Uppstokkun í ríkisstjórninni 29. maí 2005 00:01 Mogginn vill breytingar í ríkisstjórninni. Hann tilgreinir ekki nákvæmlega hverjar – telur bara að sé kominn tími til að stokka upp, fá smá andlitslyftingu, ekki síst í ljósi þess að Samfylkingin hefur fengið nýja forystu. Annars sé hætta á að ríkisstjórnarflokkarnir tapi næstu kosningum. Mogginn er með það á heilanum þessa dagana að Samfylkingin og Vinstri grænir verði í næstu ríkisstjórn. Markverð breyting gæti til dæmis verið að Davíð Oddsson yrði forsætisráðherra að nýju. Þá yrði að minnsta kosti lát á skipan nýrra sendiherra. Kannski myndum við kjósendurnir líka fá að sjá þennan skemmtilega stjórnmálamann aftur? Það liggur við að maður sé farinn að segja að það sé sjónarsviptir að honum. Annars spyr maður hvort ritstjóri Moggans sé með einhverjum að endurspegla vilja Davíðs sjálfs þegar hann skrifar þennan leiðara? Vill Davíð breyta ríkisstjórninni? Er hann kannski að hætta sjálfur? Eða er hann kannski ekki búinn að ákveða sig? --- --- --- Mogginn nefnir breytta verkaskiptingu í ríkisstjórninni. Um þetta hefur verið rætt í mörg ár. Til dæmis að sé óþarfi að hafa sérstök ráðuneyti landbúnaðar-, iðnaðar-, viðskipta- og sjávarútvegs. Þetta eigi ekki að þurfa á tíma þegar almennar leikreglur eiga að gilda ofar fyrirgreiðslusnatti. Það var til að mynda til marks um breytta tíma í pólítík á Íslandi þegar stofnuð var nefnd til að taka á vandanum vegna hás gengis krónunnar. Tillögur nefndarinnar voru mjög einfaldar – við skulum ekki gera neitt. Málið er úr höndum stjórnmálamanna. Oftsinnis hafa verið viðraðar hugmyndir um að stofna sérstakt atvinnuvegaráðuneyti. Eins og það horfir við stjórnmálamönnunum er gallinn á þessu sá að ráðherrum myndi fækka (þótt kannski myndist pláss fyrir nokkra aðstoðarráðherra). Ríkisstjórnin sem nú situr hefur fyrir löngu sýnt að hún leggur meira upp úr því hvernig ráðuneyti eru skipuð, hversu margir komast að, en hvert er inntak ráðuneytanna. --- --- --- Önnur markverð breyting gæti verið að Sjálfstæðisflokkur tæki við heilbrigðisráðuneytinu. Það er ráðuneyti sem flokkurinn hefur forðast eins og pestina. Ágætur sjálfstæðismaður, Ólafur Örn Arnarson læknir, skrifaði grein í Morgunblaðið á sunnudag og komst að þeirri niðurstöðu að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafi sömu stefnu í heilbrigðismálum. Ögmundur Jónasson greip þetta á lofti á vef sínum og var fljótur að kalla Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu "einkavæðingarflokkanna tvo". Ögmundur passar sig vandlega á að rugla saman einkavæðingu og einkarekstri. Hið síðarnefnda hefur tíðkast víða í heilbrigðiskerfinu um árabil og enginn kvartar. Þetta er ekki róttækara en svo að ríkið er greiðandinn, í þessu felst engin mismunun gagnvart sjúklingum. Eins og stendur er ríkjandi miðstýringarárátta sem virkar lamandi á allt heilbrigðiskerfið. Ögmundi finnst það kannski ágætt. Vinstri grænir eru sem fyrr mesti íhaldsflokkur á Íslandi; það má helst ekki hrófla við neinu. Það er löngu kominn tími til að leyfa einkaframtakinu að njóta sín betur í heilbrigðiskerfinu, leysa nýja krafta úr læðingi. Sjálfstæðisflokkurinn á að koma öflugum manni í þetta ráðuneyti – mér dettur til dæmis í hug Bjarni Benediktsson. Svipurinn á honum virkar allavega ansi viljasterkur. --- --- --- Síðasti ráðherra sem reyndi að umbylta heilbrigðiskerfinu var Sighvatur Björgvinsson. Fyrir vikið tókst honum að verða óvinsælasti maður á Íslandi á örfáum vikum. Út úr faxtækjum fjölmiðlanna dældust látlaust nýjar reglugerðir úr heilbrigðisráðuneytinu. Það mátti Sighvatur eiga að hann var að reyna, hvort hann var – þótt stundum liti það út eins og pólitískt sjálfsmorð þegar hann hjólaði í lækna- og lyfjamafíurnar... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Mogginn vill breytingar í ríkisstjórninni. Hann tilgreinir ekki nákvæmlega hverjar – telur bara að sé kominn tími til að stokka upp, fá smá andlitslyftingu, ekki síst í ljósi þess að Samfylkingin hefur fengið nýja forystu. Annars sé hætta á að ríkisstjórnarflokkarnir tapi næstu kosningum. Mogginn er með það á heilanum þessa dagana að Samfylkingin og Vinstri grænir verði í næstu ríkisstjórn. Markverð breyting gæti til dæmis verið að Davíð Oddsson yrði forsætisráðherra að nýju. Þá yrði að minnsta kosti lát á skipan nýrra sendiherra. Kannski myndum við kjósendurnir líka fá að sjá þennan skemmtilega stjórnmálamann aftur? Það liggur við að maður sé farinn að segja að það sé sjónarsviptir að honum. Annars spyr maður hvort ritstjóri Moggans sé með einhverjum að endurspegla vilja Davíðs sjálfs þegar hann skrifar þennan leiðara? Vill Davíð breyta ríkisstjórninni? Er hann kannski að hætta sjálfur? Eða er hann kannski ekki búinn að ákveða sig? --- --- --- Mogginn nefnir breytta verkaskiptingu í ríkisstjórninni. Um þetta hefur verið rætt í mörg ár. Til dæmis að sé óþarfi að hafa sérstök ráðuneyti landbúnaðar-, iðnaðar-, viðskipta- og sjávarútvegs. Þetta eigi ekki að þurfa á tíma þegar almennar leikreglur eiga að gilda ofar fyrirgreiðslusnatti. Það var til að mynda til marks um breytta tíma í pólítík á Íslandi þegar stofnuð var nefnd til að taka á vandanum vegna hás gengis krónunnar. Tillögur nefndarinnar voru mjög einfaldar – við skulum ekki gera neitt. Málið er úr höndum stjórnmálamanna. Oftsinnis hafa verið viðraðar hugmyndir um að stofna sérstakt atvinnuvegaráðuneyti. Eins og það horfir við stjórnmálamönnunum er gallinn á þessu sá að ráðherrum myndi fækka (þótt kannski myndist pláss fyrir nokkra aðstoðarráðherra). Ríkisstjórnin sem nú situr hefur fyrir löngu sýnt að hún leggur meira upp úr því hvernig ráðuneyti eru skipuð, hversu margir komast að, en hvert er inntak ráðuneytanna. --- --- --- Önnur markverð breyting gæti verið að Sjálfstæðisflokkur tæki við heilbrigðisráðuneytinu. Það er ráðuneyti sem flokkurinn hefur forðast eins og pestina. Ágætur sjálfstæðismaður, Ólafur Örn Arnarson læknir, skrifaði grein í Morgunblaðið á sunnudag og komst að þeirri niðurstöðu að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafi sömu stefnu í heilbrigðismálum. Ögmundur Jónasson greip þetta á lofti á vef sínum og var fljótur að kalla Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu "einkavæðingarflokkanna tvo". Ögmundur passar sig vandlega á að rugla saman einkavæðingu og einkarekstri. Hið síðarnefnda hefur tíðkast víða í heilbrigðiskerfinu um árabil og enginn kvartar. Þetta er ekki róttækara en svo að ríkið er greiðandinn, í þessu felst engin mismunun gagnvart sjúklingum. Eins og stendur er ríkjandi miðstýringarárátta sem virkar lamandi á allt heilbrigðiskerfið. Ögmundi finnst það kannski ágætt. Vinstri grænir eru sem fyrr mesti íhaldsflokkur á Íslandi; það má helst ekki hrófla við neinu. Það er löngu kominn tími til að leyfa einkaframtakinu að njóta sín betur í heilbrigðiskerfinu, leysa nýja krafta úr læðingi. Sjálfstæðisflokkurinn á að koma öflugum manni í þetta ráðuneyti – mér dettur til dæmis í hug Bjarni Benediktsson. Svipurinn á honum virkar allavega ansi viljasterkur. --- --- --- Síðasti ráðherra sem reyndi að umbylta heilbrigðiskerfinu var Sighvatur Björgvinsson. Fyrir vikið tókst honum að verða óvinsælasti maður á Íslandi á örfáum vikum. Út úr faxtækjum fjölmiðlanna dældust látlaust nýjar reglugerðir úr heilbrigðisráðuneytinu. Það mátti Sighvatur eiga að hann var að reyna, hvort hann var – þótt stundum liti það út eins og pólitískt sjálfsmorð þegar hann hjólaði í lækna- og lyfjamafíurnar...
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun