San Antonio 1 - Detroit 0 10. júní 2005 00:01 Manu Ginobili stal senunni í fyrsta úrslitaleik San Antonio og Detroit á fimmtudagskvöldið, þegar hann skoraði 15 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var maðurinn á bak við góðan sigur heimamanna, 84-69. Detroit byrjaði vel í leiknum og náði ágætri forystu í snemma, sem þeir héldu fram í síðari hálfleikinn. Þá var hinsvegar komið að þætti Ginobili, sem hitti úr 9 af 10 skotum sínum í hálfleiknum, ýmist úr gegnumbrotum eða langskotum. Tim Duncan átti einnig góðan leik fyrir San Antonio og skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Tony Parker bætti við 15 stigum og olli varnarmönnum Detroit vandræðum með hraða sínum, rétt eins og Ginobili, sem keyrði óhræddur inn í teig Pistons hvað eftir annað. "Ég náði mér ekki á strik í fyrri hálfleiknum og vildi því reyna að vera grimmari í þeim síðari. Það tókst og ég fékk fljótlega á tilfinninguna að ég gæti ekki misst marks. Þetta eru úrslitin og þar verður maður að tjalda öllu. Ég gerði það svo sannarlega í kvöld og ég held að þetta hafi verið einn af mínum bestu leikjum í vetur," sagði Argentínumaðurinn knái. Stigaskorið í leiknum var það fjórða lægsta í úrslitakeppninni frá upphafi, en báðum liðum var mikið í mun að láta til sín taka í varnarleiknum, sem er þeirra sterkasta hlið. Tim Duncan viðurkenndi að hann og félagar hans hefðu verið dálítið ryðgaðir í byrjun, en sagði þá verða fljóta að hrista það af sér. "Við vissum að þetta yrði mikill baráttuleikur, því þeir eru gríðarlega sterkt varnarlið. Við vorum dálítla stund að koma okkur í gang, því við höfum ekki spilað svo lengi og mér fannst fyrri hálfleikurinn bera þess glögglega merki. Ég kúðraði troðslu og það var dálítið til marks um það hvað við vorum ryðgaðir. Síðan lét ég leikinn bara koma til mín hægt og rólega," sagði Duncan. "Við spiluðum hörkuvörn í síðari hálfleiknum og gerðum það sem við þurftum að gera til að vinna. Ég á hinsvegar ekki orð yfir því hvernig Manu spilaði í sókninni undir lokin. Hann var ótrúlegur," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. DETROITSAN ANTONIOStig6984Skot/skot reynd29-77 (.377)34-79 (.430)3ja stiga skot/skot reynd1-6 (.167)4-13 (.308)Vítanýting10-14 (.714)12-15 (.800)Fráköst (sókn/heildar)11-3515-49Stoðsendingar1512Tapaðir boltar1215Stolnir boltar123Varin skot108Stig úr hraðaupphlaupum128Villur (Tækni/ásetnings)19 (1/0)17 (0/0)Stærsta forysta í leik (stig)1317Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 26 stig (9 frák), Tim Duncan 24 stig (17 frák), Tony Parker 15 stig, Nazr Mohammed 10 stig (7 frák), Robert Horry 7 stig, Glenn Robinson 2 stig (3 varin, lék 6 mínútur).Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 25 stig (6 stoðs), Rip Hamilton 14 stig, Tayshaun Prince 11 stig, Rasheed Wallace 6 stig (8 frák), Ben Wallace 5 stig (7 frák), Antonio McDyess 2 stig (7 frák), Lindsay Hunter 2 stig, Carlos Arroyo 2 stig, Darvin Ham 2 stig. NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Sjá meira
Manu Ginobili stal senunni í fyrsta úrslitaleik San Antonio og Detroit á fimmtudagskvöldið, þegar hann skoraði 15 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var maðurinn á bak við góðan sigur heimamanna, 84-69. Detroit byrjaði vel í leiknum og náði ágætri forystu í snemma, sem þeir héldu fram í síðari hálfleikinn. Þá var hinsvegar komið að þætti Ginobili, sem hitti úr 9 af 10 skotum sínum í hálfleiknum, ýmist úr gegnumbrotum eða langskotum. Tim Duncan átti einnig góðan leik fyrir San Antonio og skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Tony Parker bætti við 15 stigum og olli varnarmönnum Detroit vandræðum með hraða sínum, rétt eins og Ginobili, sem keyrði óhræddur inn í teig Pistons hvað eftir annað. "Ég náði mér ekki á strik í fyrri hálfleiknum og vildi því reyna að vera grimmari í þeim síðari. Það tókst og ég fékk fljótlega á tilfinninguna að ég gæti ekki misst marks. Þetta eru úrslitin og þar verður maður að tjalda öllu. Ég gerði það svo sannarlega í kvöld og ég held að þetta hafi verið einn af mínum bestu leikjum í vetur," sagði Argentínumaðurinn knái. Stigaskorið í leiknum var það fjórða lægsta í úrslitakeppninni frá upphafi, en báðum liðum var mikið í mun að láta til sín taka í varnarleiknum, sem er þeirra sterkasta hlið. Tim Duncan viðurkenndi að hann og félagar hans hefðu verið dálítið ryðgaðir í byrjun, en sagði þá verða fljóta að hrista það af sér. "Við vissum að þetta yrði mikill baráttuleikur, því þeir eru gríðarlega sterkt varnarlið. Við vorum dálítla stund að koma okkur í gang, því við höfum ekki spilað svo lengi og mér fannst fyrri hálfleikurinn bera þess glögglega merki. Ég kúðraði troðslu og það var dálítið til marks um það hvað við vorum ryðgaðir. Síðan lét ég leikinn bara koma til mín hægt og rólega," sagði Duncan. "Við spiluðum hörkuvörn í síðari hálfleiknum og gerðum það sem við þurftum að gera til að vinna. Ég á hinsvegar ekki orð yfir því hvernig Manu spilaði í sókninni undir lokin. Hann var ótrúlegur," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. DETROITSAN ANTONIOStig6984Skot/skot reynd29-77 (.377)34-79 (.430)3ja stiga skot/skot reynd1-6 (.167)4-13 (.308)Vítanýting10-14 (.714)12-15 (.800)Fráköst (sókn/heildar)11-3515-49Stoðsendingar1512Tapaðir boltar1215Stolnir boltar123Varin skot108Stig úr hraðaupphlaupum128Villur (Tækni/ásetnings)19 (1/0)17 (0/0)Stærsta forysta í leik (stig)1317Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 26 stig (9 frák), Tim Duncan 24 stig (17 frák), Tony Parker 15 stig, Nazr Mohammed 10 stig (7 frák), Robert Horry 7 stig, Glenn Robinson 2 stig (3 varin, lék 6 mínútur).Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 25 stig (6 stoðs), Rip Hamilton 14 stig, Tayshaun Prince 11 stig, Rasheed Wallace 6 stig (8 frák), Ben Wallace 5 stig (7 frák), Antonio McDyess 2 stig (7 frák), Lindsay Hunter 2 stig, Carlos Arroyo 2 stig, Darvin Ham 2 stig.
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Sjá meira