Að æðsti yfirmaður iðnaðar- og orkumála skuli ekki hafa vitað um hvað var að gerast suður á Reykjanesi kemur mörgum spánskt fyrir sjónir. Suðurnesjamenn virðast ekki viljað hafa hana með í ráðum í þessu máli, þótt þeir hafi unnið með iðnaðarráðuneytinu varðandi væntanlega stálpípuverksmiðju í Helguvík. Valgerður Sverrisdóttir hefur marsinnis sagt að það séu álfyrirtækin sjálf sem ráði því hvar þau setji sig niður. Stjórnvöld hafa ekki úrslitaáhrif í þeim efnum, þau skapi aðeins viðeigandi ramma um starfsemina og marki stefnuna um virkjanir og hvernig orkan frá þeim sé nýtt. Mörgum á Norðurlandi sem unnið hafa að því að efla atvinnulíf og laða til sín fjárfesta hlýtur að hafa brugðið nokkuð þegar greint var frá áformum um álver í Helguvík. Í umræðunni undanfarna mánuði hefur borið á togstreitu milli byggðarlaga um álver þar. Einkum hafa það verið Húsvíkingar og Akureyringar sem hafa ekki alveg verið sammála um stað fyrir álver nyrðra. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, kom svo með óvænt útspil í þeim efnum á dögunum, þegar hann lagði að til að litið yrði til Húsavíkur sem fyrsta kosts fyrir álver á Norðurlandi. Í viðtali við Fréttablaðið um þetta mál sagði Kristján: "Staðarval álvers hefur verið deilumál á Norðurlandi, og því tel ég nauðsynlegt að við Norðlendingar séum einhuga um að vinna sem best úr þessu verkefni. Þetta sjónarmið hjá mér að nefna Húsavík sem fyrsta kost er liður í því að reyna að skapa samtakamátt um stóriðju hér á Norðurlandi, sem er algjör forsenda fyrir því að svona stórt verkefni geti gengið vel." Þarna tekur bæjarstjórinn hagsmuni allra Norðlendinga fram yfir hagsmuni Akureyringa og Eyfirðinga, og það er ekki á hverjum degi sem menn líta jafnt raunsætt á málin og hann í þessu tilfelli. Staðreyndin er líka sú að Þingeyingar, og þá ekki síst Húsvíkingar, hafa unnið meira og markvissar að því að álver verði reist í þeirra heimabyggð en margir aðrir. Þeir hafa bent á verksmiðjulóð fyrir norðan bæinn og að hafnarskilyrði séu góð á Húsavík. Þá eru ónýttar orkulindir á næsta leiti og því stutt að flytja orkuna til álversins. Á Húsavík er líka öll grunnþjónusta fyrir hendi, nema hvað áætlunarflug þangað var lagt niður fyrir nokkrum árum. Með byggingu álvers á Húsavík hlýtur það að breytast og á ný verður hagkvæmt að fljúga þangað. Þannig njóta íbúarnir á svæðinu þess beint þegar aukinn kraftur færist í athafnalífið. Þetta sjá menn glöggt á Austurlandi um þessar mundir, þar sem auk þess að innanlandsflugferðum hefur verið fjölgað mjög milli Reykjavíkur og Egilsstaða er nú í undirbúningi að hefja reglulegt áætlunarflug til útlanda frá Egilsstöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Umræðan um ný álver á Íslandi er stöðug, og nú er þetta ekki orðin spurning um keppni innan landshluta heldur keppni mili landshluta. Undirritun viljayfirlýsingar um álver í Helguvík kom mörgum á óvart, og í þeim hópi var sjálfur iðnaðarráðherrann Valgerður Sverrisdóttir. Að æðsti yfirmaður iðnaðar- og orkumála skuli ekki hafa vitað um hvað var að gerast suður á Reykjanesi kemur mörgum spánskt fyrir sjónir. Suðurnesjamenn virðast ekki viljað hafa hana með í ráðum í þessu máli, þótt þeir hafi unnið með iðnaðarráðuneytinu varðandi væntanlega stálpípuverksmiðju í Helguvík. Valgerður Sverrisdóttir hefur marsinnis sagt að það séu álfyrirtækin sjálf sem ráði því hvar þau setji sig niður. Stjórnvöld hafa ekki úrslitaáhrif í þeim efnum, þau skapi aðeins viðeigandi ramma um starfsemina og marki stefnuna um virkjanir og hvernig orkan frá þeim sé nýtt. Mörgum á Norðurlandi sem unnið hafa að því að efla atvinnulíf og laða til sín fjárfesta hlýtur að hafa brugðið nokkuð þegar greint var frá áformum um álver í Helguvík. Í umræðunni undanfarna mánuði hefur borið á togstreitu milli byggðarlaga um álver þar. Einkum hafa það verið Húsvíkingar og Akureyringar sem hafa ekki alveg verið sammála um stað fyrir álver nyrðra. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, kom svo með óvænt útspil í þeim efnum á dögunum, þegar hann lagði að til að litið yrði til Húsavíkur sem fyrsta kosts fyrir álver á Norðurlandi. Í viðtali við Fréttablaðið um þetta mál sagði Kristján: "Staðarval álvers hefur verið deilumál á Norðurlandi, og því tel ég nauðsynlegt að við Norðlendingar séum einhuga um að vinna sem best úr þessu verkefni. Þetta sjónarmið hjá mér að nefna Húsavík sem fyrsta kost er liður í því að reyna að skapa samtakamátt um stóriðju hér á Norðurlandi, sem er algjör forsenda fyrir því að svona stórt verkefni geti gengið vel." Þarna tekur bæjarstjórinn hagsmuni allra Norðlendinga fram yfir hagsmuni Akureyringa og Eyfirðinga, og það er ekki á hverjum degi sem menn líta jafnt raunsætt á málin og hann í þessu tilfelli. Staðreyndin er líka sú að Þingeyingar, og þá ekki síst Húsvíkingar, hafa unnið meira og markvissar að því að álver verði reist í þeirra heimabyggð en margir aðrir. Þeir hafa bent á verksmiðjulóð fyrir norðan bæinn og að hafnarskilyrði séu góð á Húsavík. Þá eru ónýttar orkulindir á næsta leiti og því stutt að flytja orkuna til álversins. Á Húsavík er líka öll grunnþjónusta fyrir hendi, nema hvað áætlunarflug þangað var lagt niður fyrir nokkrum árum. Með byggingu álvers á Húsavík hlýtur það að breytast og á ný verður hagkvæmt að fljúga þangað. Þannig njóta íbúarnir á svæðinu þess beint þegar aukinn kraftur færist í athafnalífið. Þetta sjá menn glöggt á Austurlandi um þessar mundir, þar sem auk þess að innanlandsflugferðum hefur verið fjölgað mjög milli Reykjavíkur og Egilsstaða er nú í undirbúningi að hefja reglulegt áætlunarflug til útlanda frá Egilsstöðum.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun