Hafði gaman af unglingavinnunni 24. maí 2005 00:01 Helena Sif er úr Borgarnesi og kveðst hafa haft gaman af garðyrkju frá því hún man eftir sér. "Mér finnst ég alltaf hafa verið eitthvað að róta í mold," segir hún. "Bæði vorum við með garð heima og svo er ég kannski ein af fáum sem hafði verulega gaman af unglingavinnunni. Ég var þá að hirða Skallagrímsgarð í Borgarnesi og þykir voða vænt um hann." Nú er Helena Sif að vinna hjá borginni, er þar flokksstjóri og sér um miðborgina, eða Kvosina eins og hún kýs að kalla hana. Í hennar deild er ungt fólk úr Vinnumiðlun ungs fólks í Hinu húsinu. Það er svona að tínast út á túndruna og Helena Sif kveðst þegar komin með fjóra liðsmenn. En hvað er helst verið að bjástra? "Við erum að undirbúa skrúðgarðana hér í miðbænum undir sumarið. Stinga upp beðin fyrir sumarblómin á Austurvelli og víðar. Það er ekki þorandi að setja þau niður strax í svona kuldatíð en við erum að planta trjám og runnum. Það þarf allt endurnýjunar við. Sumt er orðið svo gamalt að nauðsynlegt er að bæta inn í svo eitt taki við af öðru. Svo erum við náttúrlega að pjakka og reyta illgresi og allt þetta sem þarf að gera," svarar hún. Ekki neitar hún því að mikið sé af rusli og glerbrotum í runnunum. "Líka mikið af því sem við viljum ekki sjá eins og sprautunálar og slíkt. Því miður. Þannig var það ekki þannig í Skallagrímsgarði." Atvinna Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Helena Sif er úr Borgarnesi og kveðst hafa haft gaman af garðyrkju frá því hún man eftir sér. "Mér finnst ég alltaf hafa verið eitthvað að róta í mold," segir hún. "Bæði vorum við með garð heima og svo er ég kannski ein af fáum sem hafði verulega gaman af unglingavinnunni. Ég var þá að hirða Skallagrímsgarð í Borgarnesi og þykir voða vænt um hann." Nú er Helena Sif að vinna hjá borginni, er þar flokksstjóri og sér um miðborgina, eða Kvosina eins og hún kýs að kalla hana. Í hennar deild er ungt fólk úr Vinnumiðlun ungs fólks í Hinu húsinu. Það er svona að tínast út á túndruna og Helena Sif kveðst þegar komin með fjóra liðsmenn. En hvað er helst verið að bjástra? "Við erum að undirbúa skrúðgarðana hér í miðbænum undir sumarið. Stinga upp beðin fyrir sumarblómin á Austurvelli og víðar. Það er ekki þorandi að setja þau niður strax í svona kuldatíð en við erum að planta trjám og runnum. Það þarf allt endurnýjunar við. Sumt er orðið svo gamalt að nauðsynlegt er að bæta inn í svo eitt taki við af öðru. Svo erum við náttúrlega að pjakka og reyta illgresi og allt þetta sem þarf að gera," svarar hún. Ekki neitar hún því að mikið sé af rusli og glerbrotum í runnunum. "Líka mikið af því sem við viljum ekki sjá eins og sprautunálar og slíkt. Því miður. Þannig var það ekki þannig í Skallagrímsgarði."
Atvinna Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira