Phil Jackson aftur til Lakers

Los Angeles Lakers hefur endurráðið Phil Jackson sem þjálfara liðsins. Jackson sagði af sér eftir síðustu leiktíð og þjálfaði ekkert á yfirstandandi keppnistímabili. Jackson hefur unnið níu NBA-meistaratitla með Chicago Bulls og Los Angeles og er sigursælasti þjálfari sögunnar ásamt Red Auerbach, fyrrverandi þjálfara Boston Celtics. Lakers komst ekki í úrslitakeppnina á þessu tímabili í fyrsta skipti í ellefu ár. Það verður fróðlegt að fylgjast með Lakers næsta vetur en aðalstjarna liðsins, Kobe Bryant, og Jackson áttu ekki skap saman og sagði Jackson frá því í bók sinni sem kom út í fyrra.