Tíska og hönnun

Allir jafnir í fataskápnum

Þegar blaðakona spyr Grétar hvað sé ómissandi í fataskápnum hans kemur spurningin svolítið flatt upp á knattspyrnukappann. "Ég held að ég gæti ekki lifað án sokkanna minna," segir Grétar og hlær. Þegar blaðakona vill fá frekari útlistun á sokkasafni hans hlær hann og svarar. "Þetta svar var eiginlega meira sagt til þess að gera grín að spurningunni. Mér finnst hún nefnilega frekar asnaleg. Ég kaupi mikið af fötum en ég á ekkert eitt sem er í uppáhaldi eða eitthvað sem ég er alltaf í. Ég gef öllum flíkunum í fataskápnum jafnt tækifæri og geri ekki upp á milli flíkanna svo engin rifrildi skapist í fataskápnum. Það eru allir jafnir í skápnum mínum."

"Ég fylgist ágætlega með því sem er í tísku en reyni ekki að eltast við tískustrauma. Ég kaupi það sem mér finnst flott hverju sinni og fíla en ég reyni að hugsa ekki of mikið um hvað er í tísku og hvað ekki. Ég ligg í það minnsta ekki andvaka yfir því hverju ég eigi að vera næsta dag og á nóg á fötum sem ég get farið í strax þegar ég vakna á morgnana," segir Grétar Sigfinnur Sigurðsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.