Lego Star Wars 21. júní 2005 00:01 Lego og Star Wars? Hverjum hefði dottið það í hug? En það sem hljómaði eitt sinn sem hálffáránleg hugmynd er núna orðið að veruleika, og hefur verið að gera góða hluti. Eins og nafnið bendir til gefur leikurinn manni kost á því að spila sér leið í gegnum allar 6 Star Wars myndirnar með öllum persónunum úr myndunum, en þær eru núna í Legoformi, rétt eins og allur alheimurinn. Gjörsamlega ALLT sem er til í heimi George Lucasar hefur verið rifið niður og endurbyggt með Lego kubbunum sem allir ættu að þekkja. Grafíkin í leiknum er ágæt. Þótt það megi með sanni segja að það hefði verið hægt að gera betur, þá hefði leikurinn sennilega misst þann einfalda sjarma sem fylgir Lego kubbunum ef meiri vinna hefði verið lögð í grafíkina. Forritararnir hafa hinsvegar fullkomlega náð að skapa þann heim sem allir ættu að þekkja, a.m.k þeir “örfáu” sem gengu í gegnum æskuna með Legokubb í annarri hendinni. Öll umhverfi eru mjög “plastkennd” (er það orð?)Það er hinsvegar ekki eitthvað sem kemur á óvart, því það ætti að vera tiltölulega auðvelt að byggja umhverfi sem eru eingöngu gerð úr einföldum formum á við kassa, sívalning, hring o.s.frv. Það þýðir hinsvegar alls ekki að nostalgíuáhrifin séu nokkuð minni, og jafnvel elstu leikjaunnendurnir ættu að geta spilað þennan leik og munað gömlu góðu tímana þegar Lego-ið var svo stór hluti af lífi manns. Tónlistin er náttúrulega öll úr myndunum sjálfum, og hjálpar þar með mjög vel til við það að skapa þá stemningu sem fylgdi gömlu góðu myndunum sem maður hafði svo gaman af. Ég hef sjálfur oft staðið mig að því að söngla með, jafnvel þótt ég sé í miðjum bardaga við marga tugi vélmenna. Leikurinn er byggður upp á þann hátt að hann lítur helst út eins og furðuleg blanda helstu platform leikja sem eru á markaðinum í dag. Hann er keimlíkur Ratchet & Clank leikjunum í uppsetningu, en hann er með svipaða spilunaraðferð og Shrek leikirnir. Það þýðir að þú getur spilað sem margar manneskjur í einu. Sú manneskja sem þú stjórnar í hvert skipti hefur hver sinn eigin hæfileika sem þú þarft að nýta þér til að komast áfram. Ef að þú ert t.d ófær um að hoppa yfir einhverja hindrun þá gengurðu einfaldlega upp að þeim einstakling sem getur hoppað hærra en þú og skiptir um persónu. Það er hægt að “aflæsa” langflestar manneskjurnar sem koma fram í myndunum og nota þær síðan seinna í Free Play. Free Play er sá möguleiki að geta farið aftur í borð sem þú hefur klárað og spilað sem önnur manneskja. Þannig er hægt að komast inn á landssvæði sem þú hafðir áður ekki aðgang að og losa um fleiri aukahluti í leiknum. Þetta lengir endingartíma leiksins mjög mikið, en það er ekki víst að allir hafi úthald í það að endurtaka öll borðin aftur og aftur. Það er líka hægt að spila með vini sínum, og ég get sagt það af reynslu að það er miklu skemmtilegra heldur en að spila leikinn aleinn. Seinni leikmaður getur slegist í för hvenær sem er, og hann getur líka yfirgefið leikinn hvenær sem er. Þess vegna er ekki nauðsynlegt að hætta því sem þú varst að gera eingöngu vegna þess að félagi þinn kíkti í heimsókn. Það er samt ekki alltaf hægt að spila með öðrum manneskjum, og þetta er ekki leikur sem mun höfða til margra. Hann verður fljótt þreyttur vegna þess að hann snýst eingöngu um sömu hlutina aftur og aftur. Hreyfingarnar eru stífar og það er í raun ómögulegt að ætla að ljúka við eitt borð án þess að láta lífið nokkrum sinnum vegna þess að það er ekkert annað hægt að gera en að hlaupa beint að andstæðingnum og sveifla geislasverðinu út í loftið. Í raun þarftu bara að kunna að hoppa og sveifla sverðinu. Niðurstaða: Lego Star Wars er leikur sem var upprunalega gerður fyrir yngstu kynslóðina en hefur síðar meir verið kynntur sem leikur fyrir alla aldurshópa. Það er ekki satt, því að allir þeir sem spila tölvuleiki reglulega munu ekki fá mikið útúr þessum leik og missa fljótt áhugann. Þótt að hann sé ágætlega gerður þá mistekst leiknum að bjóða upp á almennilega áskorun, og það er ástæðan fyrir því að hann nær ekki að hífa sig yfir meðalmennskumörkin. Vélbúnaður: PS2 Framleiðandi Leiks: Traveller’s Tales Útgefandi Leiks: Giant Interactive Entertainment Heimasíða Leiks: www.legostarwarsthevideogame.com Árni Pétur Leikjavísir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Lego og Star Wars? Hverjum hefði dottið það í hug? En það sem hljómaði eitt sinn sem hálffáránleg hugmynd er núna orðið að veruleika, og hefur verið að gera góða hluti. Eins og nafnið bendir til gefur leikurinn manni kost á því að spila sér leið í gegnum allar 6 Star Wars myndirnar með öllum persónunum úr myndunum, en þær eru núna í Legoformi, rétt eins og allur alheimurinn. Gjörsamlega ALLT sem er til í heimi George Lucasar hefur verið rifið niður og endurbyggt með Lego kubbunum sem allir ættu að þekkja. Grafíkin í leiknum er ágæt. Þótt það megi með sanni segja að það hefði verið hægt að gera betur, þá hefði leikurinn sennilega misst þann einfalda sjarma sem fylgir Lego kubbunum ef meiri vinna hefði verið lögð í grafíkina. Forritararnir hafa hinsvegar fullkomlega náð að skapa þann heim sem allir ættu að þekkja, a.m.k þeir “örfáu” sem gengu í gegnum æskuna með Legokubb í annarri hendinni. Öll umhverfi eru mjög “plastkennd” (er það orð?)Það er hinsvegar ekki eitthvað sem kemur á óvart, því það ætti að vera tiltölulega auðvelt að byggja umhverfi sem eru eingöngu gerð úr einföldum formum á við kassa, sívalning, hring o.s.frv. Það þýðir hinsvegar alls ekki að nostalgíuáhrifin séu nokkuð minni, og jafnvel elstu leikjaunnendurnir ættu að geta spilað þennan leik og munað gömlu góðu tímana þegar Lego-ið var svo stór hluti af lífi manns. Tónlistin er náttúrulega öll úr myndunum sjálfum, og hjálpar þar með mjög vel til við það að skapa þá stemningu sem fylgdi gömlu góðu myndunum sem maður hafði svo gaman af. Ég hef sjálfur oft staðið mig að því að söngla með, jafnvel þótt ég sé í miðjum bardaga við marga tugi vélmenna. Leikurinn er byggður upp á þann hátt að hann lítur helst út eins og furðuleg blanda helstu platform leikja sem eru á markaðinum í dag. Hann er keimlíkur Ratchet & Clank leikjunum í uppsetningu, en hann er með svipaða spilunaraðferð og Shrek leikirnir. Það þýðir að þú getur spilað sem margar manneskjur í einu. Sú manneskja sem þú stjórnar í hvert skipti hefur hver sinn eigin hæfileika sem þú þarft að nýta þér til að komast áfram. Ef að þú ert t.d ófær um að hoppa yfir einhverja hindrun þá gengurðu einfaldlega upp að þeim einstakling sem getur hoppað hærra en þú og skiptir um persónu. Það er hægt að “aflæsa” langflestar manneskjurnar sem koma fram í myndunum og nota þær síðan seinna í Free Play. Free Play er sá möguleiki að geta farið aftur í borð sem þú hefur klárað og spilað sem önnur manneskja. Þannig er hægt að komast inn á landssvæði sem þú hafðir áður ekki aðgang að og losa um fleiri aukahluti í leiknum. Þetta lengir endingartíma leiksins mjög mikið, en það er ekki víst að allir hafi úthald í það að endurtaka öll borðin aftur og aftur. Það er líka hægt að spila með vini sínum, og ég get sagt það af reynslu að það er miklu skemmtilegra heldur en að spila leikinn aleinn. Seinni leikmaður getur slegist í för hvenær sem er, og hann getur líka yfirgefið leikinn hvenær sem er. Þess vegna er ekki nauðsynlegt að hætta því sem þú varst að gera eingöngu vegna þess að félagi þinn kíkti í heimsókn. Það er samt ekki alltaf hægt að spila með öðrum manneskjum, og þetta er ekki leikur sem mun höfða til margra. Hann verður fljótt þreyttur vegna þess að hann snýst eingöngu um sömu hlutina aftur og aftur. Hreyfingarnar eru stífar og það er í raun ómögulegt að ætla að ljúka við eitt borð án þess að láta lífið nokkrum sinnum vegna þess að það er ekkert annað hægt að gera en að hlaupa beint að andstæðingnum og sveifla geislasverðinu út í loftið. Í raun þarftu bara að kunna að hoppa og sveifla sverðinu. Niðurstaða: Lego Star Wars er leikur sem var upprunalega gerður fyrir yngstu kynslóðina en hefur síðar meir verið kynntur sem leikur fyrir alla aldurshópa. Það er ekki satt, því að allir þeir sem spila tölvuleiki reglulega munu ekki fá mikið útúr þessum leik og missa fljótt áhugann. Þótt að hann sé ágætlega gerður þá mistekst leiknum að bjóða upp á almennilega áskorun, og það er ástæðan fyrir því að hann nær ekki að hífa sig yfir meðalmennskumörkin. Vélbúnaður: PS2 Framleiðandi Leiks: Traveller’s Tales Útgefandi Leiks: Giant Interactive Entertainment Heimasíða Leiks: www.legostarwarsthevideogame.com
Árni Pétur Leikjavísir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira