Landlausir Seltirningar 28. júní 2005 00:01 Þáttaskil urðu í margra mánaða umræðu um skipulagsmál á Seltjaranrnesi um síðustu helgi þegar Seltirningar greiddu atkvæði um tvær skipulagstillögur; íþróttavöll og íbúðabyggð. Þrátt fyrir miklar umræður um málið í langan tíma greiddi aðeins röskur helmingur kosningabærra íbúa atkvæði um tillögurnar tvær, og þessi litla kjörsókn verður varla afsökuð með því að kosið hafi verið á laugardegi og margir á ferðarlagi, heldur að nær helmingur Seltirninga er óánægður með báðar tillögurnar eða hefur lítinn áhuga á málinu, hvað svo sem veldur. Þeir sem vildu íþróttavöll áfram við Suðurströnd höfðu sigur. Úrslitin voru nokkuð afgerandi og þau eru bindandi. Það hefur löngum verið tekist á um skipulagsmál á Seltjarnarnesi og ástæðan er sú að Seltirningar eru mjög aðþrengdir með land, og stækkunarmöguleikar bæjarins takmakaðir af þeim sökum. Bæjaryfirvöld þar hafa fram til þessa ekki farið þá leið eins og í nágrannasveitarfélögunum að gera landfyllingu fyrir íbúðahúsabyggð og atvinnulóðir, enda yrði þá við erfiða andstæðinga að etja sem búa bæði á norðanverðu og sunnanverðu Nesinu. Skipulagstillögurnar sem greidd voru atkvæði um á laugardag, voru að því leyti ólíkar tillögum sem hart hefur verið tekist á um á Nesinu á undanförnum árum, að nú var ekki verið að ganga á ósnortna náttúru, heldur var þetta aðallega spurningin um hvar íþróttavöllur bæjarins átti að vera. Fyrir nokkrum árum var hart tekist á um skipulag íbúðahúsabyggðar á Valhúsahæð, og þar varð niðurstaðan sú að leyft var að byggja utan í hæðinni. Mestu átökin urðu hins vegar þegar lagðar voru fram tillögur um íbúðahúsabyggð í námunda við Nesstofu, og þar var ekki um að ræða ágreining eftir flokkslínum, heldur skiptust menn í fylkingar eftir því hvort þeir vildu hlífa umhverfi hins sögufræga húss, sem Nesstofa er, eða byggja í námunda við hana. Vestasti hluti Seltjarnarness er sannkölluð náttúruperla í dag með iðandi fuglalífi sínu í og við Bakkatjörn. Þetta er svæði sem ekki má skerða og þarf að hlúa að eftir því sem við á, jafnframt því sem þarna á að vera aðgengilegt útivistarsvæði. Eftir atkvæðagreiðsluna er mikið verk eftir við að vinna úr þeirri tillögur sem flestir kusu. Það virðist líka mikil vinna vera eftir við að skipuleggja miðbæjarkjarna, sem hýsir verzlun og líka atvinnustarfsemi á Nesinu. Í tillögunum sem kosið var um var þessum málum lítill gaumur gefinn, sem er furðurlegt, þegar á annað borð er verið að leggja fram róttækar skipulagstillögur í ekki stærra bæjarfélagi. Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi hljóta að þurfa að taka þau mál til rækilegrar endurskoðunar, því einhvers staðar verður að ætla slíkri þjónustustarfsemi rými. Þar virðist ekki margra kosta völ, því meginatriðið varðandi allar skipulagstillögur á Seltjarnarnesi er að Seltirnirngar eru landlitlir, og því ekki í mörg hús að venda varðandi framþróun og eflingu byggðar í bæjarfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Þáttaskil urðu í margra mánaða umræðu um skipulagsmál á Seltjaranrnesi um síðustu helgi þegar Seltirningar greiddu atkvæði um tvær skipulagstillögur; íþróttavöll og íbúðabyggð. Þrátt fyrir miklar umræður um málið í langan tíma greiddi aðeins röskur helmingur kosningabærra íbúa atkvæði um tillögurnar tvær, og þessi litla kjörsókn verður varla afsökuð með því að kosið hafi verið á laugardegi og margir á ferðarlagi, heldur að nær helmingur Seltirninga er óánægður með báðar tillögurnar eða hefur lítinn áhuga á málinu, hvað svo sem veldur. Þeir sem vildu íþróttavöll áfram við Suðurströnd höfðu sigur. Úrslitin voru nokkuð afgerandi og þau eru bindandi. Það hefur löngum verið tekist á um skipulagsmál á Seltjarnarnesi og ástæðan er sú að Seltirningar eru mjög aðþrengdir með land, og stækkunarmöguleikar bæjarins takmakaðir af þeim sökum. Bæjaryfirvöld þar hafa fram til þessa ekki farið þá leið eins og í nágrannasveitarfélögunum að gera landfyllingu fyrir íbúðahúsabyggð og atvinnulóðir, enda yrði þá við erfiða andstæðinga að etja sem búa bæði á norðanverðu og sunnanverðu Nesinu. Skipulagstillögurnar sem greidd voru atkvæði um á laugardag, voru að því leyti ólíkar tillögum sem hart hefur verið tekist á um á Nesinu á undanförnum árum, að nú var ekki verið að ganga á ósnortna náttúru, heldur var þetta aðallega spurningin um hvar íþróttavöllur bæjarins átti að vera. Fyrir nokkrum árum var hart tekist á um skipulag íbúðahúsabyggðar á Valhúsahæð, og þar varð niðurstaðan sú að leyft var að byggja utan í hæðinni. Mestu átökin urðu hins vegar þegar lagðar voru fram tillögur um íbúðahúsabyggð í námunda við Nesstofu, og þar var ekki um að ræða ágreining eftir flokkslínum, heldur skiptust menn í fylkingar eftir því hvort þeir vildu hlífa umhverfi hins sögufræga húss, sem Nesstofa er, eða byggja í námunda við hana. Vestasti hluti Seltjarnarness er sannkölluð náttúruperla í dag með iðandi fuglalífi sínu í og við Bakkatjörn. Þetta er svæði sem ekki má skerða og þarf að hlúa að eftir því sem við á, jafnframt því sem þarna á að vera aðgengilegt útivistarsvæði. Eftir atkvæðagreiðsluna er mikið verk eftir við að vinna úr þeirri tillögur sem flestir kusu. Það virðist líka mikil vinna vera eftir við að skipuleggja miðbæjarkjarna, sem hýsir verzlun og líka atvinnustarfsemi á Nesinu. Í tillögunum sem kosið var um var þessum málum lítill gaumur gefinn, sem er furðurlegt, þegar á annað borð er verið að leggja fram róttækar skipulagstillögur í ekki stærra bæjarfélagi. Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi hljóta að þurfa að taka þau mál til rækilegrar endurskoðunar, því einhvers staðar verður að ætla slíkri þjónustustarfsemi rými. Þar virðist ekki margra kosta völ, því meginatriðið varðandi allar skipulagstillögur á Seltjarnarnesi er að Seltirnirngar eru landlitlir, og því ekki í mörg hús að venda varðandi framþróun og eflingu byggðar í bæjarfélaginu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun