S-hópurinn fékk milljarða að láni 30. maí 2005 00:01 S-hópurinn fékk milljarða að láni frá Landsbankanum á meðan hann var enn í ríkiseigu. Lánið var til að fjármagna fyrri greiðslu S-hópsins vegna kaupa á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í janúar 2003. Eignarhaldsfélagið Egla fékk um 3 milljarða króna í lán frá Landsbankanum en félög í S-hópnum fengu alls lánaða 6 til 8 milljarða króna. Þýski bankinn Hauck & Aufhauser átti 50 prósenta hlut í Eglu, Ker átti 49,5 prósenta hlut og VÍS 0,5 prósenta hlut. Þetta kemur fram í síðasta hluta greinaflokks Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna, sem birtist í blaðinu í dag. Þar kemur einnig fram að þegar framkvæmdanefndin valdi S-hópinn til viðræðna um kaupin á Búnaðarbankanum hafði nefndin ekki enn fengið uppgefið hvaða erlendi fjárfestir væri þar á meðal. S-hópurinn sagði fjárfestinn ekki vilja koma fram fyrr en að loknum samningum. Samið var um það að S-hópurinn gæfi HSBC upp nafnið á fjárfestinum og HSBC myndi síðan upplýsa nefndina um hvort hann teldist áreiðanlegur. Niðurstaða HSBC var jákvæð í garð fjárfestisins. Umsögn HSBC vakti ekki spurningar meðal framkvæmdanefndarinnar fyrr en kaupsamningur var undirritaður og tilkynnt var að þýski einkabankinn Hauck & Aufhauser væri erlendi fjárfestirinn. Nefndarmönnum fannst þá að umsögn HSBC hefði ekki getað átt við Hauck & Aufhauser því hún hefði dregið upp mynd af stórum alþjóðlegum fjárfestingarbanka, sem Hauck & Aufhauser er ekki. Í greininni segir einnig að í kaupsamningi milli ríkisins og S-hópsins kom fram að hluthöfum Eglu var óheimilt að selja, eða ráðstafa á annan hátt, hluti sínum í Eglu í 21 mánuð frá undirritun samningsins 16. janúar 2003, nema að fengnu skriflegu samþykki viðskiptaráðherra. Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhauser sem átti helmingshlut í Eglu, sagði við fjölmiðla við undirskrift kaupsamningsins að bankinn myndi halda eignarhlut sínum í Búnaðarbankanum í að minnsta kosti tvö ár líkt og kveðið væri á um í kaupsamningnum. Að þeim tíma liðnum yrði ávöxtunin metin og fjárfestingin endurskoðuð. Þrettán mánuðum eftir undirritun kaupsamnings, 20. febrúar 2004, keypti Ker þriðjung af hlutafé Hauck & Aufhauser í sameinuðum KB banka. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra veitti leyfi fyrir viðskiptunum. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
S-hópurinn fékk milljarða að láni frá Landsbankanum á meðan hann var enn í ríkiseigu. Lánið var til að fjármagna fyrri greiðslu S-hópsins vegna kaupa á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í janúar 2003. Eignarhaldsfélagið Egla fékk um 3 milljarða króna í lán frá Landsbankanum en félög í S-hópnum fengu alls lánaða 6 til 8 milljarða króna. Þýski bankinn Hauck & Aufhauser átti 50 prósenta hlut í Eglu, Ker átti 49,5 prósenta hlut og VÍS 0,5 prósenta hlut. Þetta kemur fram í síðasta hluta greinaflokks Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna, sem birtist í blaðinu í dag. Þar kemur einnig fram að þegar framkvæmdanefndin valdi S-hópinn til viðræðna um kaupin á Búnaðarbankanum hafði nefndin ekki enn fengið uppgefið hvaða erlendi fjárfestir væri þar á meðal. S-hópurinn sagði fjárfestinn ekki vilja koma fram fyrr en að loknum samningum. Samið var um það að S-hópurinn gæfi HSBC upp nafnið á fjárfestinum og HSBC myndi síðan upplýsa nefndina um hvort hann teldist áreiðanlegur. Niðurstaða HSBC var jákvæð í garð fjárfestisins. Umsögn HSBC vakti ekki spurningar meðal framkvæmdanefndarinnar fyrr en kaupsamningur var undirritaður og tilkynnt var að þýski einkabankinn Hauck & Aufhauser væri erlendi fjárfestirinn. Nefndarmönnum fannst þá að umsögn HSBC hefði ekki getað átt við Hauck & Aufhauser því hún hefði dregið upp mynd af stórum alþjóðlegum fjárfestingarbanka, sem Hauck & Aufhauser er ekki. Í greininni segir einnig að í kaupsamningi milli ríkisins og S-hópsins kom fram að hluthöfum Eglu var óheimilt að selja, eða ráðstafa á annan hátt, hluti sínum í Eglu í 21 mánuð frá undirritun samningsins 16. janúar 2003, nema að fengnu skriflegu samþykki viðskiptaráðherra. Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhauser sem átti helmingshlut í Eglu, sagði við fjölmiðla við undirskrift kaupsamningsins að bankinn myndi halda eignarhlut sínum í Búnaðarbankanum í að minnsta kosti tvö ár líkt og kveðið væri á um í kaupsamningnum. Að þeim tíma liðnum yrði ávöxtunin metin og fjárfestingin endurskoðuð. Þrettán mánuðum eftir undirritun kaupsamnings, 20. febrúar 2004, keypti Ker þriðjung af hlutafé Hauck & Aufhauser í sameinuðum KB banka. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra veitti leyfi fyrir viðskiptunum.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira