Jórsalafarar 30. maí 2005 00:01 Myndin The Kingdom of Heaven er dæmigert samsull frá Hollywood. Þeim hefur ekki þótt nógu gott að gera mynd um kristna krossfara, þannig að þeir gera mynd um krossfara sem fer að sjá í gegnum kristindóminn og er í raun einhvers konar fríhyggjumaður. Langt á undan sinni samtíð. Með því hafna höfundar myndarinnar í raun frá hugarheimi miðaldanna sem þeir eru þó að fjalla um. Lykillinn að honum er einmitt kristindómurinn, hversu Guð, himnaríki og helvíti er alltaf nálægt, en mannsævin stutt og þrungin hættum. Fyrir vikið verður myndinn óáhugaverð, hún fjallar í rauninni ekki um neitt, þótt í henni megi finna glæsileg atriði sem sum eiga einhvern fót í sögu krossferðanna. Nöfn persónanna eru yfirleitt rétt, það var í alvörunni til maður sem hét Balian af Ibelin, en sjálfar eru þær einhvern veginn fráleitar. --- --- --- Þessum hugarheimi – hvers vegna menn eru tilbúnir til að leggja á sig ferðir til Rómar og Jórsala, vitandi að það eru ekkert sérlega góðar líkur á að þeir snúi aftur og að umbunin er frekar annars heims en þessa – lýsir Pétur Gunnarsson afar vel í bókum sínum Skáldsögu Íslands. Það hefði verið nær að leita til hans um handritið en þessarar nefndar sem settist yfir að skrifa Kingdom of Heaven. --- --- --- Múslimum er annars sýnd meiri samúð í myndinni en hinum kristnu, kannski eiga þeir það skilið? Sumum krossferðariddurunum er lýst sem hreinræktuðum illmennum. Myndin hefur samt fengið á sig þá gagnrýni að hún sé áróður fyrir Bin Laden. Að minnsta kosti eru þeir furðu líkir hann og herkonungurinn Saladin eins og hann birtist í myndinni. Sá lokaboðskapur myndarinnar er þó ágætur að allir trúflokkar eigi að lifa saman í hinni helgu borg. Sem virðist borin von. --- --- --- Dýralífsmyndir í sjónvarpinu sjálfu sér ágætar, sætir litlir nashyrningar, apar og flóðhesta-litlu-börn eins og Kári mundi segja. Svo horfir maður smá meira og sér að þetta snýst allt um að éta eða vera étinn. Eða mökunaraðferðir þessara tegunda. Það er frekar einhæft – og niðurdrepandi til lengdar. Þvínæst fer maður fram í eldhús og sér leifarnar af skepnunni sem maður hefur sjálfur verið að éta fyrr um kvöldið. Sauðkindin bítur þó bara gras. --- --- --- Í ræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar skar Ingibjörg Sólrún um herör gegn klíkum. Það er svosem af nógu af taka. Víða í íslensku samfélagi er útilokað að komast að nema maður tilheyri réttu klíkunni. Erlendis er í tísku að rannsaka stjórnmálaklíkur og bisnessklíkur, einkum þó tengslin milli þeirra. Þar er notað orðið elites. Slík tengsl hafa aldeilis verið til staðar hér þótt veruleikinn sé ekki jafn klipptur og skorinn og var á tíma Kolkrabbans og Sambandsins. Meginefni greinaflokks Sigríðar Daggar Auðunsdóttir í Fréttablaðinu er í raun hvernig stjórnmála- og viðskiptaklíkurnar mætast í einkavæðingu bankanna. Finnur er kommissar Framsóknarflokksins í viðskiptalífinu; Kjartan Gunnarsson hangir enn í bankaráði Landsbankans. Kannski er aftur kominn tími til að svara spurningunni hver á Ísland? Hins vegar hefur manni stundum fundist að Samfylkinguna langi líka að komast í klíku með einhverjum valinkunnum bisnessmönnum. Að henni finnist hún vera dálítið útundan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Myndin The Kingdom of Heaven er dæmigert samsull frá Hollywood. Þeim hefur ekki þótt nógu gott að gera mynd um kristna krossfara, þannig að þeir gera mynd um krossfara sem fer að sjá í gegnum kristindóminn og er í raun einhvers konar fríhyggjumaður. Langt á undan sinni samtíð. Með því hafna höfundar myndarinnar í raun frá hugarheimi miðaldanna sem þeir eru þó að fjalla um. Lykillinn að honum er einmitt kristindómurinn, hversu Guð, himnaríki og helvíti er alltaf nálægt, en mannsævin stutt og þrungin hættum. Fyrir vikið verður myndinn óáhugaverð, hún fjallar í rauninni ekki um neitt, þótt í henni megi finna glæsileg atriði sem sum eiga einhvern fót í sögu krossferðanna. Nöfn persónanna eru yfirleitt rétt, það var í alvörunni til maður sem hét Balian af Ibelin, en sjálfar eru þær einhvern veginn fráleitar. --- --- --- Þessum hugarheimi – hvers vegna menn eru tilbúnir til að leggja á sig ferðir til Rómar og Jórsala, vitandi að það eru ekkert sérlega góðar líkur á að þeir snúi aftur og að umbunin er frekar annars heims en þessa – lýsir Pétur Gunnarsson afar vel í bókum sínum Skáldsögu Íslands. Það hefði verið nær að leita til hans um handritið en þessarar nefndar sem settist yfir að skrifa Kingdom of Heaven. --- --- --- Múslimum er annars sýnd meiri samúð í myndinni en hinum kristnu, kannski eiga þeir það skilið? Sumum krossferðariddurunum er lýst sem hreinræktuðum illmennum. Myndin hefur samt fengið á sig þá gagnrýni að hún sé áróður fyrir Bin Laden. Að minnsta kosti eru þeir furðu líkir hann og herkonungurinn Saladin eins og hann birtist í myndinni. Sá lokaboðskapur myndarinnar er þó ágætur að allir trúflokkar eigi að lifa saman í hinni helgu borg. Sem virðist borin von. --- --- --- Dýralífsmyndir í sjónvarpinu sjálfu sér ágætar, sætir litlir nashyrningar, apar og flóðhesta-litlu-börn eins og Kári mundi segja. Svo horfir maður smá meira og sér að þetta snýst allt um að éta eða vera étinn. Eða mökunaraðferðir þessara tegunda. Það er frekar einhæft – og niðurdrepandi til lengdar. Þvínæst fer maður fram í eldhús og sér leifarnar af skepnunni sem maður hefur sjálfur verið að éta fyrr um kvöldið. Sauðkindin bítur þó bara gras. --- --- --- Í ræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar skar Ingibjörg Sólrún um herör gegn klíkum. Það er svosem af nógu af taka. Víða í íslensku samfélagi er útilokað að komast að nema maður tilheyri réttu klíkunni. Erlendis er í tísku að rannsaka stjórnmálaklíkur og bisnessklíkur, einkum þó tengslin milli þeirra. Þar er notað orðið elites. Slík tengsl hafa aldeilis verið til staðar hér þótt veruleikinn sé ekki jafn klipptur og skorinn og var á tíma Kolkrabbans og Sambandsins. Meginefni greinaflokks Sigríðar Daggar Auðunsdóttir í Fréttablaðinu er í raun hvernig stjórnmála- og viðskiptaklíkurnar mætast í einkavæðingu bankanna. Finnur er kommissar Framsóknarflokksins í viðskiptalífinu; Kjartan Gunnarsson hangir enn í bankaráði Landsbankans. Kannski er aftur kominn tími til að svara spurningunni hver á Ísland? Hins vegar hefur manni stundum fundist að Samfylkinguna langi líka að komast í klíku með einhverjum valinkunnum bisnessmönnum. Að henni finnist hún vera dálítið útundan.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun