Kvartbuxur það heitasta í sumar Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2005 00:01 Egill nýtur þess að vera í kvartbuxum í sólinni. Fréttablaðið/Stefán Egill Gilzenegger Einarsson, einkaþjálfari og meðlimur í kallarnir.is, er afskaplega hrifinn af kvartbuxum í sumar og er búinn að kaupa sér ökklasokka til að fullkomna heildarlúkkið. „Það er sumar, sjáðu til, og ég er rosalega hrifinn af kvartbuxunum sem eru það heitasta í sumartískunni núna. Ég keypti einar kvartbuxur um daginn og þær eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Það eru Levi´s gallakvartbuxur. Ég er rosalega hrifinn af þessari tísku og það er líka svo þægilegt að vera í svona buxum í sólinni. Þetta er líka alveg málið í sumar. Þægilegt og töff,“ segir Egill. Egill lætur ekki eitt par af kvartbuxum duga enda verður hann að eiga eitthvað til skiptanna. „Ég á Puma-sportkvartbuxur sem ég klæðist mikið í gymminu. En ég læt kvartbuxurnar eiga sig úti á lífinu.“ „Ég sé fleiri og fleiri stráka í kvartbuxum og held að þeir fíli þetta. Auðvitað finnst mörgum þetta stelpulegt en það verður að hafa það. Mér finnst þetta ljómandi," segir Egill en þeir hjá kallarnir.is tolla alltaf í tískunni því þar er tískulögga innanborðs. „Ég reyni að fylgjast með tískunni en síðan sér tískulöggan okkar, hann Snorri, til þess að við kallarnir.is séum flottir. Snorri er verslunarstjóri í Zöru og á að vita hvað hann syngur, strákurinn. Við erum misjafnlega gáfaðir í þessum málum en Snorri heldur okkur á mottunni og passar að við tökum ekki hræðilegar ákvarðanir þegar kemur að tísku.“ Egill fékk einmitt góð ráð frá tískulöggunni í sambandi við kvartbuxurnar. „Ég er alltaf í ökklasokkum við buxurnar sem er frekar hommalegt en það skapar flott heildar„lúkk“. Ég var í venjulegum sokkum um daginn og þá tók Snorri mig á teppið og húðskammaði mig. Hann bað mig að gjöra svo vel að kaupa ökklasokka. Ég vissi ekki einu sinni að svoleiðis sokkar væru til en núna er ég alltaf í þeim.“ Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Egill Gilzenegger Einarsson, einkaþjálfari og meðlimur í kallarnir.is, er afskaplega hrifinn af kvartbuxum í sumar og er búinn að kaupa sér ökklasokka til að fullkomna heildarlúkkið. „Það er sumar, sjáðu til, og ég er rosalega hrifinn af kvartbuxunum sem eru það heitasta í sumartískunni núna. Ég keypti einar kvartbuxur um daginn og þær eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Það eru Levi´s gallakvartbuxur. Ég er rosalega hrifinn af þessari tísku og það er líka svo þægilegt að vera í svona buxum í sólinni. Þetta er líka alveg málið í sumar. Þægilegt og töff,“ segir Egill. Egill lætur ekki eitt par af kvartbuxum duga enda verður hann að eiga eitthvað til skiptanna. „Ég á Puma-sportkvartbuxur sem ég klæðist mikið í gymminu. En ég læt kvartbuxurnar eiga sig úti á lífinu.“ „Ég sé fleiri og fleiri stráka í kvartbuxum og held að þeir fíli þetta. Auðvitað finnst mörgum þetta stelpulegt en það verður að hafa það. Mér finnst þetta ljómandi," segir Egill en þeir hjá kallarnir.is tolla alltaf í tískunni því þar er tískulögga innanborðs. „Ég reyni að fylgjast með tískunni en síðan sér tískulöggan okkar, hann Snorri, til þess að við kallarnir.is séum flottir. Snorri er verslunarstjóri í Zöru og á að vita hvað hann syngur, strákurinn. Við erum misjafnlega gáfaðir í þessum málum en Snorri heldur okkur á mottunni og passar að við tökum ekki hræðilegar ákvarðanir þegar kemur að tísku.“ Egill fékk einmitt góð ráð frá tískulöggunni í sambandi við kvartbuxurnar. „Ég er alltaf í ökklasokkum við buxurnar sem er frekar hommalegt en það skapar flott heildar„lúkk“. Ég var í venjulegum sokkum um daginn og þá tók Snorri mig á teppið og húðskammaði mig. Hann bað mig að gjöra svo vel að kaupa ökklasokka. Ég vissi ekki einu sinni að svoleiðis sokkar væru til en núna er ég alltaf í þeim.“
Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira