Phoenix 1 - San Antonio 4 2. júní 2005 00:01 San Antonio eru eflaust dauðfegnir að hafa lagt Phoenix Suns í þriðja sinn í röð á útivelli í nótt, 101-95. Ekki aðeins vegna þess að sigurinn tryggði þeim farseðilinn í þriðja úrslitaeinvígið á sjö árum, heldur líka vegna þess að þeir eru lausir við Amare Stoudemire hjá Phoenix. Tim Duncan leiddi San Antonio til sigurs í fimmta leik liðanna í gærkvöld og skoraði 31 stig og hirti 15 fráköst. Sigurinn þýðir að leikmenn liðsins fá góða hvíld fyrir úrslitaleikina, því þeir hefjast ekki fyrr en 9. júní. Allt er í lás hjá Miami og Detroit og því geta liðsmenn San Antonio sleikt sárin í a.m.k. viku. San Antonio notaði góða 18-4 rispu í þriðja leikhlutanum til að koma sér í góða stöðu og stóðust 42 stiga árás Amare Stoudemire sem tróð eins og berserkur, ekki síst í fjórða leikhlutanum þar sem hann skoraði 17 stig og leiddi áhlaup Suns. Stoudemire sló félagsmet Phoenix með fimm 30 stiga leikjum í röð og sló jafnramt met Kareem Abdul-Jabbar yfir flest stig skoruð að meðaltali af manni sem er í fyrsta sinn í undanúrslitum NBA, en Stoudemire skoraði 37 stig að meðaltali í einvíginu. "Þeir héldu alltaf áfram að berjast og sækja að okkur," sagði Tim Duncan. "Þeir eru ótrúlegt sóknarlið og þó við hefðum ekki ætlað okkur að hleypa þessu einvígi upp í svona hraða, þá erum við sáttir við niðurstöðuna." Robert Horry hjá San Antonio varð með sigrinum níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem kemst í úrslitaleikinn með þremur mismunandi liðum og það sem meira er, hann gæti komist státað af að hafa unnið með þeim öllum. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 42 stig (16 fráköst, 4 varin), Steve Nash 21 stig (10 stoðs), Joe Johnson 14 stig, Jimmy Jackson 9 stig (6 frák), Shawn Marion 8 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 31 stig (15 fráköst), Manu Ginobili 19 stig (8 frák, 6 stoðs), Tony Parker 18 stig, Bruce Bowen 9 stig, Beno Udrih 8 stig, Robert Horry 7 stig (11 frák). NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Sjá meira
San Antonio eru eflaust dauðfegnir að hafa lagt Phoenix Suns í þriðja sinn í röð á útivelli í nótt, 101-95. Ekki aðeins vegna þess að sigurinn tryggði þeim farseðilinn í þriðja úrslitaeinvígið á sjö árum, heldur líka vegna þess að þeir eru lausir við Amare Stoudemire hjá Phoenix. Tim Duncan leiddi San Antonio til sigurs í fimmta leik liðanna í gærkvöld og skoraði 31 stig og hirti 15 fráköst. Sigurinn þýðir að leikmenn liðsins fá góða hvíld fyrir úrslitaleikina, því þeir hefjast ekki fyrr en 9. júní. Allt er í lás hjá Miami og Detroit og því geta liðsmenn San Antonio sleikt sárin í a.m.k. viku. San Antonio notaði góða 18-4 rispu í þriðja leikhlutanum til að koma sér í góða stöðu og stóðust 42 stiga árás Amare Stoudemire sem tróð eins og berserkur, ekki síst í fjórða leikhlutanum þar sem hann skoraði 17 stig og leiddi áhlaup Suns. Stoudemire sló félagsmet Phoenix með fimm 30 stiga leikjum í röð og sló jafnramt met Kareem Abdul-Jabbar yfir flest stig skoruð að meðaltali af manni sem er í fyrsta sinn í undanúrslitum NBA, en Stoudemire skoraði 37 stig að meðaltali í einvíginu. "Þeir héldu alltaf áfram að berjast og sækja að okkur," sagði Tim Duncan. "Þeir eru ótrúlegt sóknarlið og þó við hefðum ekki ætlað okkur að hleypa þessu einvígi upp í svona hraða, þá erum við sáttir við niðurstöðuna." Robert Horry hjá San Antonio varð með sigrinum níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem kemst í úrslitaleikinn með þremur mismunandi liðum og það sem meira er, hann gæti komist státað af að hafa unnið með þeim öllum. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 42 stig (16 fráköst, 4 varin), Steve Nash 21 stig (10 stoðs), Joe Johnson 14 stig, Jimmy Jackson 9 stig (6 frák), Shawn Marion 8 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 31 stig (15 fráköst), Manu Ginobili 19 stig (8 frák, 6 stoðs), Tony Parker 18 stig, Bruce Bowen 9 stig, Beno Udrih 8 stig, Robert Horry 7 stig (11 frák).
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Sjá meira