Mikilvægt að vera í góðu formi 7. júní 2005 00:01 "Leikarar verða að vera í góðu formi. Þeir þurfa að geta dansað og hoppað og verða að hafa gott úthald. Ég hef heyrt því haldið fram að heilsan sé það mikilvægasta fyrir leikarann og held það sé mikið til í því," segir Björgvin sem gerir ýmislegt til að halda sér í formi. "Einu sinni var ég í fitness sporti, svo fór ég í einkaþjálfun og núna er ég duglegur að lyfta í ræktinni. Við hjónin æfum saman í Sporthúsinu. Þar fer ég í tæki, lyfti og reyni að hlaupa dálítið líka. Ég er fremur þollítill og verð að hlaupa til að halda þolinu við." Björgvin segir að hann sé bestur þegar hann er í einkaþjálfun og sú aðferð henti best til að halda sér í formi. "Ég er mjög sérhlífinn og á það til að vera of góður við sjálfan mig. Hins vegar er ég afar hlýðinn og geri allt sem einkaþjálfarinn segir mér að gera. Um tíma var ég hjá einkaþjálfaranum Magna Bernharðs sem var rosalega góður. Keyrði mig áfram þannig að stundum var ég alveg að fara að gubba eftir tímann. Ég tek ekki eins mikið á þegar ég er bara einn en reyni þó að gera mitt besta." Björgvin segist fara í ræktina þrisvar til fjórum sinnum í viku og viðurkennir að hann mætti fara oftar. Æfingatíminn fer reyndar að einhverju leyti eftir því hvaða verkefni eru í gangi hjá honum því sumar sýningar krefjast meira líkamlegs atgervis en aðrar. Björgvin bendir líka á að mataræðið skipti miklu máli. Það sé ekki nóg að hreyfa sig eingöngu. "Ég nota helgarnar í óhollustu og reyni að borða hollt þess á milli. Svo er líka mikilvægt að fara snemma að sofa og sofa vel. Þetta spilar allt saman." Björgvin hefur í nógu að snúast um þessar mundir og er með eitt og annað í sigtinu. Hann leikur í Klaufum og kóngsdætrum, syngur með Doors-bandinu og er þar fyrir utan alltaf að skemmta og syngja. Þá er gott að geta skoppað um sviðið án þess að blása úr nös. Heilsa Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Leikarar verða að vera í góðu formi. Þeir þurfa að geta dansað og hoppað og verða að hafa gott úthald. Ég hef heyrt því haldið fram að heilsan sé það mikilvægasta fyrir leikarann og held það sé mikið til í því," segir Björgvin sem gerir ýmislegt til að halda sér í formi. "Einu sinni var ég í fitness sporti, svo fór ég í einkaþjálfun og núna er ég duglegur að lyfta í ræktinni. Við hjónin æfum saman í Sporthúsinu. Þar fer ég í tæki, lyfti og reyni að hlaupa dálítið líka. Ég er fremur þollítill og verð að hlaupa til að halda þolinu við." Björgvin segir að hann sé bestur þegar hann er í einkaþjálfun og sú aðferð henti best til að halda sér í formi. "Ég er mjög sérhlífinn og á það til að vera of góður við sjálfan mig. Hins vegar er ég afar hlýðinn og geri allt sem einkaþjálfarinn segir mér að gera. Um tíma var ég hjá einkaþjálfaranum Magna Bernharðs sem var rosalega góður. Keyrði mig áfram þannig að stundum var ég alveg að fara að gubba eftir tímann. Ég tek ekki eins mikið á þegar ég er bara einn en reyni þó að gera mitt besta." Björgvin segist fara í ræktina þrisvar til fjórum sinnum í viku og viðurkennir að hann mætti fara oftar. Æfingatíminn fer reyndar að einhverju leyti eftir því hvaða verkefni eru í gangi hjá honum því sumar sýningar krefjast meira líkamlegs atgervis en aðrar. Björgvin bendir líka á að mataræðið skipti miklu máli. Það sé ekki nóg að hreyfa sig eingöngu. "Ég nota helgarnar í óhollustu og reyni að borða hollt þess á milli. Svo er líka mikilvægt að fara snemma að sofa og sofa vel. Þetta spilar allt saman." Björgvin hefur í nógu að snúast um þessar mundir og er með eitt og annað í sigtinu. Hann leikur í Klaufum og kóngsdætrum, syngur með Doors-bandinu og er þar fyrir utan alltaf að skemmta og syngja. Þá er gott að geta skoppað um sviðið án þess að blása úr nös.
Heilsa Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira