Sviptingar í R-listanum 26. maí 2005 00:01 Borgarmálaumræðan hefur tekið mikinn kipp undanfarna daga og er greinilegt að titrings er farið að gæta i herbúðum bæði Reykjavíkurlistans og sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar að ári. Allt er þetta spurning um völd og áhrif. Það er ekkert nýtt að einhver núningur sé milli fulltrúa Vinstri-grænna og annarra í Rlistanum, en þrátt fyrir töluverð átök hafa menn náð saman á endanum, með einhverskonar málamiðlunum, þannig að borgarfulltrúar hafa getað sæmilega við unað. Uppákoman núna varðandi hugsanlega raforkusölu Orkuveitu Reykjavíkur til álvers í Helguvík kemur á viðkvæmum tíma, einmitt þegar flokkarnir í meirihlutasamstarfinu í Reykjavík eru að ræða saman um áframhaldandi samstarf. Innan Sjálfstæðisflokksins eru líka merki um átök varðandi framboðslistann á næsta ári. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur verið í forystu fyrir listann, frá því að Björn Bjarnason gaf hana frá sér. Vilhjálmur hefur sagt að hann sé reiðubúinn að leiða listann áfram, enda með gífurlega reynslu og þekkingu á borgarmálum og sveitarstjórnarmálum almennt. Unga órólega fólkið á listanum vill hins vegar greinilega breytingar, en það er bara spurning hvort kjósendur séu sama sinnis. Það eru þeir sem ráða niðurstöðu kosninganna, en ekki einhverjar flokksklíkur vítt og breitt um borgina. Bæði Reykjavíkurlistinn og sjálfstæðismenn hafa á liðnum árum gengið í gegnum miklar hremmingar hvað varðar skipan borgarstjóra, þannig að það er jafnt á komið með fylkingunum í þeim efnum. Segja má að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sé nú í svipaðri stöðu og þegar Árni Sigfússon tók skyndilega við leiðtogahlutverki sjálfstæðismanna nokkrum mánuðum fyrir borgarstjórnarkosningar á sínum tíma og tapaði kosningunum. Að vísu hefur Steinunn Valdís nú lengri tíma til að sanna sig í embætti en Árni á sínum tíma, en engu að síður er staða þeirra svipuð. Ef af því verður að reist verður álver í Helguvík er ljóst að það dugar ekki að semja aðeins við Hitaveitu Suðurnesja um orkukaup, heldur verða bæði Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur að koma að því máli, miðað við þá stærð af álveri sem nú er talað um. Það þarf því bæði meirihlutasamþykki stjórnar Landsvirkjunar og Orkuveitunnar svo hægt sé að halda áfram undirbúningi fyrir álver í Helguvík. Sjálfstæðismenn í stjórnum beggja þessara fyrirtækja geta varla farið að bregða fæti fyrir flokksbræður sína á Suðurnesjum í þessu máli, þótt þeir muni notfæra sér það til hins ýtrasta til að gera Reykjavíkurlistanum erfitt fyrir nú á viðkvæmum tímum. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, hefur yfirleitt komið standandi niður í átökum innan Reykjavíkurlistans og nú kann ef til vill enn og aftur að koma í ljós náinn vinskapur og samvinna þeirra Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í borgarmálum, þannig að báðir hafi hag af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Borgarmálaumræðan hefur tekið mikinn kipp undanfarna daga og er greinilegt að titrings er farið að gæta i herbúðum bæði Reykjavíkurlistans og sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar að ári. Allt er þetta spurning um völd og áhrif. Það er ekkert nýtt að einhver núningur sé milli fulltrúa Vinstri-grænna og annarra í Rlistanum, en þrátt fyrir töluverð átök hafa menn náð saman á endanum, með einhverskonar málamiðlunum, þannig að borgarfulltrúar hafa getað sæmilega við unað. Uppákoman núna varðandi hugsanlega raforkusölu Orkuveitu Reykjavíkur til álvers í Helguvík kemur á viðkvæmum tíma, einmitt þegar flokkarnir í meirihlutasamstarfinu í Reykjavík eru að ræða saman um áframhaldandi samstarf. Innan Sjálfstæðisflokksins eru líka merki um átök varðandi framboðslistann á næsta ári. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur verið í forystu fyrir listann, frá því að Björn Bjarnason gaf hana frá sér. Vilhjálmur hefur sagt að hann sé reiðubúinn að leiða listann áfram, enda með gífurlega reynslu og þekkingu á borgarmálum og sveitarstjórnarmálum almennt. Unga órólega fólkið á listanum vill hins vegar greinilega breytingar, en það er bara spurning hvort kjósendur séu sama sinnis. Það eru þeir sem ráða niðurstöðu kosninganna, en ekki einhverjar flokksklíkur vítt og breitt um borgina. Bæði Reykjavíkurlistinn og sjálfstæðismenn hafa á liðnum árum gengið í gegnum miklar hremmingar hvað varðar skipan borgarstjóra, þannig að það er jafnt á komið með fylkingunum í þeim efnum. Segja má að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sé nú í svipaðri stöðu og þegar Árni Sigfússon tók skyndilega við leiðtogahlutverki sjálfstæðismanna nokkrum mánuðum fyrir borgarstjórnarkosningar á sínum tíma og tapaði kosningunum. Að vísu hefur Steinunn Valdís nú lengri tíma til að sanna sig í embætti en Árni á sínum tíma, en engu að síður er staða þeirra svipuð. Ef af því verður að reist verður álver í Helguvík er ljóst að það dugar ekki að semja aðeins við Hitaveitu Suðurnesja um orkukaup, heldur verða bæði Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur að koma að því máli, miðað við þá stærð af álveri sem nú er talað um. Það þarf því bæði meirihlutasamþykki stjórnar Landsvirkjunar og Orkuveitunnar svo hægt sé að halda áfram undirbúningi fyrir álver í Helguvík. Sjálfstæðismenn í stjórnum beggja þessara fyrirtækja geta varla farið að bregða fæti fyrir flokksbræður sína á Suðurnesjum í þessu máli, þótt þeir muni notfæra sér það til hins ýtrasta til að gera Reykjavíkurlistanum erfitt fyrir nú á viðkvæmum tímum. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, hefur yfirleitt komið standandi niður í átökum innan Reykjavíkurlistans og nú kann ef til vill enn og aftur að koma í ljós náinn vinskapur og samvinna þeirra Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í borgarmálum, þannig að báðir hafi hag af.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun