Innlent

Deilan um málefni sérskóla leyst

Margra ára deilu ríkisins og borgarinnar um málefni sérskólanna hafa nú verið leystar með samningi sem fjármálaráðherra, menntamálaráðherra og borgarstjóri undirrituðu í dag um húsnæðismál sérskólanna.  Samkomulagið nær til eignarhalds á fjölda fasteigna en samkvæmt því yfirtekur Reykjavíkurborg eignarhald á Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla, þar sem rekin er þjónusta við fötluð grunnskólabörn, auk minni húseigna við Vesturhlíðarskóla og Brúarskóla. Þetta þýðir að sérskólarnir verða allir komnir yfir til borgarinnar og rekstur þeirra þar með á einni hendi. Það húsnæði sérskóla sem ekki er nauðsynlegt að nýta fyrir starfsemi slíkra skóla verður selt og andvirðið nýtt til að kosta uppbyggingu á nýrri sérdeildarálmu fyrir fatlaða við Fjölbrautarskólann við Ármúla. Að auki sömdu ríkið og borgin um að selja húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík á almennum markaði og verður andvirðinu skipt á milli eigenda í samræmi við eignarhlutföll. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir samninginn hafa mikla þýðingu.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×